Lestu fyrsta tölvupóstinn frá nauðgaranum til Þórdísar Stefán Árni Pálsson skrifar 14. mars 2017 10:45 Þórdís og Tom Stranger hafa áður komið fram á fyrirlestri. Skjáskot Tom Stranger nauðgaði Þórdísi Elvu Þorvaldsdóttur þegar hún var sextán ára og hann átján ára skiptinemi hér á landi. Mörgum árum síðar skrifaði Þórdís Tom bréf og lýsti ofbeldinu sem hann beitti hana, í tilraun til að skila skömminni og rjúfa eigin þögn. Hún bjó sig undir neikvæð viðbrögð en fékk þess í stað skilyrðislausa játningu frá Tom, með ósk um að gera upp fortíðina í sameiningu. Þórdís Elva Þorvaldsdóttir og Stranger héldu sameiginlegan TED-fyrirlestur um efni bókar, Handan fyrirgefningar, á dögunum. Fyrirlesturinn skrifuðu þau saman en hann fjallar m.a. um samband þeirra, ofbeldið sem átti sér stað og leiðina að fyrirgefningu.Fyrirlesturinn má sjá hér að neðan.Fyrirlesturinn vakti afar mikla athygli og hefur Þórdís fengið afar mikil viðbrögð. Upp úr stóð póstur frá indverskum dreng sem sagði að fyrirlesturinn hefði breytt viðhorfi sínu til kynferðisofbeldis.Bráðlega kemur út bókin Handan fyrirgefningar og hefur Vísir fengið leyfi til að birta fyrsta svarið í tölvupósti frá Tom og svo tvö brot úr fyrsta kafla bókarinnar eins og sjá má hér að neðan. Brot úr bókinni Handan fyrirgefningarFrá: Thomas Stranger tomsstranger@hotmail.comSent: Laugardagur, 21. maí, 2005 5:38 AMTil: thordiselva@hotmail.comEfni: Orð handa þér Þórdís, ég veit ekki hvar ég á að byrja. Mér rann kalt vatn milli skinns og hörunds þegar pósturinn frá þér birtist í innhólfinu. Minningarnar eru ennþá ljóslifandi. Trúðu mér þegar ég segi að ég hef engu gleymt um það sem ég gerði og að ég vantreysti sjálfum mér fyrir vikið. Ég veit ekki hvernig ég á að svara. Mig langar að segja að ég sé sjúkur (en ég veit að það er rangt), mig langar að segja að þú sért sterk – svo gríðarlega sterk – að geta skrifað mér og rifjað upp atburðarásina og það sem ég gerði þér. Mig langar til að þakka þér fyrir að hata mig ekki, þótt innst inni vildi ég að þú gerðir það. Það væri auðveldara fyrir mig. Mig langar að segja þér, án þess að fara fram á snefil af samúð, að atburðirnir á Íslandi standa skýrt fyrir hugskotssjónum mínum og hafa rifjast upp fyrir mér ótal sinnum, oftast þegar ég er einn með sjálfum mér. Í kjölfarið kemur afneitunin og tilraunir til að fegra sjálfan mig. Síðast en ekki síst vaknar spurningin: „Hver er ég?“ Það hvílir myrkur yfir þessum hluta minninganna. Ég hef gert mitt besta til að bæla þær niður. En þetta snýst ekki um mig. Ef ég get gert eitthvað eða aðstoðað þig á einhvern hátt, þá stendur ekki á mér. Spurningin er hvert leiðin liggur, héðan. Seg þú mér. Tom7 árum og níu mánuðum seinnaDAGUR EITTMARS 2013Klukkan er korter í fimm þegar ég sest inn í leigubíl sem ekur mér að umferðarmiðstöðinni, þar sem ég á bókað sæti í flugrútu. Grásprengdur leigubílstjóri kemur ferðatöskunni fyrir í skottinu með æfðri sveiflu og forvitnast um hvert ég sé að fara. „Til Suður-Afríku,“ segi ég. „Nú, já. Til Jóhannesarborgar?“ „Nei, Höfðaborgar,“ svara ég og finnst svarið ennþá ótrúverðugt, þrátt fyrir margra mánaða aðlögunartíma. Fyrirætlaðir endurfundir hafa tekið sér bólfestu í kollinum á mér, vægast sagt. Þeir enduróma í hverju skrefi þegar ég fer út að skokka; metta ískalt vetrarloftið sem rífur í lungun; vætla út úr þvottapokanum þegar ég þvæ klístraða putta sonar míns á kvöldin. Ég hef reynt af fremsta megni að leiða þá hjá mér þegar ég sef hjá manninum mínum og finn andardrátt hans leika um hálsinn á mér.Enda væru það í hæsta máta óviðeigandi kringumstæður.Um leið og áfangastaðurinn lá fyrir tók ég upp nýtt tímatal – „fyrir eða eftir Höfðaborg“. Síðast þegar ég keypti svitalyktareyði reiknaði ég ósjálfrátt út að ég þyrfti ekki að kaupa nýjan fyrr en „eftir Höfðaborg“. Í gær gætti ég þess að eiga gæðastund með syni mínum „fyrir Höfðaborg“, til að draga úr samviskubitinu yfir því að fara frá honum í tíu daga í þeim tilgangi að fljúga þvert yfir hnöttinn og horfast í augu við mann úr fortíðinni – án þess að hafa minnstu hugmynd um hvort það muni bera tilætlaðan árangur. Ég er ekki viss um að mér finnist foreldrar ungra barna megi taka svona fífldjarfar ákvarðanir. Einmitt þess vegna gaf ég drauminn um fallhlífarstökk upp á bátinn eftir að sonur minn kom undir, svo dæmi sé nefnt. Þó er tilfinningalega áhættan sem fylgir því að fleygja sér út úr flugvél í sjö þúsund feta hæð líklega minni en fylgir fortíðargrufli með manninum sem kollvarpaði lífi mínu. Það var nefnilega ekki ókunnugur brjálæðingur sem klauf tilveruna í tvennt, forðum daga. Sem afþakkaði læknisaðstoð þótt ég væri meðvitundarlítil og með krampakennd uppköst. Sem ákvað þess í stað að nauðga mér í tvo óendanlega klukkutíma. Hann var fyrsti kærastinn minn. [...] Ég kveiki á afþreyingunni í sætisbakinu og fletti í gegnum sjónvarpsþættina. Einn þeirra fjallar um lögregluteymi sem sérhæfir sig í kynferðisbrotum, sem eru undantekningarlaust framin af hættulegum, vopnuðum brjálæðingum. Ég fletti áhugalaus áfram. Búin að afgreiða þessa mýtu, takk fyrir. Þegar ég var sextán ára hélt ég að nauðganir væru framdar af siðblindingjum sem legðu hníf að hálsinum á manni. Ótal sjónvarpsþættir höfðu fest þessa staðalmynd í sessi. Síðar meir, þegar ranghugmyndir mínar byrjuðu að flosna upp og ég áttaði mig á því að mér hafði sannarlega verið nauðgað, var gerandinn fluttur þvert yfir hnöttinn. Eini möguleikinn í stöðunni var að hólfa sársaukann af með tilheyrandi fórnarkostnaði. Níu árum síðar, eftir að hafa stöðugt varpað upp glansmynd af sjálfri mér svo enginn sæi glitta í þjáninguna, var botninum náð. Ég var tuttugu og fimm ára og hafði glímt við átraskanir, áfengisneyslu og sjálfsskaða. Þrátt fyrir aðdáunarverða afrekaskrá vantreysti ég dómgreind minni eftir að hún brást mér svo hrapallega í fyrsta ástarsambandi mínu. Það ól svo af sér efasemdir um allar ákvarðanir mínar, hvort sem þær tengdust atvinnu, samböndum eða sjálfsmyndinni. Ég var í stríði en vissi ekki hver óvinurinn var. Ég treysti engum fyrir fortíð minni og reyndi þess í stað að veita tilfinningunum útrás með því að skrifa. Í vaxandi mæli breyttust dagbækur í ljóð sem urðu að leikritum og áður en langt um leið var ég farin að vekja athygli sem leikskáld. Því fylgdi ómælt frelsi að búa til persónur sem létu allt flakka og sögðu allt sem ég var ófær um að segja sjálf. Og fólk bar virðingu fyrir því sem list, svo ég slapp við óþægilegar spurningar. Í stuttu máli sagt var þetta fullkomið starf fyrir mig. Eða eins nálægt því að vera fullkomið og hugsast gat fyrir manneskju sem lifði tvöföldu lífi, líkt og ég gerði á þessum tíma. Þrátt fyrir átökin innra með mér (eða vegna þeirra, öllu heldur) óx leikritasafn mitt hratt og ferillinn tókst á loft. Í maí 2005 var mér boðið að taka þátt í virtri ráðstefnu í Ástralíu fyrir efnilegustu, ungu leikskáld veraldarinnar. Mig rak í rogastans. Heimaland hans – mannsins sem nauðgaði mér þegar ég var sextán. Vonarneisti kviknaði í brjósti mínu. Er þetta kannski tækifæri fyrir mig til að brjótast út úr búrinu og fá hann til að axla ábyrgð á gjörðum sínum? Hjarta mitt hrökklaðist út í horn, ennþá í sárum eftir síðasta skipti þegar ég reyndi að færa fortíðina í orð með skelfilegum afleiðingum. Ég hneig niður á skrifborðsstól og starði dögum saman á tölvuskjáinn, óviss um hvað ég ætti til bragðs að taka. Að lokum skrapaði ég saman viljastyrk til að senda stuttan, kurteisan tölvupóst um að ég væri væntanleg til Ástralíu í júlí og hvort hann gæti hitt mig á meðan á dvöl minni stæði. Með þandar taugar gekk ég um gólf og spáði fyrir um alls kyns viðbrögð af hans hálfu, allt frá þakklæti til hranalegrar höfnunar. Líklegast þótti mér þó að mér bærist yfirhöfuð ekkert svar. Næstum áratugur var liðinn síðan hann dvaldi á Íslandi sem skiptinemi og ekki ósennilegt að hann hefði skipt um netfang í millitíðinni. Sem betur fer reyndist netfangið vera virkt, en þegar ég opnaði skilaboðin með titrandi, nikótín-flekkuðum fingrum breyttist fögnuður minn í sár vonbrigði. Í skilaboðunum stóð að þar sem hann byggi hinum megin í landinu og væri fastur í vinnu gæti hann ekki hitt mig. Hugrekkið og vonin sem höfðu belgt út hjarta mitt láku út með hraði. Þar fór það. Ég yrði að sætta mig við búrið. En undirmeðvitundin byrjaði víst að hrista rimlana. Nokkrum vikum síðar eigraði ég, útgrátin og tætt eftir rifrildi við ástvin, inn á fáfarið kaffihús. Ég bað gengilbeinuna um penna og gróf litla minnisbók upp úr handtöskunni, í von um að krot í bókina myndi róa taugarnar. Ég gapti af undrun þegar krotið breyttist í bókstafi sem röðuðu sér í setningar og mynduðu mikilvægasta bréf sem ég hef nokkurn tíma skrifað, stílað á geranda minn. Í kjölfar lýsingar á ofbeldinu sem hann beitti mig blöstu við orðin „mig langar að reyna að fyrirgefa þér“. Hvaðan kom þetta? Mér hafði síður en svo verið fyrirgefning í huga. Hugmyndin um að hitta hann í Ástralíu gekk út á að gefa honum nokkur vel valin, hvínandi orð í eyra sem myndu éta sér leið inn í heilann á honum og verða það fyrsta en jafnframt það síðasta sem hann hugsaði um á hverjum degi. Ekki ósvipað þeim veruleika sem hann þvingaði upp á mig. En fyrirgefning? Þótt orðið hafi komið mér í opna skjöldu var það eins og líknandi smyrsl sem dró úr sviðanum innra með mér. Þegar undruninni sleppti gerði ég þá merku uppgötvun að ég hafði loksins fundið lykilinn að búrinu mínu. Einmitt þegar ég hætti að leita. Þetta var ókannað land. Á þeim níu árum sem liðin voru frá nauðguninni hafði ég tekið upp harðlínustefnu gegn þeim sem brugðust trausti mínu og gripið til ráða eins og að senda skít í skókassa til manns sem sveik mig. Auk þess mæltu sérfræðingar í afleiðingum kynferðisofbeldis ekki heldur með uppgjöri af þessu tagi. Margir þeirra ráðlögðu brotaþola að skrifa gerandanum bréf til að færa sársaukann í orð, en eyðileggja síðan bréfið í stað þess að senda það. Samt stóð ég sjálfa mig að því að slá bréfið inn í tölvu þegar ég kom heim. Ég trúði þessu varla upp á mig, enda taldi ég harla ólíklegt að móttakandinn væri reiðubúinn að axla ábyrgð á ofbeldinu sem bréfið lýsti. Af þeim sökum bjó ég mig undir að vera sökuð um misminni, lygar eða að öllu saman yrði hreint og beint afneitað. Þótt þeir væru bæði taugatrekkjandi og fráhrindandi fannst mér allir þessir kostir illskárri en að þagga niður í nýju röddinni minni, sem hafði tranað sér svona dirfskulega fram. Þar sem ég hafði engin fótspor til að feta í ákvað ég að fylgja hjartanu. Tengdar fréttir Saga Þórdísar Elvu og Tom vekur heimsathygli: "Þetta er upphafið á vegferð sem ég vona að leiði til umræðu um ábyrgð“ TED fyrirlestur þeirra Þórdísar Elvu Þovaldsdóttur og Tom Stranger þar sem þau segja frá kynferðisofbeldi sem gerandi og þolandi hefur vakið alheimsathygli. 10. febrúar 2017 11:00 Þórdís Elva og Stranger ekki lengur á dagskrá Aðstandendur ráðstefnunnar segjast þar með vera að bregðast við undirskriftasöfnun þar sem rúmlega tvö þúsund mann mótmæltu því að Stranger skyldi fá að vera á hátíðinni. 9. mars 2017 11:40 Guardian birtir útdrátt úr bók Þórdísar og Tom um kynferðisofbeldi sem gerandi og þolandi Útdrátturinn er birtur á forsíðu netútgáfu The Guardian. 5. mars 2017 10:27 Þórdís Elva svarar fyrir sig: „Fyrirgefningin var aldrei fyrir hann“ Þórdís Elva Þorvaldsdóttir, sem skrifað hefur bók með manninum sem nauðgaði henni á unglingsaldri, Tom Stranger, var gestur í ástralska sjónvarpsþættinum Q&A á mánudaginn. 8. mars 2017 10:38 Vilja ekki að Stranger fái að halda erindi Rétt rúmlega tvö þúsund undirskriftir hafa safnast í undirskriftasöfnun þar sem þess er krafist að Tom Stranger fái ekki að halda erindi á ráðstefnunni Women of the World sem hefst í Lundúnum í næstu viku. 5. mars 2017 14:05 Þórdís Elva og nauðgari hennar stíga fram saman Þórdís Elva Þorvaldsdóttir hefur skrifað nýja bók með manninum sem nauðgaði henni á unglingsaldri, Tom Stranger. 7. febrúar 2017 13:09 Mest lesið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Sjá meira
Tom Stranger nauðgaði Þórdísi Elvu Þorvaldsdóttur þegar hún var sextán ára og hann átján ára skiptinemi hér á landi. Mörgum árum síðar skrifaði Þórdís Tom bréf og lýsti ofbeldinu sem hann beitti hana, í tilraun til að skila skömminni og rjúfa eigin þögn. Hún bjó sig undir neikvæð viðbrögð en fékk þess í stað skilyrðislausa játningu frá Tom, með ósk um að gera upp fortíðina í sameiningu. Þórdís Elva Þorvaldsdóttir og Stranger héldu sameiginlegan TED-fyrirlestur um efni bókar, Handan fyrirgefningar, á dögunum. Fyrirlesturinn skrifuðu þau saman en hann fjallar m.a. um samband þeirra, ofbeldið sem átti sér stað og leiðina að fyrirgefningu.Fyrirlesturinn má sjá hér að neðan.Fyrirlesturinn vakti afar mikla athygli og hefur Þórdís fengið afar mikil viðbrögð. Upp úr stóð póstur frá indverskum dreng sem sagði að fyrirlesturinn hefði breytt viðhorfi sínu til kynferðisofbeldis.Bráðlega kemur út bókin Handan fyrirgefningar og hefur Vísir fengið leyfi til að birta fyrsta svarið í tölvupósti frá Tom og svo tvö brot úr fyrsta kafla bókarinnar eins og sjá má hér að neðan. Brot úr bókinni Handan fyrirgefningarFrá: Thomas Stranger tomsstranger@hotmail.comSent: Laugardagur, 21. maí, 2005 5:38 AMTil: thordiselva@hotmail.comEfni: Orð handa þér Þórdís, ég veit ekki hvar ég á að byrja. Mér rann kalt vatn milli skinns og hörunds þegar pósturinn frá þér birtist í innhólfinu. Minningarnar eru ennþá ljóslifandi. Trúðu mér þegar ég segi að ég hef engu gleymt um það sem ég gerði og að ég vantreysti sjálfum mér fyrir vikið. Ég veit ekki hvernig ég á að svara. Mig langar að segja að ég sé sjúkur (en ég veit að það er rangt), mig langar að segja að þú sért sterk – svo gríðarlega sterk – að geta skrifað mér og rifjað upp atburðarásina og það sem ég gerði þér. Mig langar til að þakka þér fyrir að hata mig ekki, þótt innst inni vildi ég að þú gerðir það. Það væri auðveldara fyrir mig. Mig langar að segja þér, án þess að fara fram á snefil af samúð, að atburðirnir á Íslandi standa skýrt fyrir hugskotssjónum mínum og hafa rifjast upp fyrir mér ótal sinnum, oftast þegar ég er einn með sjálfum mér. Í kjölfarið kemur afneitunin og tilraunir til að fegra sjálfan mig. Síðast en ekki síst vaknar spurningin: „Hver er ég?“ Það hvílir myrkur yfir þessum hluta minninganna. Ég hef gert mitt besta til að bæla þær niður. En þetta snýst ekki um mig. Ef ég get gert eitthvað eða aðstoðað þig á einhvern hátt, þá stendur ekki á mér. Spurningin er hvert leiðin liggur, héðan. Seg þú mér. Tom7 árum og níu mánuðum seinnaDAGUR EITTMARS 2013Klukkan er korter í fimm þegar ég sest inn í leigubíl sem ekur mér að umferðarmiðstöðinni, þar sem ég á bókað sæti í flugrútu. Grásprengdur leigubílstjóri kemur ferðatöskunni fyrir í skottinu með æfðri sveiflu og forvitnast um hvert ég sé að fara. „Til Suður-Afríku,“ segi ég. „Nú, já. Til Jóhannesarborgar?“ „Nei, Höfðaborgar,“ svara ég og finnst svarið ennþá ótrúverðugt, þrátt fyrir margra mánaða aðlögunartíma. Fyrirætlaðir endurfundir hafa tekið sér bólfestu í kollinum á mér, vægast sagt. Þeir enduróma í hverju skrefi þegar ég fer út að skokka; metta ískalt vetrarloftið sem rífur í lungun; vætla út úr þvottapokanum þegar ég þvæ klístraða putta sonar míns á kvöldin. Ég hef reynt af fremsta megni að leiða þá hjá mér þegar ég sef hjá manninum mínum og finn andardrátt hans leika um hálsinn á mér.Enda væru það í hæsta máta óviðeigandi kringumstæður.Um leið og áfangastaðurinn lá fyrir tók ég upp nýtt tímatal – „fyrir eða eftir Höfðaborg“. Síðast þegar ég keypti svitalyktareyði reiknaði ég ósjálfrátt út að ég þyrfti ekki að kaupa nýjan fyrr en „eftir Höfðaborg“. Í gær gætti ég þess að eiga gæðastund með syni mínum „fyrir Höfðaborg“, til að draga úr samviskubitinu yfir því að fara frá honum í tíu daga í þeim tilgangi að fljúga þvert yfir hnöttinn og horfast í augu við mann úr fortíðinni – án þess að hafa minnstu hugmynd um hvort það muni bera tilætlaðan árangur. Ég er ekki viss um að mér finnist foreldrar ungra barna megi taka svona fífldjarfar ákvarðanir. Einmitt þess vegna gaf ég drauminn um fallhlífarstökk upp á bátinn eftir að sonur minn kom undir, svo dæmi sé nefnt. Þó er tilfinningalega áhættan sem fylgir því að fleygja sér út úr flugvél í sjö þúsund feta hæð líklega minni en fylgir fortíðargrufli með manninum sem kollvarpaði lífi mínu. Það var nefnilega ekki ókunnugur brjálæðingur sem klauf tilveruna í tvennt, forðum daga. Sem afþakkaði læknisaðstoð þótt ég væri meðvitundarlítil og með krampakennd uppköst. Sem ákvað þess í stað að nauðga mér í tvo óendanlega klukkutíma. Hann var fyrsti kærastinn minn. [...] Ég kveiki á afþreyingunni í sætisbakinu og fletti í gegnum sjónvarpsþættina. Einn þeirra fjallar um lögregluteymi sem sérhæfir sig í kynferðisbrotum, sem eru undantekningarlaust framin af hættulegum, vopnuðum brjálæðingum. Ég fletti áhugalaus áfram. Búin að afgreiða þessa mýtu, takk fyrir. Þegar ég var sextán ára hélt ég að nauðganir væru framdar af siðblindingjum sem legðu hníf að hálsinum á manni. Ótal sjónvarpsþættir höfðu fest þessa staðalmynd í sessi. Síðar meir, þegar ranghugmyndir mínar byrjuðu að flosna upp og ég áttaði mig á því að mér hafði sannarlega verið nauðgað, var gerandinn fluttur þvert yfir hnöttinn. Eini möguleikinn í stöðunni var að hólfa sársaukann af með tilheyrandi fórnarkostnaði. Níu árum síðar, eftir að hafa stöðugt varpað upp glansmynd af sjálfri mér svo enginn sæi glitta í þjáninguna, var botninum náð. Ég var tuttugu og fimm ára og hafði glímt við átraskanir, áfengisneyslu og sjálfsskaða. Þrátt fyrir aðdáunarverða afrekaskrá vantreysti ég dómgreind minni eftir að hún brást mér svo hrapallega í fyrsta ástarsambandi mínu. Það ól svo af sér efasemdir um allar ákvarðanir mínar, hvort sem þær tengdust atvinnu, samböndum eða sjálfsmyndinni. Ég var í stríði en vissi ekki hver óvinurinn var. Ég treysti engum fyrir fortíð minni og reyndi þess í stað að veita tilfinningunum útrás með því að skrifa. Í vaxandi mæli breyttust dagbækur í ljóð sem urðu að leikritum og áður en langt um leið var ég farin að vekja athygli sem leikskáld. Því fylgdi ómælt frelsi að búa til persónur sem létu allt flakka og sögðu allt sem ég var ófær um að segja sjálf. Og fólk bar virðingu fyrir því sem list, svo ég slapp við óþægilegar spurningar. Í stuttu máli sagt var þetta fullkomið starf fyrir mig. Eða eins nálægt því að vera fullkomið og hugsast gat fyrir manneskju sem lifði tvöföldu lífi, líkt og ég gerði á þessum tíma. Þrátt fyrir átökin innra með mér (eða vegna þeirra, öllu heldur) óx leikritasafn mitt hratt og ferillinn tókst á loft. Í maí 2005 var mér boðið að taka þátt í virtri ráðstefnu í Ástralíu fyrir efnilegustu, ungu leikskáld veraldarinnar. Mig rak í rogastans. Heimaland hans – mannsins sem nauðgaði mér þegar ég var sextán. Vonarneisti kviknaði í brjósti mínu. Er þetta kannski tækifæri fyrir mig til að brjótast út úr búrinu og fá hann til að axla ábyrgð á gjörðum sínum? Hjarta mitt hrökklaðist út í horn, ennþá í sárum eftir síðasta skipti þegar ég reyndi að færa fortíðina í orð með skelfilegum afleiðingum. Ég hneig niður á skrifborðsstól og starði dögum saman á tölvuskjáinn, óviss um hvað ég ætti til bragðs að taka. Að lokum skrapaði ég saman viljastyrk til að senda stuttan, kurteisan tölvupóst um að ég væri væntanleg til Ástralíu í júlí og hvort hann gæti hitt mig á meðan á dvöl minni stæði. Með þandar taugar gekk ég um gólf og spáði fyrir um alls kyns viðbrögð af hans hálfu, allt frá þakklæti til hranalegrar höfnunar. Líklegast þótti mér þó að mér bærist yfirhöfuð ekkert svar. Næstum áratugur var liðinn síðan hann dvaldi á Íslandi sem skiptinemi og ekki ósennilegt að hann hefði skipt um netfang í millitíðinni. Sem betur fer reyndist netfangið vera virkt, en þegar ég opnaði skilaboðin með titrandi, nikótín-flekkuðum fingrum breyttist fögnuður minn í sár vonbrigði. Í skilaboðunum stóð að þar sem hann byggi hinum megin í landinu og væri fastur í vinnu gæti hann ekki hitt mig. Hugrekkið og vonin sem höfðu belgt út hjarta mitt láku út með hraði. Þar fór það. Ég yrði að sætta mig við búrið. En undirmeðvitundin byrjaði víst að hrista rimlana. Nokkrum vikum síðar eigraði ég, útgrátin og tætt eftir rifrildi við ástvin, inn á fáfarið kaffihús. Ég bað gengilbeinuna um penna og gróf litla minnisbók upp úr handtöskunni, í von um að krot í bókina myndi róa taugarnar. Ég gapti af undrun þegar krotið breyttist í bókstafi sem röðuðu sér í setningar og mynduðu mikilvægasta bréf sem ég hef nokkurn tíma skrifað, stílað á geranda minn. Í kjölfar lýsingar á ofbeldinu sem hann beitti mig blöstu við orðin „mig langar að reyna að fyrirgefa þér“. Hvaðan kom þetta? Mér hafði síður en svo verið fyrirgefning í huga. Hugmyndin um að hitta hann í Ástralíu gekk út á að gefa honum nokkur vel valin, hvínandi orð í eyra sem myndu éta sér leið inn í heilann á honum og verða það fyrsta en jafnframt það síðasta sem hann hugsaði um á hverjum degi. Ekki ósvipað þeim veruleika sem hann þvingaði upp á mig. En fyrirgefning? Þótt orðið hafi komið mér í opna skjöldu var það eins og líknandi smyrsl sem dró úr sviðanum innra með mér. Þegar undruninni sleppti gerði ég þá merku uppgötvun að ég hafði loksins fundið lykilinn að búrinu mínu. Einmitt þegar ég hætti að leita. Þetta var ókannað land. Á þeim níu árum sem liðin voru frá nauðguninni hafði ég tekið upp harðlínustefnu gegn þeim sem brugðust trausti mínu og gripið til ráða eins og að senda skít í skókassa til manns sem sveik mig. Auk þess mæltu sérfræðingar í afleiðingum kynferðisofbeldis ekki heldur með uppgjöri af þessu tagi. Margir þeirra ráðlögðu brotaþola að skrifa gerandanum bréf til að færa sársaukann í orð, en eyðileggja síðan bréfið í stað þess að senda það. Samt stóð ég sjálfa mig að því að slá bréfið inn í tölvu þegar ég kom heim. Ég trúði þessu varla upp á mig, enda taldi ég harla ólíklegt að móttakandinn væri reiðubúinn að axla ábyrgð á ofbeldinu sem bréfið lýsti. Af þeim sökum bjó ég mig undir að vera sökuð um misminni, lygar eða að öllu saman yrði hreint og beint afneitað. Þótt þeir væru bæði taugatrekkjandi og fráhrindandi fannst mér allir þessir kostir illskárri en að þagga niður í nýju röddinni minni, sem hafði tranað sér svona dirfskulega fram. Þar sem ég hafði engin fótspor til að feta í ákvað ég að fylgja hjartanu.
Tengdar fréttir Saga Þórdísar Elvu og Tom vekur heimsathygli: "Þetta er upphafið á vegferð sem ég vona að leiði til umræðu um ábyrgð“ TED fyrirlestur þeirra Þórdísar Elvu Þovaldsdóttur og Tom Stranger þar sem þau segja frá kynferðisofbeldi sem gerandi og þolandi hefur vakið alheimsathygli. 10. febrúar 2017 11:00 Þórdís Elva og Stranger ekki lengur á dagskrá Aðstandendur ráðstefnunnar segjast þar með vera að bregðast við undirskriftasöfnun þar sem rúmlega tvö þúsund mann mótmæltu því að Stranger skyldi fá að vera á hátíðinni. 9. mars 2017 11:40 Guardian birtir útdrátt úr bók Þórdísar og Tom um kynferðisofbeldi sem gerandi og þolandi Útdrátturinn er birtur á forsíðu netútgáfu The Guardian. 5. mars 2017 10:27 Þórdís Elva svarar fyrir sig: „Fyrirgefningin var aldrei fyrir hann“ Þórdís Elva Þorvaldsdóttir, sem skrifað hefur bók með manninum sem nauðgaði henni á unglingsaldri, Tom Stranger, var gestur í ástralska sjónvarpsþættinum Q&A á mánudaginn. 8. mars 2017 10:38 Vilja ekki að Stranger fái að halda erindi Rétt rúmlega tvö þúsund undirskriftir hafa safnast í undirskriftasöfnun þar sem þess er krafist að Tom Stranger fái ekki að halda erindi á ráðstefnunni Women of the World sem hefst í Lundúnum í næstu viku. 5. mars 2017 14:05 Þórdís Elva og nauðgari hennar stíga fram saman Þórdís Elva Þorvaldsdóttir hefur skrifað nýja bók með manninum sem nauðgaði henni á unglingsaldri, Tom Stranger. 7. febrúar 2017 13:09 Mest lesið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Sjá meira
Saga Þórdísar Elvu og Tom vekur heimsathygli: "Þetta er upphafið á vegferð sem ég vona að leiði til umræðu um ábyrgð“ TED fyrirlestur þeirra Þórdísar Elvu Þovaldsdóttur og Tom Stranger þar sem þau segja frá kynferðisofbeldi sem gerandi og þolandi hefur vakið alheimsathygli. 10. febrúar 2017 11:00
Þórdís Elva og Stranger ekki lengur á dagskrá Aðstandendur ráðstefnunnar segjast þar með vera að bregðast við undirskriftasöfnun þar sem rúmlega tvö þúsund mann mótmæltu því að Stranger skyldi fá að vera á hátíðinni. 9. mars 2017 11:40
Guardian birtir útdrátt úr bók Þórdísar og Tom um kynferðisofbeldi sem gerandi og þolandi Útdrátturinn er birtur á forsíðu netútgáfu The Guardian. 5. mars 2017 10:27
Þórdís Elva svarar fyrir sig: „Fyrirgefningin var aldrei fyrir hann“ Þórdís Elva Þorvaldsdóttir, sem skrifað hefur bók með manninum sem nauðgaði henni á unglingsaldri, Tom Stranger, var gestur í ástralska sjónvarpsþættinum Q&A á mánudaginn. 8. mars 2017 10:38
Vilja ekki að Stranger fái að halda erindi Rétt rúmlega tvö þúsund undirskriftir hafa safnast í undirskriftasöfnun þar sem þess er krafist að Tom Stranger fái ekki að halda erindi á ráðstefnunni Women of the World sem hefst í Lundúnum í næstu viku. 5. mars 2017 14:05
Þórdís Elva og nauðgari hennar stíga fram saman Þórdís Elva Þorvaldsdóttir hefur skrifað nýja bók með manninum sem nauðgaði henni á unglingsaldri, Tom Stranger. 7. febrúar 2017 13:09