Formaður ÍTR segir íþróttafélög þurfa að koma til móts við foreldra Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 16. mars 2017 21:46 Umboðsmaður barna segir börn eiga að geta stundað íþróttir óháð efnahag og hvetur íþróttafélög til að taka samtalið við foreldra til að tryggja þau réttindi. Formaður ÍTR segir íþróttafélög þurfa að koma til móts við foreldra og skoða hvort kaupa þurfi dýrasta íþróttabúnaðinn. Í fréttum Stöðvar tvö í gær var sagt frá systrum sem æfa fimleika með Fjölni en fengu ekki að keppa á fimleikamóti því þær áttu ekki nýjustu keppnisgallana - sem kosta fimmtíu þúsund krónur stykkið. Formaður Fjölnis sagði dýrt að vera í afrekshópi og foreldrar í vandræðum geti leitað til borgarinnar. Formaður ÍTR segir það mikinn misskilning enda séu sérstakir tómstundastyrkir eingöngu fyrir þá sem eru á sérstakri fjárhagsaðstoð hjá borginni. Hann segir öll börn eiga að geta stundað sína íþrótt óháð efnahag og borgin muni ræða við Íþróttabandalag Reykjavíkur um hvernig hægt verði að tryggja það betur. Fyrsta skrefið sé þó að taka upp þráðinn með íþróttafélaginu. „Þetta er alltaf spurning um þurfum við að kaupa dýrustu búningana eða ekki og hvað getur íþróttafélagið gert til að koma til móts við foreldrana í þessum efnum. Ég ímynda mér að búningar sem kosta 50 þúsund kall séu ekki ódýrasta lausning, og ég er ekki að tala fyrir því að við tökum alltaf það ódýrasta og lélegasta, en ég er alveg sannfærður um það að það sé hægt að gera betri díla.“ Framkvæmdastjóri Fimleikasambands Íslands segir engar reglur gilda um hve dýrir búningar séu - eingöngu að liðin séu í eins búningum á mótum. Fjórða hver stúlka undir átján ára aldri æfi fimleika og vilji sambandsins sé að fimleikar séu fyrir alla. „Ég held að þetta sé svolítið tækifæri fyrir okkur sem samfélag að taka þessa umræðu í íþróttum yfir höfuð, alls staðar, og kannski bara hvernig er samfélagið sem við erum búin að búa til. Viljum við hafa það svona? Það er allt í lagi að ræða það, það er allt í lagi að velta því upp og við munum klárlega gera það innan fimleikahreyfingarinnar og eiga samtalið.“ Umboðsmaður barna segir engan vafa leika á um réttindi barna. „Ég vil leggja höfuðáherslu á það að börn geti notið íþrótta og tómstunda óháð efnahag og það eru bara ein af þeim réttindum sem börn hafa.“ Margrét segir íþróttafélögin þurfa að vera vakandi fyrir þessum réttindum. „Það er mikilvægt að það sé samtal sem á sér stað innan íþróttahreyfingarinnar og við foreldrana og börnin og hvernig við getum stuðlað að því að allir geti verið með.“ Tengdar fréttir Borgin segir ummæli formanns Fjölnis um búningakaup óheppileg Formaður Fjölnis sagði fjölskyldur geta leitað til borgarinnar til þess að festa kaup á sérstökum keppnisbúningum. 16. mars 2017 13:53 Fá ekki að keppa ef þær eiga ekki 50 þúsund króna fimleikabúning Systur í fimleikafélaginu Fjölni fengu ekki leyfi til að keppa á móti því þær áttu ekki nýjustu keppnisbúningana sem kosta tæplega fimmtíu þúsund krónur. Formaður Fjölnis segir félagið fylgja jafnræðisreglu og því fái ekki sumir lánað á meðan aðrir þurfi að kaupa búninga. 15. mars 2017 19:00 Fimleikasambandið: „Það er dýrt að vera í íþróttum“ Tvær fjórtán ára stúlkur fengu ekki að taka þátt í fimleikamóti því þær áttu ekki nýjustu keppnisbúningana. 16. mars 2017 12:00 Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Innlent Fleiri fréttir Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sjá meira
Umboðsmaður barna segir börn eiga að geta stundað íþróttir óháð efnahag og hvetur íþróttafélög til að taka samtalið við foreldra til að tryggja þau réttindi. Formaður ÍTR segir íþróttafélög þurfa að koma til móts við foreldra og skoða hvort kaupa þurfi dýrasta íþróttabúnaðinn. Í fréttum Stöðvar tvö í gær var sagt frá systrum sem æfa fimleika með Fjölni en fengu ekki að keppa á fimleikamóti því þær áttu ekki nýjustu keppnisgallana - sem kosta fimmtíu þúsund krónur stykkið. Formaður Fjölnis sagði dýrt að vera í afrekshópi og foreldrar í vandræðum geti leitað til borgarinnar. Formaður ÍTR segir það mikinn misskilning enda séu sérstakir tómstundastyrkir eingöngu fyrir þá sem eru á sérstakri fjárhagsaðstoð hjá borginni. Hann segir öll börn eiga að geta stundað sína íþrótt óháð efnahag og borgin muni ræða við Íþróttabandalag Reykjavíkur um hvernig hægt verði að tryggja það betur. Fyrsta skrefið sé þó að taka upp þráðinn með íþróttafélaginu. „Þetta er alltaf spurning um þurfum við að kaupa dýrustu búningana eða ekki og hvað getur íþróttafélagið gert til að koma til móts við foreldrana í þessum efnum. Ég ímynda mér að búningar sem kosta 50 þúsund kall séu ekki ódýrasta lausning, og ég er ekki að tala fyrir því að við tökum alltaf það ódýrasta og lélegasta, en ég er alveg sannfærður um það að það sé hægt að gera betri díla.“ Framkvæmdastjóri Fimleikasambands Íslands segir engar reglur gilda um hve dýrir búningar séu - eingöngu að liðin séu í eins búningum á mótum. Fjórða hver stúlka undir átján ára aldri æfi fimleika og vilji sambandsins sé að fimleikar séu fyrir alla. „Ég held að þetta sé svolítið tækifæri fyrir okkur sem samfélag að taka þessa umræðu í íþróttum yfir höfuð, alls staðar, og kannski bara hvernig er samfélagið sem við erum búin að búa til. Viljum við hafa það svona? Það er allt í lagi að ræða það, það er allt í lagi að velta því upp og við munum klárlega gera það innan fimleikahreyfingarinnar og eiga samtalið.“ Umboðsmaður barna segir engan vafa leika á um réttindi barna. „Ég vil leggja höfuðáherslu á það að börn geti notið íþrótta og tómstunda óháð efnahag og það eru bara ein af þeim réttindum sem börn hafa.“ Margrét segir íþróttafélögin þurfa að vera vakandi fyrir þessum réttindum. „Það er mikilvægt að það sé samtal sem á sér stað innan íþróttahreyfingarinnar og við foreldrana og börnin og hvernig við getum stuðlað að því að allir geti verið með.“
Tengdar fréttir Borgin segir ummæli formanns Fjölnis um búningakaup óheppileg Formaður Fjölnis sagði fjölskyldur geta leitað til borgarinnar til þess að festa kaup á sérstökum keppnisbúningum. 16. mars 2017 13:53 Fá ekki að keppa ef þær eiga ekki 50 þúsund króna fimleikabúning Systur í fimleikafélaginu Fjölni fengu ekki leyfi til að keppa á móti því þær áttu ekki nýjustu keppnisbúningana sem kosta tæplega fimmtíu þúsund krónur. Formaður Fjölnis segir félagið fylgja jafnræðisreglu og því fái ekki sumir lánað á meðan aðrir þurfi að kaupa búninga. 15. mars 2017 19:00 Fimleikasambandið: „Það er dýrt að vera í íþróttum“ Tvær fjórtán ára stúlkur fengu ekki að taka þátt í fimleikamóti því þær áttu ekki nýjustu keppnisbúningana. 16. mars 2017 12:00 Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Innlent Fleiri fréttir Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sjá meira
Borgin segir ummæli formanns Fjölnis um búningakaup óheppileg Formaður Fjölnis sagði fjölskyldur geta leitað til borgarinnar til þess að festa kaup á sérstökum keppnisbúningum. 16. mars 2017 13:53
Fá ekki að keppa ef þær eiga ekki 50 þúsund króna fimleikabúning Systur í fimleikafélaginu Fjölni fengu ekki leyfi til að keppa á móti því þær áttu ekki nýjustu keppnisbúningana sem kosta tæplega fimmtíu þúsund krónur. Formaður Fjölnis segir félagið fylgja jafnræðisreglu og því fái ekki sumir lánað á meðan aðrir þurfi að kaupa búninga. 15. mars 2017 19:00
Fimleikasambandið: „Það er dýrt að vera í íþróttum“ Tvær fjórtán ára stúlkur fengu ekki að taka þátt í fimleikamóti því þær áttu ekki nýjustu keppnisbúningana. 16. mars 2017 12:00