Kaup Vodafone á 365 miðlum undirrituð Atli Ísleifsson skrifar 14. mars 2017 08:56 Ingibjörg Pálmadóttir, formaður stjórnar 365 miðla, og Stefán Sigurðsson, forstjóri Vodafone, undirrituðu samninginn í morgunsárið. Vísir/Vilhelm 365 miðlar og Fjarskipti, móðurfélag Vodafone, og hafa undirritað samning um kaup Fjarskipta á öllum eignum og rekstri 365 miðla, að undanskildum eignum er varða útgáfu Fréttablaðsins og tímaritsins Glamour. Hinar keyptu eignir eru meðal annars fjarskipta-, sjónvarps- og útvarpsrekstur 365 miðla auk vefmiðilsins Vísis. „Þann 31. ágúst sl. var tilkynnt um fyrirhuguð kaup Fjarskipta á ljósvakamiðlum og fjarskiptaþjónustu 365 miðla. Áreiðanleikakönnun er nú lokið og kaupsamningur hefur verið undirritaður. Aðilar náðu jafnframt samkomulagi um kaup Fjarskipta á vefmiðlinum Vísi,“ segir í tilkynningu frá 365. „Heildarvirði rekstrareininganna er á bilinu 7.725-7.875 milljónir króna og mun endanlegt virði ráðast af afkomu rekstareininganna fram að afhendingu. Kaupverð verður greitt með hlutabréfum í Fjarskiptum og reiðufé, en kaupandi yfirtekur einnig vaxtaberandi skuldir að fjárhæð 4.600 milljónir króna eða 97% af vaxtaberandi langtímaskuldum 365. Við afhendingu munu allir starfsmenn viðkomandi rekstrareininga færast til Fjarskipta. Sá hluti starfsemi fréttastofu 365 sem snýr að Stöð 2, Bylgjunni og Vísi mun einnig færast yfir til Fjarskipta, sem og hluti starfsfólks á sölu-, þjónustu- og tæknisviðum. Fréttablaðið og tímaritið Glamour verða áfram í eigu 365 miðla og mun starfsemi þeirra miðla ekki taka breytingum. Samhliða viðskiptunum lætur Sævar Freyr Þráinsson, forstjóri 365 miðla, af störfum. Ingibjörg Pálmadóttir, stjórnarformaður 365 miðla og aðaleigandi, mun sinna starfsskyldum forstjóra fram að afhendingu,“ segir ennfremur í tilkynningu 365.Vísir einnig hluti af kaupunum Fréttastofu barst einnig tilkynning frá Fjarskiptum vegna undirritunarinnar þar sem fram kemur að kaupverð sé á bilinu 3.125 til 3.275 milljónir króna. „Helstu sjónvarpsstöðvar eru Stöð 2, Stöð 2 Sport, Stöð 3 og Bíórásin. Helstu útvarpsstöðvar eru Bylgjan, FM957 og X-ið. Fréttastofa 365 miðla, að undanskilinni ritstjórn og rekstri Fréttablaðsins, er hluti hins keypta. Aðilar hafa áður upplýst um gang viðræðna með tilkynningum þann 31. ágúst 2016 og 22. desember 2016. Helsta breytingin frá því sem áður hefur verið tilkynnt er að Vísir og fréttahluti ljósvakamiðla eru nú hluti af kaupunum sem hækkar kaupverð frá áður tilkynntum forsendum. Með viðskiptunum eignast Fjarskipti öflugasta fjölmiðla- og afþreyingarfyrirtækið hér á landi. Velta sameinaðs félags mun nema um 22 milljörðum króna og skila um 5 milljörðum króna í EBITDA þegar samlegðaráhrif eru að fullu komin fram. Með viðskiptunum verður til leiðandi fjarskipta- og fjölmiðlafyrirtæki á Íslandi, sem mun veita yfir 500 manns atvinnu og bjóða upp á fjölbreytt vöruframboð og enn betri þjónustu til sinna viðskiptavina. Samkvæmt áætlun Fjarskipta mun hagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði (EBITDA) hins keypta, með fullum samlegðaráhrifum, nema um 1.750 milljónum króna á ársgrundvelli, en um 60% af þeirri tölu mun koma til vegna áætlaðrar kostnaðarsamlegðar. Ríflega helmingur samlegðaráhrifa er vegna hagkvæmari tæknireksturs hjá sameinuðu félagi. Gert er ráð fyrir að samlegð verði komin fram að fullu innan 12-18 mánaða frá afhendingu. Kaupverð er á bilinu 3.125-3.275 milljónir króna og mun endanlegt kaupverð ráðast af rekstrarárangri hins keypta fram að afhendingu. Kaupverð verður greitt annars vegar með 32.380.952 hlutum í Fjarskiptum á genginu 52,5 krónur á hlut, og hins vegar 1.425-1.575 milljónum króna með reiðufé. Einnig yfirtekur kaupandi vaxtaberandi skuldir að fjárhæð 4.600 milljónir króna. Viðskiptin verða til umfjöllunar á aðalfundi Fjarskipta þann 16. mars næstkomandi, en leitað verður eftir samþykki fundarins fyrir heimild til handa stjórn til að framkvæma hlutafjáraukningu í því skyni að inna af hendi hluta kaupverðsins. Kaupin eru með fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins (og eftir atvikum annarra eftirlitsaðila) og fer afhending fram eftir að samþykki liggur fyrir. Rekstur 365 miðla fram að afhendingu verður með óbreyttu sniði,“ segir í tilkynningu Fjarskipta.Kaupverð er á bilinu 3.125 til 3.275 milljónir króna.Vísir/SigurjónÁnægjulegur og mikilvægur áfangi Í tilkynningu frá 365 miðlum er haft eftir Ingibjörgu Pálmadóttur, formanns stjórnar 365 miðla, að ánægjulegur og mikilvægur áfangi nú vera í höfn. „Við teljum að viðskiptin séu mjög ásættanleg niðurstaða fyrir hluthafa 365 miðla hf. og verði jafnframt starfsfólki og viðskiptavinum 365 til góðs. Sú öfluga starfsemi sem verið er að selja mun vafalaust dafna vel í höndum nýs eiganda. Ég vil þakka Sævari Frey Þráinssyni fyrir samstarfið á síðastliðnum árum og óska honum velfarnaðar á nýjum vettvangi. Nú tekur við bið eftir samþykki eftirlitsstofnana og meðan á henni stendur mun rekstur 365 verða með óbreyttum hætti.”Stærra og öflugra Í tilkynningunni frá Fjarskiptum er haft eftir Stefáni Sigurðssyni, forstjóra Vodafone, að það sé afar ánægjulegt að samkomulag sem hafi náðst um kaup Fjarskipta á ljósvakamiðlum og fjarskiptaþjónustu 365 miðla. „Sameinað félag verður stærra og öflugra og mun auka hagkvæmni og áhættudreifingu í rekstri sem mun gefa okkur færi á að bjóða viðskiptavinum enn betri þjónustu og hagkvæmari verð. EBITDA Fjarskipta mun aukast um 50% eftir að samlegð er komin að fullu fram. Sjónvarpsrekstur, sem hefur verið vaxandi tekjustoð Fjarskipta undanfarin misseri, er stærstur hluti yfirtekins reksturs og starfsmenn sameinaðs félag verða yfir 500. Ljósvakamiðlar verða rekin sem ný og sérstök rekstrareining innan Fjarskipta. Hugmyndin að baki kaupunum er ekki að binda sjónvarpsþjónustu eingöngu við kerfi Fjarskipta enda teljum við mikilvægt að vernda þá grunnreglu að viðskipavinir þurfi ekki að færa sig á milli fjarskiptafyrirtækja til að njóta gæðaefnis. Við berum mikla virðingu fyrir fjölmiðlum 365 og gerum okkur fyllilega grein fyrir ábyrgð okkar þegar kemur að kaupum á fjölmiðli sem rekur eina öflugustu fréttastofu landsins. Við munum haga skipulagi á þann máta að sjálfstæði fréttastofu verði tryggt. Þeir fjölmiðlar sem um ræðir eru mikilvægir fyrir upplýsingamiðlun og menningu á Íslandi og því er það mikið kappsmál fyrir okkur að vanda mjög til verka þegar kemur að rekstri þeirra. Hér er um góðar fréttir að ræða fyrir fjarskipta- og fjölmiðlamarkaðinn, hluthafa Fjarskipta, viðskiptavini beggja fyrirtækja og landsmenn alla.“ Fjölmiðlar Tengdar fréttir Hlutabréf í Vodafone rjúka upp Gengi hlutabréfa í Vodafone hefur hækkað um 4,3 prósent það sem af er degi. 22. desember 2016 14:47 Vodafone kaupir hluta 365 miðla á 6,8 milljarða Aðilar hafa náð samkomulagi um kaupverð á grundvelli fyrirliggjandi upplýsinga úr fyrrgreindri áreiðanleikakönnun og áframhald einkaviðræðna. 22. desember 2016 13:57 Vodafone vill kaupa ljósvakamiðla og fjarskiptaþjónustu 365 Fjarskipti hf. og 365 miðlar hf. hafa undirritað samkomulag um einkaviðræður og helstu forsendur og skilmála kaupsamnings varðandi möguleg kaup á eignum og rekstri ljósvakamiðla og fjarskiptaþjónustu 365 miðla hf. 31. ágúst 2016 09:07 Niðurstöðu úr viðræðum 365 og Vodafone að vænta eftir nokkrar vikur Viðræður ganga vel að sögn forstjóra 365. 16. nóvember 2016 10:26 Mest lesið Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira
365 miðlar og Fjarskipti, móðurfélag Vodafone, og hafa undirritað samning um kaup Fjarskipta á öllum eignum og rekstri 365 miðla, að undanskildum eignum er varða útgáfu Fréttablaðsins og tímaritsins Glamour. Hinar keyptu eignir eru meðal annars fjarskipta-, sjónvarps- og útvarpsrekstur 365 miðla auk vefmiðilsins Vísis. „Þann 31. ágúst sl. var tilkynnt um fyrirhuguð kaup Fjarskipta á ljósvakamiðlum og fjarskiptaþjónustu 365 miðla. Áreiðanleikakönnun er nú lokið og kaupsamningur hefur verið undirritaður. Aðilar náðu jafnframt samkomulagi um kaup Fjarskipta á vefmiðlinum Vísi,“ segir í tilkynningu frá 365. „Heildarvirði rekstrareininganna er á bilinu 7.725-7.875 milljónir króna og mun endanlegt virði ráðast af afkomu rekstareininganna fram að afhendingu. Kaupverð verður greitt með hlutabréfum í Fjarskiptum og reiðufé, en kaupandi yfirtekur einnig vaxtaberandi skuldir að fjárhæð 4.600 milljónir króna eða 97% af vaxtaberandi langtímaskuldum 365. Við afhendingu munu allir starfsmenn viðkomandi rekstrareininga færast til Fjarskipta. Sá hluti starfsemi fréttastofu 365 sem snýr að Stöð 2, Bylgjunni og Vísi mun einnig færast yfir til Fjarskipta, sem og hluti starfsfólks á sölu-, þjónustu- og tæknisviðum. Fréttablaðið og tímaritið Glamour verða áfram í eigu 365 miðla og mun starfsemi þeirra miðla ekki taka breytingum. Samhliða viðskiptunum lætur Sævar Freyr Þráinsson, forstjóri 365 miðla, af störfum. Ingibjörg Pálmadóttir, stjórnarformaður 365 miðla og aðaleigandi, mun sinna starfsskyldum forstjóra fram að afhendingu,“ segir ennfremur í tilkynningu 365.Vísir einnig hluti af kaupunum Fréttastofu barst einnig tilkynning frá Fjarskiptum vegna undirritunarinnar þar sem fram kemur að kaupverð sé á bilinu 3.125 til 3.275 milljónir króna. „Helstu sjónvarpsstöðvar eru Stöð 2, Stöð 2 Sport, Stöð 3 og Bíórásin. Helstu útvarpsstöðvar eru Bylgjan, FM957 og X-ið. Fréttastofa 365 miðla, að undanskilinni ritstjórn og rekstri Fréttablaðsins, er hluti hins keypta. Aðilar hafa áður upplýst um gang viðræðna með tilkynningum þann 31. ágúst 2016 og 22. desember 2016. Helsta breytingin frá því sem áður hefur verið tilkynnt er að Vísir og fréttahluti ljósvakamiðla eru nú hluti af kaupunum sem hækkar kaupverð frá áður tilkynntum forsendum. Með viðskiptunum eignast Fjarskipti öflugasta fjölmiðla- og afþreyingarfyrirtækið hér á landi. Velta sameinaðs félags mun nema um 22 milljörðum króna og skila um 5 milljörðum króna í EBITDA þegar samlegðaráhrif eru að fullu komin fram. Með viðskiptunum verður til leiðandi fjarskipta- og fjölmiðlafyrirtæki á Íslandi, sem mun veita yfir 500 manns atvinnu og bjóða upp á fjölbreytt vöruframboð og enn betri þjónustu til sinna viðskiptavina. Samkvæmt áætlun Fjarskipta mun hagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði (EBITDA) hins keypta, með fullum samlegðaráhrifum, nema um 1.750 milljónum króna á ársgrundvelli, en um 60% af þeirri tölu mun koma til vegna áætlaðrar kostnaðarsamlegðar. Ríflega helmingur samlegðaráhrifa er vegna hagkvæmari tæknireksturs hjá sameinuðu félagi. Gert er ráð fyrir að samlegð verði komin fram að fullu innan 12-18 mánaða frá afhendingu. Kaupverð er á bilinu 3.125-3.275 milljónir króna og mun endanlegt kaupverð ráðast af rekstrarárangri hins keypta fram að afhendingu. Kaupverð verður greitt annars vegar með 32.380.952 hlutum í Fjarskiptum á genginu 52,5 krónur á hlut, og hins vegar 1.425-1.575 milljónum króna með reiðufé. Einnig yfirtekur kaupandi vaxtaberandi skuldir að fjárhæð 4.600 milljónir króna. Viðskiptin verða til umfjöllunar á aðalfundi Fjarskipta þann 16. mars næstkomandi, en leitað verður eftir samþykki fundarins fyrir heimild til handa stjórn til að framkvæma hlutafjáraukningu í því skyni að inna af hendi hluta kaupverðsins. Kaupin eru með fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins (og eftir atvikum annarra eftirlitsaðila) og fer afhending fram eftir að samþykki liggur fyrir. Rekstur 365 miðla fram að afhendingu verður með óbreyttu sniði,“ segir í tilkynningu Fjarskipta.Kaupverð er á bilinu 3.125 til 3.275 milljónir króna.Vísir/SigurjónÁnægjulegur og mikilvægur áfangi Í tilkynningu frá 365 miðlum er haft eftir Ingibjörgu Pálmadóttur, formanns stjórnar 365 miðla, að ánægjulegur og mikilvægur áfangi nú vera í höfn. „Við teljum að viðskiptin séu mjög ásættanleg niðurstaða fyrir hluthafa 365 miðla hf. og verði jafnframt starfsfólki og viðskiptavinum 365 til góðs. Sú öfluga starfsemi sem verið er að selja mun vafalaust dafna vel í höndum nýs eiganda. Ég vil þakka Sævari Frey Þráinssyni fyrir samstarfið á síðastliðnum árum og óska honum velfarnaðar á nýjum vettvangi. Nú tekur við bið eftir samþykki eftirlitsstofnana og meðan á henni stendur mun rekstur 365 verða með óbreyttum hætti.”Stærra og öflugra Í tilkynningunni frá Fjarskiptum er haft eftir Stefáni Sigurðssyni, forstjóra Vodafone, að það sé afar ánægjulegt að samkomulag sem hafi náðst um kaup Fjarskipta á ljósvakamiðlum og fjarskiptaþjónustu 365 miðla. „Sameinað félag verður stærra og öflugra og mun auka hagkvæmni og áhættudreifingu í rekstri sem mun gefa okkur færi á að bjóða viðskiptavinum enn betri þjónustu og hagkvæmari verð. EBITDA Fjarskipta mun aukast um 50% eftir að samlegð er komin að fullu fram. Sjónvarpsrekstur, sem hefur verið vaxandi tekjustoð Fjarskipta undanfarin misseri, er stærstur hluti yfirtekins reksturs og starfsmenn sameinaðs félag verða yfir 500. Ljósvakamiðlar verða rekin sem ný og sérstök rekstrareining innan Fjarskipta. Hugmyndin að baki kaupunum er ekki að binda sjónvarpsþjónustu eingöngu við kerfi Fjarskipta enda teljum við mikilvægt að vernda þá grunnreglu að viðskipavinir þurfi ekki að færa sig á milli fjarskiptafyrirtækja til að njóta gæðaefnis. Við berum mikla virðingu fyrir fjölmiðlum 365 og gerum okkur fyllilega grein fyrir ábyrgð okkar þegar kemur að kaupum á fjölmiðli sem rekur eina öflugustu fréttastofu landsins. Við munum haga skipulagi á þann máta að sjálfstæði fréttastofu verði tryggt. Þeir fjölmiðlar sem um ræðir eru mikilvægir fyrir upplýsingamiðlun og menningu á Íslandi og því er það mikið kappsmál fyrir okkur að vanda mjög til verka þegar kemur að rekstri þeirra. Hér er um góðar fréttir að ræða fyrir fjarskipta- og fjölmiðlamarkaðinn, hluthafa Fjarskipta, viðskiptavini beggja fyrirtækja og landsmenn alla.“
Fjölmiðlar Tengdar fréttir Hlutabréf í Vodafone rjúka upp Gengi hlutabréfa í Vodafone hefur hækkað um 4,3 prósent það sem af er degi. 22. desember 2016 14:47 Vodafone kaupir hluta 365 miðla á 6,8 milljarða Aðilar hafa náð samkomulagi um kaupverð á grundvelli fyrirliggjandi upplýsinga úr fyrrgreindri áreiðanleikakönnun og áframhald einkaviðræðna. 22. desember 2016 13:57 Vodafone vill kaupa ljósvakamiðla og fjarskiptaþjónustu 365 Fjarskipti hf. og 365 miðlar hf. hafa undirritað samkomulag um einkaviðræður og helstu forsendur og skilmála kaupsamnings varðandi möguleg kaup á eignum og rekstri ljósvakamiðla og fjarskiptaþjónustu 365 miðla hf. 31. ágúst 2016 09:07 Niðurstöðu úr viðræðum 365 og Vodafone að vænta eftir nokkrar vikur Viðræður ganga vel að sögn forstjóra 365. 16. nóvember 2016 10:26 Mest lesið Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira
Hlutabréf í Vodafone rjúka upp Gengi hlutabréfa í Vodafone hefur hækkað um 4,3 prósent það sem af er degi. 22. desember 2016 14:47
Vodafone kaupir hluta 365 miðla á 6,8 milljarða Aðilar hafa náð samkomulagi um kaupverð á grundvelli fyrirliggjandi upplýsinga úr fyrrgreindri áreiðanleikakönnun og áframhald einkaviðræðna. 22. desember 2016 13:57
Vodafone vill kaupa ljósvakamiðla og fjarskiptaþjónustu 365 Fjarskipti hf. og 365 miðlar hf. hafa undirritað samkomulag um einkaviðræður og helstu forsendur og skilmála kaupsamnings varðandi möguleg kaup á eignum og rekstri ljósvakamiðla og fjarskiptaþjónustu 365 miðla hf. 31. ágúst 2016 09:07
Niðurstöðu úr viðræðum 365 og Vodafone að vænta eftir nokkrar vikur Viðræður ganga vel að sögn forstjóra 365. 16. nóvember 2016 10:26