Valtteri Bottas var fljótastur og Mercedes fór lengst Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 1. mars 2017 19:30 Valtteri Bottas og Sebastian Vettel á brautinni í dag. Vísir/Getty Valtteri Bottas á Mercedes fór hraðast allra á þriðja æfingadegi fyrir komandi tímabil í Formúlu 1. Bottas fór hringinn á Barselónabrautinni á 1:19,705. Mercedes bíllinn fór 75 hringi undir stjórn Bottas og aðra 95 undir stjórn Lewis Hamilton. Samtals fór bíllinn því 170 hringi í dag. Sebastian Vettel á Ferrari átti afar góðan dag. Hann ók 139 hringi og var næst fljótastur. Hann var fjórðung úr sekúndu hægari en Bottas en á harðari dekkjagerð og tíminn því afar góður í þeim samanburði. Ferrari bíllinn virtist svo verða eldsneytislaus undir lok æfingarinnar og þurfti Vettel þá að hætta þátttöku á æfingunni. Hugsanlega var Ferrari að láta bílinn verða eldsneytislausan viljandi. Með því getur liðið stillt mælana og vitað nákvæmlega hversu langt bíllinn keyrir.Williams bíllinn eftir að Lance Stroll skellti honum á varnarvegg.Vísir/GettyMarcus Ericsson kom Sauber bílnum 126 hringi í dag og var sjötti fljótasti ökumaðurinn, rétt rúmum tveimur sekúndum hægari en Bottas. Lance Stroll, nýliðinn hjá Williams hefur ekki sannað sig um borð í bíl liðsins. Annan daginn í röð skemmir hann bílinn með þeim afleiðingum að liðið þarf að hætta æfingum þann daginn. Ekki draumabyrjun fyrir þennan 18 ára ökumann. McLaren liðið náði loksins ágætum æfingadegi, bíllinn fór 72 hringi með Fernando Alonso innanborðs. Æfingar halda áfram í fyrramálið og Vísir fylgist áfram með gangi mála. Formúla Tengdar fréttir Kimi Raikkonen fljótastur á öðrum degi æfinga Kimi Raikkonen á Ferrari var fljótastur allra á öðrum æfingadegi fyrir komandi tímabil í Formúlu 1. Æfingar halda áfram í Barselóna næstu tvo daga. 28. febrúar 2017 21:30 Toro Rosso afhjúpar nýjan bíl Toro Rosso liðið í Formúlu 1 hefur afhjúðað nýjan keppnisbíl fyrir komandi tímabil. Bíllinn skartar nýjum litum fyrir liðið. Bíllinn ber nafnið STR12. 26. febrúar 2017 23:30 Hamilton fljótastur og Mercedes fór lengst Fyrsti æfingadagurinn fyrir komandi tímabil í Formúlu 1 er að kvöldi kominn. Lewis Hamilton var fljótastur á Barselóna brautinni í dag. Mercedes liðið ók lengst allra. 27. febrúar 2017 21:30 Mest lesið Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Körfubolti William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Fótbolti Ísland náði jafntefli gegn Spáni Fótbolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Valskonur óstöðvandi Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Handbolti Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Fótbolti Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Fleiri fréttir Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Valtteri Bottas á Mercedes fór hraðast allra á þriðja æfingadegi fyrir komandi tímabil í Formúlu 1. Bottas fór hringinn á Barselónabrautinni á 1:19,705. Mercedes bíllinn fór 75 hringi undir stjórn Bottas og aðra 95 undir stjórn Lewis Hamilton. Samtals fór bíllinn því 170 hringi í dag. Sebastian Vettel á Ferrari átti afar góðan dag. Hann ók 139 hringi og var næst fljótastur. Hann var fjórðung úr sekúndu hægari en Bottas en á harðari dekkjagerð og tíminn því afar góður í þeim samanburði. Ferrari bíllinn virtist svo verða eldsneytislaus undir lok æfingarinnar og þurfti Vettel þá að hætta þátttöku á æfingunni. Hugsanlega var Ferrari að láta bílinn verða eldsneytislausan viljandi. Með því getur liðið stillt mælana og vitað nákvæmlega hversu langt bíllinn keyrir.Williams bíllinn eftir að Lance Stroll skellti honum á varnarvegg.Vísir/GettyMarcus Ericsson kom Sauber bílnum 126 hringi í dag og var sjötti fljótasti ökumaðurinn, rétt rúmum tveimur sekúndum hægari en Bottas. Lance Stroll, nýliðinn hjá Williams hefur ekki sannað sig um borð í bíl liðsins. Annan daginn í röð skemmir hann bílinn með þeim afleiðingum að liðið þarf að hætta æfingum þann daginn. Ekki draumabyrjun fyrir þennan 18 ára ökumann. McLaren liðið náði loksins ágætum æfingadegi, bíllinn fór 72 hringi með Fernando Alonso innanborðs. Æfingar halda áfram í fyrramálið og Vísir fylgist áfram með gangi mála.
Formúla Tengdar fréttir Kimi Raikkonen fljótastur á öðrum degi æfinga Kimi Raikkonen á Ferrari var fljótastur allra á öðrum æfingadegi fyrir komandi tímabil í Formúlu 1. Æfingar halda áfram í Barselóna næstu tvo daga. 28. febrúar 2017 21:30 Toro Rosso afhjúpar nýjan bíl Toro Rosso liðið í Formúlu 1 hefur afhjúðað nýjan keppnisbíl fyrir komandi tímabil. Bíllinn skartar nýjum litum fyrir liðið. Bíllinn ber nafnið STR12. 26. febrúar 2017 23:30 Hamilton fljótastur og Mercedes fór lengst Fyrsti æfingadagurinn fyrir komandi tímabil í Formúlu 1 er að kvöldi kominn. Lewis Hamilton var fljótastur á Barselóna brautinni í dag. Mercedes liðið ók lengst allra. 27. febrúar 2017 21:30 Mest lesið Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Körfubolti William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Fótbolti Ísland náði jafntefli gegn Spáni Fótbolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Valskonur óstöðvandi Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Handbolti Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Fótbolti Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Fleiri fréttir Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Kimi Raikkonen fljótastur á öðrum degi æfinga Kimi Raikkonen á Ferrari var fljótastur allra á öðrum æfingadegi fyrir komandi tímabil í Formúlu 1. Æfingar halda áfram í Barselóna næstu tvo daga. 28. febrúar 2017 21:30
Toro Rosso afhjúpar nýjan bíl Toro Rosso liðið í Formúlu 1 hefur afhjúðað nýjan keppnisbíl fyrir komandi tímabil. Bíllinn skartar nýjum litum fyrir liðið. Bíllinn ber nafnið STR12. 26. febrúar 2017 23:30
Hamilton fljótastur og Mercedes fór lengst Fyrsti æfingadagurinn fyrir komandi tímabil í Formúlu 1 er að kvöldi kominn. Lewis Hamilton var fljótastur á Barselóna brautinni í dag. Mercedes liðið ók lengst allra. 27. febrúar 2017 21:30