Tengja tölvuleiki við kvenfyrirlitningu Samúel Karl Ólason skrifar 17. mars 2017 22:16 Rannsóknin náði til 13.520 franskra tölvuspilara á aldrinum ellefu til nítján ára Vísir/GETTY Því meiri tíma sem táningar verja í að spila tölvuleiki, því líklegri eru þeir til að sýna kvenfyrirlitningu. Þetta er niðurstaða rannsóknar þar sem viðhorf 13.520 franskra tölvuspilara á aldrinum ellefu til nítján ára gagnvart konum og staðalímyndum voru könnuð. Niðurstöðurnar voru birtar í Frontiers in Psychology í dag. Nærri því jafn margar stúlkur tóku þátt í könnuninni og drengir, 49 prósent á móti 51, en niðurstöðurnar sýna að drengirnir voru líklegri til að sýna kvenfyrirlitningu. Í samtali við AFP fréttaveituna segir einn af forsvarsmönnum rannsóknarinnar að konur séu oftast fórnarlömb staðalímyndunar séu karlar ekki undanþegnir. Laurent Begue segir konur að jafnaði ekki fá jafn mikið pláss og karlar í vinsælum tölvuleikjum. Þær séu oftar en ekki í aukahlutverki, þurfi á hjálp að halda eða séu hlutgerðar.Begue tekur þó fram að þrátt fyrir tölfræðilega tengingu á milli tölvuleikjaspilunar og kvenhaturs, séu áhrif tölvuleikja á viðhorf ungmenna takmörkuð. Til dæmis sé sterkara samband á milli trúrækni og kvenhaturs. Hann segir þó að sjónvarp virðist hafa minni áhrif á ungmenni en tölvuleikir. Sérfræðingar hafa lengi deilt um hvort að spilun ofbeldisfullra leikja ýti undir ofbeldi ungmenna og gera það enn. Leikjavísir Mest lesið Fann ástina í örlagaríkum kjól Tíska og hönnun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Lífið Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Lífið Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Lífið „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Lífið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Lífið Keith sagður kominn með nýja kærustu Lífið Það var bannað að hlæja á Kjarval Lífið Fleiri fréttir Borderlands 4: Læti og óreiða par excellence Prófaðu EVE Vanguard áður en hann kemur út Metal Gear Solid Delta: Snake Eater - Einn besti leikur PS2 öðlast nýtt líf Sjá meira
Því meiri tíma sem táningar verja í að spila tölvuleiki, því líklegri eru þeir til að sýna kvenfyrirlitningu. Þetta er niðurstaða rannsóknar þar sem viðhorf 13.520 franskra tölvuspilara á aldrinum ellefu til nítján ára gagnvart konum og staðalímyndum voru könnuð. Niðurstöðurnar voru birtar í Frontiers in Psychology í dag. Nærri því jafn margar stúlkur tóku þátt í könnuninni og drengir, 49 prósent á móti 51, en niðurstöðurnar sýna að drengirnir voru líklegri til að sýna kvenfyrirlitningu. Í samtali við AFP fréttaveituna segir einn af forsvarsmönnum rannsóknarinnar að konur séu oftast fórnarlömb staðalímyndunar séu karlar ekki undanþegnir. Laurent Begue segir konur að jafnaði ekki fá jafn mikið pláss og karlar í vinsælum tölvuleikjum. Þær séu oftar en ekki í aukahlutverki, þurfi á hjálp að halda eða séu hlutgerðar.Begue tekur þó fram að þrátt fyrir tölfræðilega tengingu á milli tölvuleikjaspilunar og kvenhaturs, séu áhrif tölvuleikja á viðhorf ungmenna takmörkuð. Til dæmis sé sterkara samband á milli trúrækni og kvenhaturs. Hann segir þó að sjónvarp virðist hafa minni áhrif á ungmenni en tölvuleikir. Sérfræðingar hafa lengi deilt um hvort að spilun ofbeldisfullra leikja ýti undir ofbeldi ungmenna og gera það enn.
Leikjavísir Mest lesið Fann ástina í örlagaríkum kjól Tíska og hönnun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Lífið Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Lífið Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Lífið „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Lífið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Lífið Keith sagður kominn með nýja kærustu Lífið Það var bannað að hlæja á Kjarval Lífið Fleiri fréttir Borderlands 4: Læti og óreiða par excellence Prófaðu EVE Vanguard áður en hann kemur út Metal Gear Solid Delta: Snake Eater - Einn besti leikur PS2 öðlast nýtt líf Sjá meira