Sport

Kjúklingur og símaviðtöl hjá Gunnari sem gengur vel með niðurskurðinn

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Gunnar Nelson í símaviðtali í dag
Gunnar Nelson í símaviðtali í dag mynd/mjölnir/Sóllilja baltasarsdóttir
Gunnar Nelson, fremsti bardagakappi þjóðarinnar, lenti í London í gær þar sem hann berst á móti Bandaríkjamanninum Alan Jouban á UFC-bardagakvöldi í O2-höllinni á laugardaginn.

Gunnar hefur ekki barist síðan í maí í fyrra þegar hann valtaði yfir Rússann Albert Tumenov í Rotterdam en hann átti að berjast í Dyflinni undir lok síðasta árs. Meiðsli urðu til þess að Gunnar þurfti að hætta við bardagann.

Sjá einnig:Gunnar Nelson mættur til London 

Eins og alltaf þarf Gunnar að sinna fjölmiðlum eins og aðrir bardagakappar en jafnvel aðeins meira núna þar sem bardaginn hans er annar af tveimur aðalbardögum kvöldsins.

Bardagavikan hefst ekki formlega fyrr en á fimmtudaginn þegar fjölmiðlum gefst tækifæri til að spyrja alla keppendur kvöldsins spjörunum úr en í dag var Gunnar í því að svara símaviðtölum.

Þegar gafst stund á milli stríða fór Gunnar út að borða á kjúklingastaðinn vinsæla Nando´s með teyminu sínu og vinum.

Gunnar þarf aðeins að passa hvað hann borðar í þessari viku þar sem hún snýst að stóru leyti um að skera sig niður í rétta vigt áður en hún verður mæld á föstudaginn.

Gunnar hefur aldrei átt í vandræðum með það og samkvæmt upplýsingum Vísis innan úr herbúðum Gunnars gengur niðurskurðurinn mjög vel að þessu sinni.

Ekki missa af neinu tengdu bardaga Gunnars Nelson og Alan Jouban. Vísir er í London og færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af Gunnari og bardagakvöldinu í O2-höllinni á laugardaginn. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).

MMA

Tengdar fréttir

Gunnar Nelson mættur til London

Gunnar Nelson snýr aftur í búrið á laugardaginn þegar hann mætir Alan Jouban í O2-höllinni í Lundúnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×