Vilja þyngri refsingar við mútum Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 17. mars 2017 14:09 Dómsmálaráðherra leggur fram drögin vegna innleiðingar alþjóðlegra tilmæla um aðgerðir gegn spillingu og mútum, en reglurnar ná til allra opinberra starfsmanna. vísir/ernir Lögð hafa verið fram drög að frumvarpi til breytinga á ákvæðum almennra hegningarlaga um mútur. Breytingarnar fela í sér hertari viðurlög við mútubrotum en markmiðið er að uppfylla tilmæli vinnuhóps Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) um erlend mútubrot. Gert er ráð fyrir að hámarksrefsing fyrir brot um mútuboð gagnvart opinberum starfsmönnum verði þyngd úr fjögurra ára fangelsi í sex ára fangelsi. Þá er lagt til að hámarksrefsing fyrir mútubrot í atvinnurekstri verði þyngd úr þriggja ára fangelsi í fimm ára fangelsi. Frumvarpsdrögin fela jafnframt í sér að hugtakið opinber starfsmaður geti átt við stjórnendur og starfsmenn lögaðila sem séu að hluta eða heild í opinberri eigu eða lúta stjórn hins opinbera. Stjórnandinn og starfsmenn þurfa þá að vera í þeirri stöðu að hafa heimildir í lögum til að taka eða hafa áhrif á ákvarðanir um réttindi og skyldur einstaklinga eða lögaðila og að þeir geti ráðstafað eða haft áhrif á ráðstöfun opinberra hagsmuna eða fjármuna, að því er segir í drögunum. Þá segir í drögunum að rökin fyrir þyngingu refsinga vegna mútubrota almennt þau að um sé að ræða alvarleg brot sem meðal annars veikja traust á stjórnkerfinu. Brotin stríði gegn almannahagsmunum og heilbrigðu viðskipta- og atvinnulífi, bæði hérlendis og í alþjóðaviðskiptum. Dómsmálaráðherra leggur fram frumvarpið en það er unnið í samráði við stýrihóp hans um eftirfylgni vegna innleiðingar alþjóðlegra tilmæla um aðgerðir gegn spillingu og mútum. Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Trump kynnti friðarráðið Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Innlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Fleiri fréttir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Öllum sleppt úr haldi og rannsókn á viðkvæmu stigi Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Sjá meira
Lögð hafa verið fram drög að frumvarpi til breytinga á ákvæðum almennra hegningarlaga um mútur. Breytingarnar fela í sér hertari viðurlög við mútubrotum en markmiðið er að uppfylla tilmæli vinnuhóps Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) um erlend mútubrot. Gert er ráð fyrir að hámarksrefsing fyrir brot um mútuboð gagnvart opinberum starfsmönnum verði þyngd úr fjögurra ára fangelsi í sex ára fangelsi. Þá er lagt til að hámarksrefsing fyrir mútubrot í atvinnurekstri verði þyngd úr þriggja ára fangelsi í fimm ára fangelsi. Frumvarpsdrögin fela jafnframt í sér að hugtakið opinber starfsmaður geti átt við stjórnendur og starfsmenn lögaðila sem séu að hluta eða heild í opinberri eigu eða lúta stjórn hins opinbera. Stjórnandinn og starfsmenn þurfa þá að vera í þeirri stöðu að hafa heimildir í lögum til að taka eða hafa áhrif á ákvarðanir um réttindi og skyldur einstaklinga eða lögaðila og að þeir geti ráðstafað eða haft áhrif á ráðstöfun opinberra hagsmuna eða fjármuna, að því er segir í drögunum. Þá segir í drögunum að rökin fyrir þyngingu refsinga vegna mútubrota almennt þau að um sé að ræða alvarleg brot sem meðal annars veikja traust á stjórnkerfinu. Brotin stríði gegn almannahagsmunum og heilbrigðu viðskipta- og atvinnulífi, bæði hérlendis og í alþjóðaviðskiptum. Dómsmálaráðherra leggur fram frumvarpið en það er unnið í samráði við stýrihóp hans um eftirfylgni vegna innleiðingar alþjóðlegra tilmæla um aðgerðir gegn spillingu og mútum.
Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Trump kynnti friðarráðið Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Innlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Fleiri fréttir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Öllum sleppt úr haldi og rannsókn á viðkvæmu stigi Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Sjá meira