Stefna stjórnvalda varðandi aflandskrónueigendur óbreytt Haraldur Guðmundsson skrifar 2. mars 2017 12:21 Bjarni Benediktsson forsætisráðherra Vísir/Ernir Ekki kemur til greina að hleypa aflandskrónueigendum úr landi ef sú aðgerð kemur í veg fyrir fullt afnám gjaldeyrishafta. Engar áherslubreytingar hafa orðið með nýrri ríkisstjórn varðandi losun hafta og uppgjör við kröfuhafa. Þetta kom fram í máli Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra á Alþingi í morgun. Bjarni svaraði þar Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, þingmanni Framsóknarflokksins, í óundirbúnum fyrirspurnartíma. Þar vísaði Sigmundur í frétt Markaðarins um að til standi að semja við þá bandaríska fjárfestingarsjóði, aflandskrónueigendur sem ekki vildu taka þátt í gjaldeyrisútboði Seðlabankans í júní 2016, um að hleypa þeim út úr höftum fyrr en áformað var. „Við ætlum ekki að fórna neinu til þess að gera þessum aðilum mögulegt að komast út úr landinu með sínar eignir ef að það þýðir á einhvern hátt að eftir sitji allur almenningur, fyrirtækin í þessu landi, sveitarstjórnir og aðrir, lífeyrissjóðir, í höftum með einhvern vanda. Um þetta hefur málið snúist allan tímann,“ sagði Bjarni á Alþingi og ítrekaði að engin stefnubreyting hefði orðið með nýrri ríkisstjórn. Í frétt Markaðarins kom fram að stjórnvöld eiga í viðræðum við fulltrúa bandarískra fjárfestingarsjóða, sem eiga samanlagt vel yfir hundrað milljarða í aflandskrónum til að kanna grundvöll að samkomulagi sem myndi gera þeim kleift að flytja eignir sínar úr landi í skiptum fyrir gjaldeyri. Það yrði þá á umtalsvert hagstæðara gengi fyrir fjárfestingarsjóðina – mögulega á genginu 130 til 140 krónur gagnvart evru – en stjórnvöld voru reiðubúin að samþykkja í viðræðum við sömu sjóði í fyrra. Gengi krónunnar gagnvart evru hefur styrkst um liðlega 20 prósent frá útboði Seðlabankans. Mest lesið Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Viðskipti innlent Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Viðskipti erlent Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur Vesturbæingar sólgnir í ís en Hafnfirðingar fara oftast í bíó Neytendur Trendin 2026: Gervigreindin mikilvæg og laun mögulega auglýst Atvinnulíf „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Viðskipti innlent Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Sjá meira
Ekki kemur til greina að hleypa aflandskrónueigendum úr landi ef sú aðgerð kemur í veg fyrir fullt afnám gjaldeyrishafta. Engar áherslubreytingar hafa orðið með nýrri ríkisstjórn varðandi losun hafta og uppgjör við kröfuhafa. Þetta kom fram í máli Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra á Alþingi í morgun. Bjarni svaraði þar Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, þingmanni Framsóknarflokksins, í óundirbúnum fyrirspurnartíma. Þar vísaði Sigmundur í frétt Markaðarins um að til standi að semja við þá bandaríska fjárfestingarsjóði, aflandskrónueigendur sem ekki vildu taka þátt í gjaldeyrisútboði Seðlabankans í júní 2016, um að hleypa þeim út úr höftum fyrr en áformað var. „Við ætlum ekki að fórna neinu til þess að gera þessum aðilum mögulegt að komast út úr landinu með sínar eignir ef að það þýðir á einhvern hátt að eftir sitji allur almenningur, fyrirtækin í þessu landi, sveitarstjórnir og aðrir, lífeyrissjóðir, í höftum með einhvern vanda. Um þetta hefur málið snúist allan tímann,“ sagði Bjarni á Alþingi og ítrekaði að engin stefnubreyting hefði orðið með nýrri ríkisstjórn. Í frétt Markaðarins kom fram að stjórnvöld eiga í viðræðum við fulltrúa bandarískra fjárfestingarsjóða, sem eiga samanlagt vel yfir hundrað milljarða í aflandskrónum til að kanna grundvöll að samkomulagi sem myndi gera þeim kleift að flytja eignir sínar úr landi í skiptum fyrir gjaldeyri. Það yrði þá á umtalsvert hagstæðara gengi fyrir fjárfestingarsjóðina – mögulega á genginu 130 til 140 krónur gagnvart evru – en stjórnvöld voru reiðubúin að samþykkja í viðræðum við sömu sjóði í fyrra. Gengi krónunnar gagnvart evru hefur styrkst um liðlega 20 prósent frá útboði Seðlabankans.
Mest lesið Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Viðskipti innlent Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Viðskipti erlent Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur Vesturbæingar sólgnir í ís en Hafnfirðingar fara oftast í bíó Neytendur Trendin 2026: Gervigreindin mikilvæg og laun mögulega auglýst Atvinnulíf „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Viðskipti innlent Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Sjá meira
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent