Sport

Gunnar þurfti að standa úti í kuldanum vegna brunaviðvörunnar á hótelinu

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Gunnari Nelson og öllum hinum var kalt í kærkvöldi.
Gunnari Nelson og öllum hinum var kalt í kærkvöldi. mynd/mjölnir/Sóllilja baltasarsdóttir
Gunnar Nelson, mótherji hans, Alan Jouban, og restin af bardagamönnunum sem berjast í kvöld á UFC-bardagakvöldinu í O2-höllinni í London þurftu að fara út af Hilton-hóteli sínu seint í gærkvöldi.

Brunaviðvörun fór í gang en í Facebook-færslu segir Jón Viðar Arnþórsson, formaður Mjölnis: „Kviknað í hótelinu okkar. Ekki besta kvöldið til þess að standa úti.“

Sjá einnig:Gunnar Nelson: Svona er þetta ferðalag

MMAFréttir greina frá því að þetta gerðist um ellefuleytið í gærkvöldi og þurftu bardagakapparnir, þjálfarar þeirra, vinir, aðstoðarmenn og allir sem gista á hótelinu að standa fyrir utan það í eina klukkustund.

Alan Jouban, mótherji Gunnars, setti inn myndband á Instagram-síðu sína þar sem hann talar um að reykjarlykt hafi fundist og þess vegna voru allir sendir út á götu á meðan athugað var hvað var í gangi. Hættan reyndist vera engin og voru allir komnir aftur upp á herbergi um miðnætti.

Gunnar hefur því vonandi fengið góðan svefn því í kvöld er komið að endurkomunni í búrið eftir tíu mánaða fjarveru þegar hann berst við Alan Jouban. Bardagakvöldið verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD og hefst útsending klukkan 21.00.

Ekki missa af neinu tengdu bardaga Gunnars Nelson og Alan Jouban. Vísir er í London og færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af Gunnari og bardagakvöldinu í O2-höllinni á laugardaginn. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).

Night before the fights and our entire hotel just got evacuated!@ufc LONDON

A post shared by Alan Jouban (@alanjouban) on

MMA

Tengdar fréttir

Gunnar Nelson: Svona er þetta ferðalag

Gunnar Nelson telur að hann gæti fengið titilbardaga á næsta ári ef allt gengur vel. Hann snýr aftur í búrið eftir tíu mánaða fjarveru í kvöld er hann mætir Bandaríkjamanninum Alan Jou­ban. Sá kappi er sýnd veiði en ekki gefin.

Kavanagh: Gunnar lærði af töpunum

John Kavanagh, þjálfari Gunnars Nelson, er ánægður með hvernig Gunnar nýtti töpin sín og varð betri eftir þau.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×