Gunnar: Jouban svo huggulegur að ég veit ekki hvort ég hef það í mér að slá hann í andlitið Tómas Þór Þórðarson skrifar 16. mars 2017 14:30 Gunnar Nelson og Alan Jouban mættust í dag. vísir/björgvin harðarson Gunnar Nelson var manna vinsælastur á fjölmiðladegi UFC fyrir bardagakvöldið í London á laugardaginn þar sem hann mætir Bandaríkjamanninum Alan Jouban eftir tíu mánaða fjarveru frá búrinu. Lengsta röðin myndaðist við básinn hjá Gunnari og var hann enn í viðtölum þegar allir aðrir voru farnir heim. Hann sinnti viðtölunum eins og fagmaður þó þessi dagur sé ekki í miklu uppáhaldi hjá honum. Allir bardagakapparnir sem eigast við á laugardaginn mættust í dag fyrir myndatöku og var afskaplega skondið að sjá þá Gunnar og Jouban saman á sviðinu. Jouban er glæsilegt eintak af manni og sinnir módelstörfum samhliða því að berja á mönnum í UFC. Hann mætti eins og klipptur út úr tískuriti í dag á meðan Gunnar var í gráum joggingbuxum með hárið ógreitt. Gunnar hafði húmor fyrir muninum á þeim tveim enda var stressið ekki að fara með Gunnar frekar en fyrri daginn. „Hann er náttúrlega Versace-módel - helvíti huggulegur. Ég veit ekki hvort maður hefur það í sér að vera að slá hann of mikið í andlitið og eyðileggja eitthvað meira fyrir honum en bara UFC-ferilinn. Það er kannski óþarfi,“ sagði Gunnar Nelson skælbrosandi við Vísi í dag.Ekki missa af neinu tengdu bardaga Gunnars Nelson og Alan Jouban. Vísir er í London og færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af Gunnari og bardagakvöldinu í O2-höllinni á laugardaginn. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).vísir/björgvin harðarson MMA Tengdar fréttir Tapaði fyrir Gunnari og er nú horfinn af lista UFC Brandon Thatch þótti spennandi bardagamaður í UFC áður en Gunnar Nelson slökkti á honum sumarið 2015. 16. mars 2017 17:00 Búrið: Pungspörkin hjá Jouban eru óþolandi Sérstakur upphitunarþáttur fyrir bardaga Gunnars Nelson og Alan Jouban, Búrið, er á dagskrá Stöðvar 2 Sport í kvöld. 16. mars 2017 12:00 Mest stressaður þegar Gunni berst Jón Viðar Arnþórsson, formaður Mjölnis og góðvinur Gunnars Nelson, stendur ávallt við búrið þegar Gunnar berst. Hann segir Gunnar vera bestu auglýsingu sem í boði er fyrir Mjölni sem hefur farið úr litlum sal í höll á tæpum áratug. 16. mars 2017 06:00 Kavanagh mættur til London og fór beint í gólfið með Gunnari | Myndir John Kavanagh, þjálfari Gunnars Nelson, lenti í London í gær og tók æfingu með sínum manni á hótelinu. 16. mars 2017 10:30 Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Fleiri fréttir 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Viggó færir sig um set á nýju ári Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Fyrsta liðið til að fá ekki á sig stig og sæti í úrslitakeppninni tryggt Músaskítur í leikhúsi draumanna Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Sjá meira
Gunnar Nelson var manna vinsælastur á fjölmiðladegi UFC fyrir bardagakvöldið í London á laugardaginn þar sem hann mætir Bandaríkjamanninum Alan Jouban eftir tíu mánaða fjarveru frá búrinu. Lengsta röðin myndaðist við básinn hjá Gunnari og var hann enn í viðtölum þegar allir aðrir voru farnir heim. Hann sinnti viðtölunum eins og fagmaður þó þessi dagur sé ekki í miklu uppáhaldi hjá honum. Allir bardagakapparnir sem eigast við á laugardaginn mættust í dag fyrir myndatöku og var afskaplega skondið að sjá þá Gunnar og Jouban saman á sviðinu. Jouban er glæsilegt eintak af manni og sinnir módelstörfum samhliða því að berja á mönnum í UFC. Hann mætti eins og klipptur út úr tískuriti í dag á meðan Gunnar var í gráum joggingbuxum með hárið ógreitt. Gunnar hafði húmor fyrir muninum á þeim tveim enda var stressið ekki að fara með Gunnar frekar en fyrri daginn. „Hann er náttúrlega Versace-módel - helvíti huggulegur. Ég veit ekki hvort maður hefur það í sér að vera að slá hann of mikið í andlitið og eyðileggja eitthvað meira fyrir honum en bara UFC-ferilinn. Það er kannski óþarfi,“ sagði Gunnar Nelson skælbrosandi við Vísi í dag.Ekki missa af neinu tengdu bardaga Gunnars Nelson og Alan Jouban. Vísir er í London og færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af Gunnari og bardagakvöldinu í O2-höllinni á laugardaginn. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).vísir/björgvin harðarson
MMA Tengdar fréttir Tapaði fyrir Gunnari og er nú horfinn af lista UFC Brandon Thatch þótti spennandi bardagamaður í UFC áður en Gunnar Nelson slökkti á honum sumarið 2015. 16. mars 2017 17:00 Búrið: Pungspörkin hjá Jouban eru óþolandi Sérstakur upphitunarþáttur fyrir bardaga Gunnars Nelson og Alan Jouban, Búrið, er á dagskrá Stöðvar 2 Sport í kvöld. 16. mars 2017 12:00 Mest stressaður þegar Gunni berst Jón Viðar Arnþórsson, formaður Mjölnis og góðvinur Gunnars Nelson, stendur ávallt við búrið þegar Gunnar berst. Hann segir Gunnar vera bestu auglýsingu sem í boði er fyrir Mjölni sem hefur farið úr litlum sal í höll á tæpum áratug. 16. mars 2017 06:00 Kavanagh mættur til London og fór beint í gólfið með Gunnari | Myndir John Kavanagh, þjálfari Gunnars Nelson, lenti í London í gær og tók æfingu með sínum manni á hótelinu. 16. mars 2017 10:30 Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Fleiri fréttir 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Viggó færir sig um set á nýju ári Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Fyrsta liðið til að fá ekki á sig stig og sæti í úrslitakeppninni tryggt Músaskítur í leikhúsi draumanna Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Sjá meira
Tapaði fyrir Gunnari og er nú horfinn af lista UFC Brandon Thatch þótti spennandi bardagamaður í UFC áður en Gunnar Nelson slökkti á honum sumarið 2015. 16. mars 2017 17:00
Búrið: Pungspörkin hjá Jouban eru óþolandi Sérstakur upphitunarþáttur fyrir bardaga Gunnars Nelson og Alan Jouban, Búrið, er á dagskrá Stöðvar 2 Sport í kvöld. 16. mars 2017 12:00
Mest stressaður þegar Gunni berst Jón Viðar Arnþórsson, formaður Mjölnis og góðvinur Gunnars Nelson, stendur ávallt við búrið þegar Gunnar berst. Hann segir Gunnar vera bestu auglýsingu sem í boði er fyrir Mjölni sem hefur farið úr litlum sal í höll á tæpum áratug. 16. mars 2017 06:00
Kavanagh mættur til London og fór beint í gólfið með Gunnari | Myndir John Kavanagh, þjálfari Gunnars Nelson, lenti í London í gær og tók æfingu með sínum manni á hótelinu. 16. mars 2017 10:30