Vonandi titilbardagi hjá Gunnari í lok ársins Tómas Þór Þórðarson í London skrifar 17. mars 2017 06:00 Gunnar Nelson og Alan Jouban mættust í gær á fjölmiðladegi í tengslum við bardagann þeirra og störðu í augun hvor á öðrum; Gunnar eins og hann væri nývaknaður en Jouban eins og tískumódelið sem hann er. Hinn 35 ára gamli Alan Jouban er búinn að vinna þrjá bardaga í röð í UFC. Vísir/Getty Írinn John Kavanagh hefur þjálfað Gunnar Nelson í að verða áratug eða síðan hann sá Gunnar ungan sýna listir sínar í í brasilísku jiu-jitsu í gamla Mjölnishúsinu í slippnum. Kavanagh hefur alltaf haft óbilandi trú á Gunnari og segir það ekki skipta máli að Gunnar hefur ekki barist í tíu mánuði. Gunnar mætir Bandaríkjamanninum Alan Jouban í O2-höllinni í London á UFC-bardagakvöldi á laugardaginn. „Gunnar hefur verið á fullu í bardagaíþróttum síðan hann var lítill strákur. Þegar hann er ekki að berjast er hann samt alltaf á fullu að æfa þannig að þótt hann hafi ekki verið að keppa hefur það engin áhrif á hann,“ segir Kavanagh sem kom til London á miðvikudaginn og tók þá æfingu með Gunnari.Líktu eftir Jouban Hinn 34 ára gamli Alan Jouban er búinn að vinna þrjá bardaga í röð og getur með sigri á Gunnari komist inn á styrkleikalistann í veltivigtinni. Gunnar er talinn sigurstranglegri og á að vera með fleiri vopn í vopnabúrinu en Jouban má ekki vanmeta og það gerir Írinn ekki. „Jouban er góður standandi en hann er „southpaw“ sem þýðir að hann stendur öfugt á miðað við aðra. Hann er búinn að vinna þrjá í röð og kemur fullur sjálfstrausts inn í þennan bardaga. Hann er góður að slá frá sér þegar hann stendur og er bara UFC-bardagamaður. Það kemst enginn inn í UFC án þess að vera góður í öllu þannig að hann hefur svo sannarlega sín vopn,“ segir Kavanagh.Sjá einnig:„Hann mun reyna að djöflast á kallinum“ Írinn var nýmættur til London þegar Fréttablaðið hitti á hann á hóteli í fjármálahverfinu. Hann fór strax að skipuleggja æfingu fyrir sig og Gunna og það sem gera skal í vikunni. Hann stýrði hluta undirbúnings Gunnars í Dyflinni en Gunnar er sérstaklega að undirbúa sig fyrir spörkin hans Alans Jouban. Eða hvað? „Bæði og,“ segir Kavanagh. „Gunni og eins liðsfélagi hans, Conor McGregor, eru vanir því að fá alltaf nýjan mótherja með skömmum fyrirvara. Maður þarf auðvitað að skoða mótherjann vel en það má ekki gleyma sér í því að undirbúa sig sérstaklega fyrir hann. Það getur allt breyst með skömmum fyrirvara en nú stefnir allt í að af þessum bardaga verði.“ Gunnar fékk samt stráka til að líkja eftir Jouban í Dyflinni: „Það voru tveir ansi flottir og sterkir strákar sem Gunni æfði á móti sem eru „southpaw“ á Írlandi. Þeir settu upp æfingu sem var eins og bardagi við Jouban fyrir Gunnar. Honum gekk vel á móti þeim og ég held að þessi stíll henti honum vel,“ segir Kavanagh.Klárar Jouban í annarri Kavanagh er alveg klár á því að Gunnar hafi betur á móti Jouban. Sannfærandi sigur gæti komið Gunna á stórt bardagakvöld innan skamms tíma og til þess horfir Írinn. Hann hefur áður lýst því yfir að Gunnar sé nógu góður til að verða heimsmeistari og hann sér fram á titilbardaga í lok árs ef allt gengur vel. Fyrst þarf samt að klára bardagann á laugardaginn.Sjá einnig:Alan Jouban: Gunnar tók slæma ákvörðun á móti Maia „Við megum ekki gleyma því hversu góður Jouban er. Hann hefur aldrei verið kláraður með hengingartaki í 16 atvinnubardögum. Hann hefur sýnt að hann er góður í gólfinu en hann hefur vissulega aldrei barist við Gunna. Ég veit ekki af hverju en ég hallast að því að Gunnar klári hann með hengingu í annarri lotu,“ segir Kavanagh en að klára Jouban þannig yrði flott fyrir Gunnar. „Að hengja mann sem hefur aldrei verið kláraður þannig er yfirlýsing til UFC. Þannig frammistaða ætti að koma Gunna á stórt bardagakvöld í sumar og ef það gengur vel sé ég fram á titilbardaga jafnvel í lok árs,“ segir John Kavanagh. MMA Tengdar fréttir „Hann mun reyna að djöflast á kallinum“ Gunnar Nelson býst ekki við því að Alan Jouban vilji fara í glímu við sig þegar þeir mætast á laugardaginn. 16. mars 2017 19:00 Gunnar svo fámáll að Jouban vissi ekki að hann væri á Twitter Alan Jouban fagnar því að berjast við Gunnar Nelson sem er ekki endalaust rífandi kjaft. 16. mars 2017 15:30 Alan Jouban: Gunnar tók slæma ákvörðun á móti Maia Alan Jouban býst við að Gunnar Nelson taki skynsamari ákvörðun á móti sér en hann gerði á móti Demian Maia. 16. mars 2017 19:30 Tapaði fyrir Gunnari og er nú horfinn af lista UFC Brandon Thatch þótti spennandi bardagamaður í UFC áður en Gunnar Nelson slökkti á honum sumarið 2015. 16. mars 2017 17:00 Jouban: Ég sparka svo fast að ég kemst ekki í skóna í viku eftir hvern bardaga Hættulegasta vopn Alans Joubans sem Gunnar Nelson mætir á laugardaginn eru eitruð spörk. 16. mars 2017 16:30 Gunnar: Jouban svo huggulegur að ég veit ekki hvort ég hef það í mér að slá hann í andlitið Alan Jouban, næsti mótherji Gunnars Nelson, sinnir módelstörfum í hjáverkum. 16. mars 2017 14:30 Búrið: Pungspörkin hjá Jouban eru óþolandi Sérstakur upphitunarþáttur fyrir bardaga Gunnars Nelson og Alan Jouban, Búrið, er á dagskrá Stöðvar 2 Sport í kvöld. 16. mars 2017 12:00 Dana: Það verður af þessum bardaga Bardagi Floyd Mayweather og Conor MGregor verður líklegri með hverjum deginum og nú hefur forseti UFC, Dana White, sagt að hann telji að það verði af bardaganum. 16. mars 2017 11:30 Mest stressaður þegar Gunni berst Jón Viðar Arnþórsson, formaður Mjölnis og góðvinur Gunnars Nelson, stendur ávallt við búrið þegar Gunnar berst. Hann segir Gunnar vera bestu auglýsingu sem í boði er fyrir Mjölni sem hefur farið úr litlum sal í höll á tæpum áratug. 16. mars 2017 06:00 Kavanagh mættur til London og fór beint í gólfið með Gunnari | Myndir John Kavanagh, þjálfari Gunnars Nelson, lenti í London í gær og tók æfingu með sínum manni á hótelinu. 16. mars 2017 10:30 Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Fleiri fréttir Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Viggó færir sig um set á nýju ári Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Fyrsta liðið til að fá ekki á sig stig og sæti í úrslitakeppninni tryggt Músaskítur í leikhúsi draumanna Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Fótbrotnaði í fyrra, varð fyrir skotárás í vor og var að slíta krossband Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Sjá meira
Írinn John Kavanagh hefur þjálfað Gunnar Nelson í að verða áratug eða síðan hann sá Gunnar ungan sýna listir sínar í í brasilísku jiu-jitsu í gamla Mjölnishúsinu í slippnum. Kavanagh hefur alltaf haft óbilandi trú á Gunnari og segir það ekki skipta máli að Gunnar hefur ekki barist í tíu mánuði. Gunnar mætir Bandaríkjamanninum Alan Jouban í O2-höllinni í London á UFC-bardagakvöldi á laugardaginn. „Gunnar hefur verið á fullu í bardagaíþróttum síðan hann var lítill strákur. Þegar hann er ekki að berjast er hann samt alltaf á fullu að æfa þannig að þótt hann hafi ekki verið að keppa hefur það engin áhrif á hann,“ segir Kavanagh sem kom til London á miðvikudaginn og tók þá æfingu með Gunnari.Líktu eftir Jouban Hinn 34 ára gamli Alan Jouban er búinn að vinna þrjá bardaga í röð og getur með sigri á Gunnari komist inn á styrkleikalistann í veltivigtinni. Gunnar er talinn sigurstranglegri og á að vera með fleiri vopn í vopnabúrinu en Jouban má ekki vanmeta og það gerir Írinn ekki. „Jouban er góður standandi en hann er „southpaw“ sem þýðir að hann stendur öfugt á miðað við aðra. Hann er búinn að vinna þrjá í röð og kemur fullur sjálfstrausts inn í þennan bardaga. Hann er góður að slá frá sér þegar hann stendur og er bara UFC-bardagamaður. Það kemst enginn inn í UFC án þess að vera góður í öllu þannig að hann hefur svo sannarlega sín vopn,“ segir Kavanagh.Sjá einnig:„Hann mun reyna að djöflast á kallinum“ Írinn var nýmættur til London þegar Fréttablaðið hitti á hann á hóteli í fjármálahverfinu. Hann fór strax að skipuleggja æfingu fyrir sig og Gunna og það sem gera skal í vikunni. Hann stýrði hluta undirbúnings Gunnars í Dyflinni en Gunnar er sérstaklega að undirbúa sig fyrir spörkin hans Alans Jouban. Eða hvað? „Bæði og,“ segir Kavanagh. „Gunni og eins liðsfélagi hans, Conor McGregor, eru vanir því að fá alltaf nýjan mótherja með skömmum fyrirvara. Maður þarf auðvitað að skoða mótherjann vel en það má ekki gleyma sér í því að undirbúa sig sérstaklega fyrir hann. Það getur allt breyst með skömmum fyrirvara en nú stefnir allt í að af þessum bardaga verði.“ Gunnar fékk samt stráka til að líkja eftir Jouban í Dyflinni: „Það voru tveir ansi flottir og sterkir strákar sem Gunni æfði á móti sem eru „southpaw“ á Írlandi. Þeir settu upp æfingu sem var eins og bardagi við Jouban fyrir Gunnar. Honum gekk vel á móti þeim og ég held að þessi stíll henti honum vel,“ segir Kavanagh.Klárar Jouban í annarri Kavanagh er alveg klár á því að Gunnar hafi betur á móti Jouban. Sannfærandi sigur gæti komið Gunna á stórt bardagakvöld innan skamms tíma og til þess horfir Írinn. Hann hefur áður lýst því yfir að Gunnar sé nógu góður til að verða heimsmeistari og hann sér fram á titilbardaga í lok árs ef allt gengur vel. Fyrst þarf samt að klára bardagann á laugardaginn.Sjá einnig:Alan Jouban: Gunnar tók slæma ákvörðun á móti Maia „Við megum ekki gleyma því hversu góður Jouban er. Hann hefur aldrei verið kláraður með hengingartaki í 16 atvinnubardögum. Hann hefur sýnt að hann er góður í gólfinu en hann hefur vissulega aldrei barist við Gunna. Ég veit ekki af hverju en ég hallast að því að Gunnar klári hann með hengingu í annarri lotu,“ segir Kavanagh en að klára Jouban þannig yrði flott fyrir Gunnar. „Að hengja mann sem hefur aldrei verið kláraður þannig er yfirlýsing til UFC. Þannig frammistaða ætti að koma Gunna á stórt bardagakvöld í sumar og ef það gengur vel sé ég fram á titilbardaga jafnvel í lok árs,“ segir John Kavanagh.
MMA Tengdar fréttir „Hann mun reyna að djöflast á kallinum“ Gunnar Nelson býst ekki við því að Alan Jouban vilji fara í glímu við sig þegar þeir mætast á laugardaginn. 16. mars 2017 19:00 Gunnar svo fámáll að Jouban vissi ekki að hann væri á Twitter Alan Jouban fagnar því að berjast við Gunnar Nelson sem er ekki endalaust rífandi kjaft. 16. mars 2017 15:30 Alan Jouban: Gunnar tók slæma ákvörðun á móti Maia Alan Jouban býst við að Gunnar Nelson taki skynsamari ákvörðun á móti sér en hann gerði á móti Demian Maia. 16. mars 2017 19:30 Tapaði fyrir Gunnari og er nú horfinn af lista UFC Brandon Thatch þótti spennandi bardagamaður í UFC áður en Gunnar Nelson slökkti á honum sumarið 2015. 16. mars 2017 17:00 Jouban: Ég sparka svo fast að ég kemst ekki í skóna í viku eftir hvern bardaga Hættulegasta vopn Alans Joubans sem Gunnar Nelson mætir á laugardaginn eru eitruð spörk. 16. mars 2017 16:30 Gunnar: Jouban svo huggulegur að ég veit ekki hvort ég hef það í mér að slá hann í andlitið Alan Jouban, næsti mótherji Gunnars Nelson, sinnir módelstörfum í hjáverkum. 16. mars 2017 14:30 Búrið: Pungspörkin hjá Jouban eru óþolandi Sérstakur upphitunarþáttur fyrir bardaga Gunnars Nelson og Alan Jouban, Búrið, er á dagskrá Stöðvar 2 Sport í kvöld. 16. mars 2017 12:00 Dana: Það verður af þessum bardaga Bardagi Floyd Mayweather og Conor MGregor verður líklegri með hverjum deginum og nú hefur forseti UFC, Dana White, sagt að hann telji að það verði af bardaganum. 16. mars 2017 11:30 Mest stressaður þegar Gunni berst Jón Viðar Arnþórsson, formaður Mjölnis og góðvinur Gunnars Nelson, stendur ávallt við búrið þegar Gunnar berst. Hann segir Gunnar vera bestu auglýsingu sem í boði er fyrir Mjölni sem hefur farið úr litlum sal í höll á tæpum áratug. 16. mars 2017 06:00 Kavanagh mættur til London og fór beint í gólfið með Gunnari | Myndir John Kavanagh, þjálfari Gunnars Nelson, lenti í London í gær og tók æfingu með sínum manni á hótelinu. 16. mars 2017 10:30 Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Fleiri fréttir Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Viggó færir sig um set á nýju ári Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Fyrsta liðið til að fá ekki á sig stig og sæti í úrslitakeppninni tryggt Músaskítur í leikhúsi draumanna Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Fótbrotnaði í fyrra, varð fyrir skotárás í vor og var að slíta krossband Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Sjá meira
„Hann mun reyna að djöflast á kallinum“ Gunnar Nelson býst ekki við því að Alan Jouban vilji fara í glímu við sig þegar þeir mætast á laugardaginn. 16. mars 2017 19:00
Gunnar svo fámáll að Jouban vissi ekki að hann væri á Twitter Alan Jouban fagnar því að berjast við Gunnar Nelson sem er ekki endalaust rífandi kjaft. 16. mars 2017 15:30
Alan Jouban: Gunnar tók slæma ákvörðun á móti Maia Alan Jouban býst við að Gunnar Nelson taki skynsamari ákvörðun á móti sér en hann gerði á móti Demian Maia. 16. mars 2017 19:30
Tapaði fyrir Gunnari og er nú horfinn af lista UFC Brandon Thatch þótti spennandi bardagamaður í UFC áður en Gunnar Nelson slökkti á honum sumarið 2015. 16. mars 2017 17:00
Jouban: Ég sparka svo fast að ég kemst ekki í skóna í viku eftir hvern bardaga Hættulegasta vopn Alans Joubans sem Gunnar Nelson mætir á laugardaginn eru eitruð spörk. 16. mars 2017 16:30
Gunnar: Jouban svo huggulegur að ég veit ekki hvort ég hef það í mér að slá hann í andlitið Alan Jouban, næsti mótherji Gunnars Nelson, sinnir módelstörfum í hjáverkum. 16. mars 2017 14:30
Búrið: Pungspörkin hjá Jouban eru óþolandi Sérstakur upphitunarþáttur fyrir bardaga Gunnars Nelson og Alan Jouban, Búrið, er á dagskrá Stöðvar 2 Sport í kvöld. 16. mars 2017 12:00
Dana: Það verður af þessum bardaga Bardagi Floyd Mayweather og Conor MGregor verður líklegri með hverjum deginum og nú hefur forseti UFC, Dana White, sagt að hann telji að það verði af bardaganum. 16. mars 2017 11:30
Mest stressaður þegar Gunni berst Jón Viðar Arnþórsson, formaður Mjölnis og góðvinur Gunnars Nelson, stendur ávallt við búrið þegar Gunnar berst. Hann segir Gunnar vera bestu auglýsingu sem í boði er fyrir Mjölni sem hefur farið úr litlum sal í höll á tæpum áratug. 16. mars 2017 06:00
Kavanagh mættur til London og fór beint í gólfið með Gunnari | Myndir John Kavanagh, þjálfari Gunnars Nelson, lenti í London í gær og tók æfingu með sínum manni á hótelinu. 16. mars 2017 10:30