Sport

Rísandi stjarna í veltivigt UFC spáir Gunnari sigri en segist geta unnið hann

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Bandaríkjamaðurinn Mickey Gall er ungur maður á uppleið innan UFC en hann keppir í veltivigt eins og Gunnar Nelson sem berst á móti Alan Jouban í O2-Höllinni í London í kvöld.

Gall kveðst spenntastur fyrir því að sjá bardaga Gunnars og samlanda síns Joubans í kvöld og spáir því að það verði besti bardagi kvöldins.

„Þetta verður frábær bardagi. Ég hef ekki gaman að því að spá hver sigrar en ég mun njóta bardagans. Ég á vini sem eru að berjast á bardagakvöldinu en ég er spenntastur fyrir þessum bardaga,“ segir Gall.

„Nelson er sterkur og með flottan stíl en Jouban er nagli líka sem getur sparkað. Við höfum ekki séð of mikið af Jouban í gólfinu og við reiknum með því að Gunnar sé betri þar. Jouban er samt með brúnt belti í jiu-jitsu. Ég get ekki sagt til um hvor hefur betur en ef ég þyrfti að spá myndi ég veðja á Gunnar Nelson. Þetta verður líklega besti bardagi kvöldins.“

Það sem ekki allir vita er að Gunnar Nelson hittir flestum höggum allra í veltivigtinni og það kom líka Gall á óvart.

„Gunnar er góður standandi sem er með bakgrunn úr karate. Ég elska stílinn hann. Gunnar Nelson er svalur gaur,“ segir Gall sem væri til í að mæta íslenska bardagakappanum.

„Ég berst við alla. Ég er ekki í þessu til að berjast ekki við menn. Ég er UFC-bardagamaður og berst við alla.“

Aðspurður hvort hann myndi hafa betur gegn Gunnari er Mickey Gall fljótur til svars: „Já.“

Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan en hér að neðan má sjá skemmtilegt myndband um hvernig Mickey Gall komst óvænt inn í UFC í gegnum raunveruleikaþátt Dana White, forseta UFC.

Ekki missa af neinu tengdu bardaga Gunnars Nelson og Alan Jouban. Vísir er í London og færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af Gunnari og bardagakvöldinu í O2-höllinni á laugardaginn. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).

MMA

Tengdar fréttir

Gunnar Nelson: Svona er þetta ferðalag

Gunnar Nelson telur að hann gæti fengið titilbardaga á næsta ári ef allt gengur vel. Hann snýr aftur í búrið eftir tíu mánaða fjarveru í kvöld er hann mætir Bandaríkjamanninum Alan Jou­ban. Sá kappi er sýnd veiði en ekki gefin.

Kavanagh: Gunnar lærði af töpunum

John Kavanagh, þjálfari Gunnars Nelson, er ánægður með hvernig Gunnar nýtti töpin sín og varð betri eftir þau.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×