Þoldi aldrei að vera leiddur eitthvert Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 15. mars 2017 09:30 "Ég var krónískur óþekktarangi," segir Snorri um sig sem barn. Vísir/GVA „Þó drifkrafturinn og ástríðan sé í gjörningum hjá mér þá er það málverkið sem er ódauðlegt. Svo er það varningur. Verk eru framlenging af listamanninum og fólk vill alltaf eignast part af honum,“ segir listamaðurinn Snorri Ásmundsson sem opnar málverkasýningu klukkan 17 í dag í Gallery O við höfuðstöðvar Orange Project/Regus í Ármúla 4-6 í Reykjavík. Snorri hefur komið víða við á ferlinum og kveðst yfirleitt skotnastur í þeim verkum sem hann sé að fást við hverju sinni. Hann hefur verið í framboði til forseta Íslands og formanns Sjálfstæðisflokksins. Spurður hvort hann líti á slík framboð sem listgjörning svarar hann: „Það er frekar að þau séu flokkuð þannig en að ég setji mig í þær stellingar að ég sé að gera listaverk. Þegar maður er úthrópaður listamaður þá heitir allt list sem maður gerir.“Hefur þá listamaður leyfi til að gera hvað sem er? „Forsendurnar á bak við verknaðinn skipta öllu máli. Gjörningarnir mínir eru allt annað en málverkin en þegar fólk þekkir sögu mína þá sér það tenginguna. Allt hefur með mig og mína upplifun að gera og þegar ég fer í framboð þá á ég í samtali við samfélagið. En mér finnst ég hafa verið svo oft í þessari jarðvist áður og sú upplifun snýst upp í virðingarleysi við viðteknar venjur, stjórnmálaflokka og kerfi.“Hvernig varstu sem krakki? „Ég var krónískur óþekktarangi, eins og nafnið á sýningunni gefur til kynna og þoldi aldrei að vera leiddur eitthvert. Ekki það að ég væri með stöðugt uppistand. Ég var eins og köttur, gerði bara mitt. Sat og teiknaði í tímum í skólanum og þegar kennari spurði mig út í eitthvað þá svaraði ég út í hött.“Í fréttatilkynningu um þessa sýningu kemur fram að þér þyki æðisleg tilfinning að vera besti málari á Íslandi. Koma þau orð frá þínum hjartans innstu rótum eða ertu að grínast? „Ég fæ alls konar skilaboð gegnum Guð og æðri mátt. Þegar ég sest við píanóið þá upplifi ég mig besta píanóleikara í heimi og sama tilfinning grípur mig þegar ég geri myndlist. Ég er tvímælalaust besti performanslistamaður í heimi í dag og tel mig vera meðal fimm bestu málaranna. Það er mín upplifun og trú og vissa.“Þú selur þig þá dýrt, væntanlega? „Já, já. Ég hef það þannig að ef einhver hefur sérstaka ástríðu fyrir að eignast verk eftir mig þá met ég þá ástríðu.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 15. mars 2017. Menning Mest lesið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Khalid kemur út úr skápnum Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira
„Þó drifkrafturinn og ástríðan sé í gjörningum hjá mér þá er það málverkið sem er ódauðlegt. Svo er það varningur. Verk eru framlenging af listamanninum og fólk vill alltaf eignast part af honum,“ segir listamaðurinn Snorri Ásmundsson sem opnar málverkasýningu klukkan 17 í dag í Gallery O við höfuðstöðvar Orange Project/Regus í Ármúla 4-6 í Reykjavík. Snorri hefur komið víða við á ferlinum og kveðst yfirleitt skotnastur í þeim verkum sem hann sé að fást við hverju sinni. Hann hefur verið í framboði til forseta Íslands og formanns Sjálfstæðisflokksins. Spurður hvort hann líti á slík framboð sem listgjörning svarar hann: „Það er frekar að þau séu flokkuð þannig en að ég setji mig í þær stellingar að ég sé að gera listaverk. Þegar maður er úthrópaður listamaður þá heitir allt list sem maður gerir.“Hefur þá listamaður leyfi til að gera hvað sem er? „Forsendurnar á bak við verknaðinn skipta öllu máli. Gjörningarnir mínir eru allt annað en málverkin en þegar fólk þekkir sögu mína þá sér það tenginguna. Allt hefur með mig og mína upplifun að gera og þegar ég fer í framboð þá á ég í samtali við samfélagið. En mér finnst ég hafa verið svo oft í þessari jarðvist áður og sú upplifun snýst upp í virðingarleysi við viðteknar venjur, stjórnmálaflokka og kerfi.“Hvernig varstu sem krakki? „Ég var krónískur óþekktarangi, eins og nafnið á sýningunni gefur til kynna og þoldi aldrei að vera leiddur eitthvert. Ekki það að ég væri með stöðugt uppistand. Ég var eins og köttur, gerði bara mitt. Sat og teiknaði í tímum í skólanum og þegar kennari spurði mig út í eitthvað þá svaraði ég út í hött.“Í fréttatilkynningu um þessa sýningu kemur fram að þér þyki æðisleg tilfinning að vera besti málari á Íslandi. Koma þau orð frá þínum hjartans innstu rótum eða ertu að grínast? „Ég fæ alls konar skilaboð gegnum Guð og æðri mátt. Þegar ég sest við píanóið þá upplifi ég mig besta píanóleikara í heimi og sama tilfinning grípur mig þegar ég geri myndlist. Ég er tvímælalaust besti performanslistamaður í heimi í dag og tel mig vera meðal fimm bestu málaranna. Það er mín upplifun og trú og vissa.“Þú selur þig þá dýrt, væntanlega? „Já, já. Ég hef það þannig að ef einhver hefur sérstaka ástríðu fyrir að eignast verk eftir mig þá met ég þá ástríðu.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 15. mars 2017.
Menning Mest lesið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Khalid kemur út úr skápnum Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira