Kristján snýr aftur í Tosca: „Þetta er minn stríðshestur“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 17. mars 2017 16:00 Þetta verður í 397. skipti sem Kristján fer með hlutverk Cavaradossi. Vísir/ÞÖK/Vilhelm. Íslenska óperan mun frumsýna óperuna Tosca eftir Giacomo Puccini þann 21. október næstkomandi. Kristján Jóhannsson mun fara með eitt aðalhlutverkanna en Kristján þekkir það hlutverk afar vel. „Ég veit ekki betur en að það sé 396 sinnum. Þetta er minn stríðshestur.“ segir Kristján í samtali við Vísi aðspurður um hversu oft hann hafi farið með hlutverk málarans Cavaradossi í óperunni. Kristján söng hlutverkið í frægri sýningu í Þjóðleikhúsinu árið 1986 auk þess sem hann hefur túlkað Cavaradossi víða um heim, þar á meðal í Metropolitan-óperunni frægu í New York. Með hlutverk Toscu fer rómuð bresk söngkona, Claire Rutter, sem á mjög farsælan feril að baki. Baritónsöngvarinn Ólafur Kjartan Sigurðarson syngur hlutverk illmennisins Scarpia og Bjarni Frímann Bjarnason er hljómsveitarstjóri. Kristján segist vera mjög spenntur fyrir því að vinna með þessum listamönnum og á von á glæsilegri uppsetningu. „Ég er mjög hamingjusamur að vinna með Ólafi Kjartani í fyrsta skipti,“ segir Kristján. „Síðast en ekki síst er ég spenntur fyrir að vinna með þeim unga hæfileikamanni Bjarna Frímanni sem ætlar að stjórna. Mér sýnist valinn maður í hverju rúmi.“ Kristján hefur ekki tekið þátt í uppfærslu Íslensku óperunnar frá því árið 2009 en Kristján segir að kannski hafi þær uppsetningar sem óperan hafi staðið fyrir á undanförnum árum ekki endilega hentað honum. „Ég er í þykkari og þyngri kantinum sem tenór og mikið í ítölsku verkunum, þar á ég best heima. Það er komið að því núna og þá er bara að gera það með stæl,“ segir Kristján sem sér sjálfan sig í hlutverki Cavaradossi. „Mér finnst ég bara vera nánast eins og Cavaradossi. Hann er ástríðufullur og elskar heitt. Fyrir utan það er hann listamaður og það er allt sem að hæfir mér vel þarna. Ég upplifi sjálfan mig svolítið þar.“ Mest lesið Aron selur húsið ári eftir kaupin Lífið Versti óttinn að raungerast Lífið Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Lífið Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Lífið „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Lífið Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Lífið Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Lífið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Tónlist „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Menning Fleiri fréttir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Íslenska óperan mun frumsýna óperuna Tosca eftir Giacomo Puccini þann 21. október næstkomandi. Kristján Jóhannsson mun fara með eitt aðalhlutverkanna en Kristján þekkir það hlutverk afar vel. „Ég veit ekki betur en að það sé 396 sinnum. Þetta er minn stríðshestur.“ segir Kristján í samtali við Vísi aðspurður um hversu oft hann hafi farið með hlutverk málarans Cavaradossi í óperunni. Kristján söng hlutverkið í frægri sýningu í Þjóðleikhúsinu árið 1986 auk þess sem hann hefur túlkað Cavaradossi víða um heim, þar á meðal í Metropolitan-óperunni frægu í New York. Með hlutverk Toscu fer rómuð bresk söngkona, Claire Rutter, sem á mjög farsælan feril að baki. Baritónsöngvarinn Ólafur Kjartan Sigurðarson syngur hlutverk illmennisins Scarpia og Bjarni Frímann Bjarnason er hljómsveitarstjóri. Kristján segist vera mjög spenntur fyrir því að vinna með þessum listamönnum og á von á glæsilegri uppsetningu. „Ég er mjög hamingjusamur að vinna með Ólafi Kjartani í fyrsta skipti,“ segir Kristján. „Síðast en ekki síst er ég spenntur fyrir að vinna með þeim unga hæfileikamanni Bjarna Frímanni sem ætlar að stjórna. Mér sýnist valinn maður í hverju rúmi.“ Kristján hefur ekki tekið þátt í uppfærslu Íslensku óperunnar frá því árið 2009 en Kristján segir að kannski hafi þær uppsetningar sem óperan hafi staðið fyrir á undanförnum árum ekki endilega hentað honum. „Ég er í þykkari og þyngri kantinum sem tenór og mikið í ítölsku verkunum, þar á ég best heima. Það er komið að því núna og þá er bara að gera það með stæl,“ segir Kristján sem sér sjálfan sig í hlutverki Cavaradossi. „Mér finnst ég bara vera nánast eins og Cavaradossi. Hann er ástríðufullur og elskar heitt. Fyrir utan það er hann listamaður og það er allt sem að hæfir mér vel þarna. Ég upplifi sjálfan mig svolítið þar.“
Mest lesið Aron selur húsið ári eftir kaupin Lífið Versti óttinn að raungerast Lífið Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Lífið Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Lífið „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Lífið Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Lífið Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Lífið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Tónlist „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Menning Fleiri fréttir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira