Nýskráningum bíla fjölgaði um 28% í febrúar Finnur Thorlacius skrifar 2. mars 2017 10:04 Alls voru 1.343 fólksbílar nýskráðir í febrúar og er það 28% meiri sala heldur en í febrúar á síðasta ári, er salan nam 1.048 bílum. Bílasala það sem af er ári er orðin 2.575 bílar, en var 2.267 í fyrra, aukning um 13,6%. Ef sala sendibíla er talin með var heildarsalan 1.465 bílar. Af þessum 1.465 seldu bílum voru 419 seldir af BL og hefur umboðið aukið hlutdeild sína um 17% það sem af er ári og alls selt 820 bíla. Enn betur hefur þó Brimborg gert, en söluaukning þar á bæ er 27%. Samkvæmt skráningartölum Samgöngustofu voru merki BL með 28,7% hlutdeild í febrúar og það sem af er árinu er hlutdeildin 28,8% á heildarmarkaði fólks- og sendibíla. Næst söluhæsta umboðið er Brimborg með 478 selda bíla, Toyota með 444, Askja með 426 og Hekla með 394. Hlutdeild Brimborgar það sem af er ári er 16,8%, Toyota 15,6%, Öskju 15,0% og Heklu 13,8%. Nýskráningar bílaleigubíla voru 18% fleiri í febrúar heldur en í sama mánuði 2016, en þó 23 prósentum færri sé litið til janúar og febrúar samanlagt. Alls voru 469 bílar nýskráðir bílaleigunum í febrúar, samanborið við 397 í sama mánuði 2016. Toyota er mest selda eina bílategundin á þessum fyrstu tveim mánuðum ársins með 390 bíla og þar fast á eftir í öðru sæti kemur Kia með 346 bíla. Vinsælasti liturinn á bílum þessa fyrstu mánuðum ársins er hvítur en af heildarskráningum ársins eru 573 bílar hvítir, segir í frétt frá Bílgreinsambandinu. Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Innlent Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Innlent Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Innlent
Alls voru 1.343 fólksbílar nýskráðir í febrúar og er það 28% meiri sala heldur en í febrúar á síðasta ári, er salan nam 1.048 bílum. Bílasala það sem af er ári er orðin 2.575 bílar, en var 2.267 í fyrra, aukning um 13,6%. Ef sala sendibíla er talin með var heildarsalan 1.465 bílar. Af þessum 1.465 seldu bílum voru 419 seldir af BL og hefur umboðið aukið hlutdeild sína um 17% það sem af er ári og alls selt 820 bíla. Enn betur hefur þó Brimborg gert, en söluaukning þar á bæ er 27%. Samkvæmt skráningartölum Samgöngustofu voru merki BL með 28,7% hlutdeild í febrúar og það sem af er árinu er hlutdeildin 28,8% á heildarmarkaði fólks- og sendibíla. Næst söluhæsta umboðið er Brimborg með 478 selda bíla, Toyota með 444, Askja með 426 og Hekla með 394. Hlutdeild Brimborgar það sem af er ári er 16,8%, Toyota 15,6%, Öskju 15,0% og Heklu 13,8%. Nýskráningar bílaleigubíla voru 18% fleiri í febrúar heldur en í sama mánuði 2016, en þó 23 prósentum færri sé litið til janúar og febrúar samanlagt. Alls voru 469 bílar nýskráðir bílaleigunum í febrúar, samanborið við 397 í sama mánuði 2016. Toyota er mest selda eina bílategundin á þessum fyrstu tveim mánuðum ársins með 390 bíla og þar fast á eftir í öðru sæti kemur Kia með 346 bíla. Vinsælasti liturinn á bílum þessa fyrstu mánuðum ársins er hvítur en af heildarskráningum ársins eru 573 bílar hvítir, segir í frétt frá Bílgreinsambandinu.
Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Innlent Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Innlent Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Innlent