Ferðin ævilanga Kristín Ólafsdóttir skrifar 1. mars 2017 07:00 Þetta er mesti snjór sem ég hef séð á allri ævinni minni!“ sagði 9 ára skjólstæðingur minn á frístundaheimilinu síðastliðinn mánudag. Hann var kátur og rjóður í kinnum enda fannfergin enn þá sindrandi hvít og ósnert. Dúnalogn, heiður himinn, rassaþotur og paradís. Einlæg gleði barnanna yfir svo stórkostlegri tilbreytingu í veðráttuna var smitandi. Ég gladdist með þeim. Þangað til kom að því, síðar sama dag, að ég þurfti að taka strætó. Á 40 mínútum, sem venjulega eru fimm, silaðist vagninn beina leið neðan úr Vesturbænum og að stjórnarráðinu. Færðin var skelfileg og tíminn var afstæður. Andvörp þjáningarsystkina minna úr sætunum í kring blönduðust flautukór einkabílsins að utan. Inn í strætóinn kom svolítið sætur strákur. Tólf mínútur frá stjórnarráði og að Hörpu umbreyttust í jafnmörg ár. Ég og sæti strákurinn felldum hugi saman. Fimm ár liðu á Sæbrautinni og við giftum okkur, loksins. Þegar ellefan staðnæmdist við Hlemm var ég orðin þriggja barna móðir, tveir strákar og ein stelpa. Annar strákurinn svolítið listhneigður, hin tvö í raungreinum eins og pabbinn. Við Háteigskirkju fluttu börnin út. Í Lágmúlanum komum við heim úr síðustu ferðinni okkar saman til Tenerife. Einhvers staðar á milli Fellsmúla og Austurvers lagði ég eiginmann minn til hinstu hvílu. Ég steig út úr strætisvagninum við RÚV. Skyndilegur veturinn, með dyggri aðstoð umferðar og óþolinmæði, hafði gert hið hefðbundna 18 mínútna ferðalag að 90 mínútna ferðalagi. Ævi mín var öll. En svo byrjaði tíminn aftur að líða. Og undir leikandi hlátrasköllum ókunnugra barna bölvaði ég snjónum. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristín Ólafsdóttir Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson Skoðun
Þetta er mesti snjór sem ég hef séð á allri ævinni minni!“ sagði 9 ára skjólstæðingur minn á frístundaheimilinu síðastliðinn mánudag. Hann var kátur og rjóður í kinnum enda fannfergin enn þá sindrandi hvít og ósnert. Dúnalogn, heiður himinn, rassaþotur og paradís. Einlæg gleði barnanna yfir svo stórkostlegri tilbreytingu í veðráttuna var smitandi. Ég gladdist með þeim. Þangað til kom að því, síðar sama dag, að ég þurfti að taka strætó. Á 40 mínútum, sem venjulega eru fimm, silaðist vagninn beina leið neðan úr Vesturbænum og að stjórnarráðinu. Færðin var skelfileg og tíminn var afstæður. Andvörp þjáningarsystkina minna úr sætunum í kring blönduðust flautukór einkabílsins að utan. Inn í strætóinn kom svolítið sætur strákur. Tólf mínútur frá stjórnarráði og að Hörpu umbreyttust í jafnmörg ár. Ég og sæti strákurinn felldum hugi saman. Fimm ár liðu á Sæbrautinni og við giftum okkur, loksins. Þegar ellefan staðnæmdist við Hlemm var ég orðin þriggja barna móðir, tveir strákar og ein stelpa. Annar strákurinn svolítið listhneigður, hin tvö í raungreinum eins og pabbinn. Við Háteigskirkju fluttu börnin út. Í Lágmúlanum komum við heim úr síðustu ferðinni okkar saman til Tenerife. Einhvers staðar á milli Fellsmúla og Austurvers lagði ég eiginmann minn til hinstu hvílu. Ég steig út úr strætisvagninum við RÚV. Skyndilegur veturinn, með dyggri aðstoð umferðar og óþolinmæði, hafði gert hið hefðbundna 18 mínútna ferðalag að 90 mínútna ferðalagi. Ævi mín var öll. En svo byrjaði tíminn aftur að líða. Og undir leikandi hlátrasköllum ókunnugra barna bölvaði ég snjónum. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun