Yfirvöld í Nepal hófu í gær að ryðja á brott Boudha-neyðarbúðunum í Katmandú en þar hafa þúsundir hafst við eftir jarðskjálfta sem reið yfir landið í apríl 2015.
Íbúum hafði verið gefinn mánaðar fyrirvari til að rýma búðirnar. Mörgum kom aðgerðin á óvart og ruku margir inn á svæðið til að bjarga veraldlegum eigum sínum frá eyðileggingu.
Yfir 9.000 manns fórust í jarðskjálftanum 2015 og hundruð þúsunda heimila eyðilögðust. Alþjóðasamfélagið hefur kvartað yfir seinagangi stjórnvalda í uppbyggingu en yfir fjórir milljarðar dollara söfnuðust til styrktar landinu. Aðeins 250 milljónir af þeim hafa verið nýttar í uppbyggingu.
Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.

