Stjórn Norðurturnsins kvartar undan forstjóra Regins Haraldur Guðmundsson skrifar 1. mars 2017 11:00 Norðurturninn höfðaði dómsmál vegna bílastæða við Smáralind. Vísir/GVA Stjórn Norðurturnsins við Smáralind gagnrýnir orð Helga S. Gunnarssonar, forstjóra Regins, um að verktakafyrirtækið BYGG sé „sprautan á bak við“ deilur eigenda turnsins og Eignarhaldsfélagsins Smáralindar ehf. og að þar ráði „nátttröllsviðhorf“ ríkjum. Harmar stjórnin að Helgi tali með slíkum hætti um „nágranna sína í fjölmiðlum“.Helgi S. Gunnarsson, forstjóri Regins.vísir/gvaÞetta kemur fram í bréfi sem Garðar Þ. Guðgeirsson, stjórnarformaður Norðurturnsins, sendi stjórn Regins, eiganda Smáralindar, og Kópavogsbæ um miðjan febrúar og Markaðurinn hefur undir höndum. Tilefnið er frétt blaðsins frá 8. febrúar þar sem Helgi gaf lítið fyrir stefnu sem Norðurturninn hefur höfðað gegn verslunarmiðstöðinni og Kópavogsbæ vegna bílastæða við Smáralind. Samkvæmt henni vilja eigendur turnsins staðfestingu dómstóla á að kvaðir um samnýtingu stæðanna séu í gildi og að deiliskipulag sem heimilar uppbyggingu íbúðahverfisins 201 Smári verði ógilt. Helgi sagði í frétt Markaðarins að framkvæmdirnar fyrirhuguðu byggðu á faglegri umfjöllun skipulagsyfirvalda og að stefnan kæmi ekki til með að hafa áhrif á framgang verkefnisins. Ríkharð Ottó Ríkharðsson, framkvæmdastjóri Norðurturnsins, sagði þær rýra réttindi turnsins þar sem þær ættu eftir að fækka bílastæðum við suðvesturhorn Smáralindar. Hjúpur, dótturfélag BYGG (Byggingafélags Gylfa og Gunnars), er stærsti eigandi Norðurturnsins með 28 prósenta hlut. Í bréfi Norðurturnsins er tekið fram að Hjúpur eignaðist hlut í byggingunni „löngu eftir að ágreiningur tengdur bílastæðum kom upp“. Allar athugasemdir við deiliskipulagið byggi á málefnalegum sjónarmiðum og séu studdar þinglýstum heimildum. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Norðurturninn höfðar mál út af bílastæðum við Smáralind Eignarhaldsfélaginu Smáralind og Kópavogsbæ hefur verið stefnt vegna áforma um íbúðahverfið 201 Smári. 8. febrúar 2017 07:00 Mest lesið Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira
Stjórn Norðurturnsins við Smáralind gagnrýnir orð Helga S. Gunnarssonar, forstjóra Regins, um að verktakafyrirtækið BYGG sé „sprautan á bak við“ deilur eigenda turnsins og Eignarhaldsfélagsins Smáralindar ehf. og að þar ráði „nátttröllsviðhorf“ ríkjum. Harmar stjórnin að Helgi tali með slíkum hætti um „nágranna sína í fjölmiðlum“.Helgi S. Gunnarsson, forstjóri Regins.vísir/gvaÞetta kemur fram í bréfi sem Garðar Þ. Guðgeirsson, stjórnarformaður Norðurturnsins, sendi stjórn Regins, eiganda Smáralindar, og Kópavogsbæ um miðjan febrúar og Markaðurinn hefur undir höndum. Tilefnið er frétt blaðsins frá 8. febrúar þar sem Helgi gaf lítið fyrir stefnu sem Norðurturninn hefur höfðað gegn verslunarmiðstöðinni og Kópavogsbæ vegna bílastæða við Smáralind. Samkvæmt henni vilja eigendur turnsins staðfestingu dómstóla á að kvaðir um samnýtingu stæðanna séu í gildi og að deiliskipulag sem heimilar uppbyggingu íbúðahverfisins 201 Smári verði ógilt. Helgi sagði í frétt Markaðarins að framkvæmdirnar fyrirhuguðu byggðu á faglegri umfjöllun skipulagsyfirvalda og að stefnan kæmi ekki til með að hafa áhrif á framgang verkefnisins. Ríkharð Ottó Ríkharðsson, framkvæmdastjóri Norðurturnsins, sagði þær rýra réttindi turnsins þar sem þær ættu eftir að fækka bílastæðum við suðvesturhorn Smáralindar. Hjúpur, dótturfélag BYGG (Byggingafélags Gylfa og Gunnars), er stærsti eigandi Norðurturnsins með 28 prósenta hlut. Í bréfi Norðurturnsins er tekið fram að Hjúpur eignaðist hlut í byggingunni „löngu eftir að ágreiningur tengdur bílastæðum kom upp“. Allar athugasemdir við deiliskipulagið byggi á málefnalegum sjónarmiðum og séu studdar þinglýstum heimildum.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Norðurturninn höfðar mál út af bílastæðum við Smáralind Eignarhaldsfélaginu Smáralind og Kópavogsbæ hefur verið stefnt vegna áforma um íbúðahverfið 201 Smári. 8. febrúar 2017 07:00 Mest lesið Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira
Norðurturninn höfðar mál út af bílastæðum við Smáralind Eignarhaldsfélaginu Smáralind og Kópavogsbæ hefur verið stefnt vegna áforma um íbúðahverfið 201 Smári. 8. febrúar 2017 07:00