Sport

Jouban: Ég sparka svo fast að ég kemst ekki í skóna í viku eftir hvern bardaga

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Bandaríkjamaðurinn Alan Jouban fagnar því að berjast við Gunnar Nelson á UFC-bardagakvöldinu í O2-höllinni í London á laugardaginn. Hann er búinn að vinna þrjá bardaga í röð og fannst kominn tími til að hann fengi að berjast við alvöru nafn.

Hann segist hafa valið þennan bardaga vel þó hann hafi reyndar verið sá fimmti sem var talað við þegar UFC var að leita að bardaga fyrir Gunnar. Það var þrennt sem hann horfði til og það gekk allt upp.

Sjá einnig:Gunnar svo fámáll að Jouban vissi ekki að hann væri á Twitter

„Mér fannst ég eiga að fá þennan bardaga fyrir nokkru síðan þannig að þetta tók sinn tíma. Ég vildi passa upp á næsta bardaga og sagði UFC að ég vildi fá alvöru nafn, mann á styrkleikalistanum eða einn stærsta bardagann á einhverju kvöldi. Ég fékk eiginlega allt þrennt,“ sagði Jouban sáttur við Vísi á fjölmiðladegi UFC í London í dag.

Hættulegasta vopn Joubans eru eitruð spörk hans. Hann segist ekki sparka bara til þess að sparka heldur með þeim tilgangi að meiða menn og ganga frá þeim. Reyndar meiðir hann sig stundum mest á þessum spörkum.

„Gunnar klárar 90 prósent bardaga sinna með hengingartaki en ég sparka menn til óbóta. Það er það sem ég geri. Ég er alveg farinn í fótunum eftir hvern bardaga og get varla farið í skóna í viku eftir að ég er búinn að berjast því fæturnir eru svo bólgnir. Ég reyni að brjóta bein þegar að ég sparka,“ sagði Alan Jouban.

Ekki missa af neinu tengdu bardaga Gunnars Nelson og Alan Jouban. Vísir er í London og færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af Gunnari og bardagakvöldinu í O2-höllinni á laugardaginn. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).

MMA

Tengdar fréttir

Mest stressaður þegar Gunni berst

Jón Viðar Arnþórsson, formaður Mjölnis og góðvinur Gunnars Nelson, stendur ávallt við búrið þegar Gunnar berst. Hann segir Gunnar vera bestu auglýsingu sem í boði er fyrir Mjölni sem hefur farið úr litlum sal í höll á tæpum áratug.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×