Flugvélinni ekið að eldhúsglugganum Kristján Már Unnarsson skrifar 13. mars 2017 22:52 Hámark flugdellunnar á Íslandi gæti verið í Múlakoti í Fljótshlíð en þar byggja menn sumarbústaði við flugbraut og leggja svo akstursbraut fyrir flugvélina beint að eldhúsglugganum. Þetta mátti sjá í fréttum Stöðvar 2 og í þættinum „Um land allt". Flugsagan í Múlakoti hófst raunar fyrir sextíu árum þegar bóndasonurinn Árni Guðmundsson lærði flug en nú er þetta orðið samfélag flugáhugamanna, - manna eins og Einars Dagbjartssonar flugstjóra, sem sýndi okkur hvernig hann getur ekið flugvélinni eftir lendingu beint að bústaðnum og lagt henni fyrir utan eldhúsgluggann. Um tuttugu bústaðir eru risnir á svæðinu við flugvöllinn en búið að skipuleggja áttatíu frístundalóðir fyrir flugáhugamenn. Og Einar vill fá aðra braut neðar á Markarfljótsaurum, - segir vanta stutta þverbraut þar sem norðanáttin geti verið erfið á svæðinu.Tvíþekja frá stríðsárunum, af gerðinni Boeing Stearman, er sú flugvél í Múlakoti sem jafnan vekur mesta athygli en hún er elsta flughæfa vél á landinu, í eigu Erlings Jóhannessonar flugvirkja og flugstjóra, sem varði 20 árum í að gera hana upp. Eiginkona Erlings er Alfhild Nielsen en þau eiga einnig þrjá syni í fluginu og sonarson. Hún var spurð hvort flugið væri ekki peningasuga, - og hvort hver sem er gæti stundað þetta áhugamál: „Jú, jú. Þetta er alveg fyrir hvern sem er, þannig lagað. Það fer bara eftir því í hvað þú notar peningana þína,” svarar Alfhild. Hér má sjá kynningarstiklu þáttarins. Rangárþing eystra Um land allt Tengdar fréttir Múlakot best varðveitta hótelið frá gamalli tíð Hafin er endurreisn gamla bæjarins í Múlakoti í Fljótshlíð en hann er talinn eitt best varðveitta hótel sem til er í landinu frá gamalli tíð. 6. mars 2017 21:30 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Erlent Fleiri fréttir Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Sjá meira
Hámark flugdellunnar á Íslandi gæti verið í Múlakoti í Fljótshlíð en þar byggja menn sumarbústaði við flugbraut og leggja svo akstursbraut fyrir flugvélina beint að eldhúsglugganum. Þetta mátti sjá í fréttum Stöðvar 2 og í þættinum „Um land allt". Flugsagan í Múlakoti hófst raunar fyrir sextíu árum þegar bóndasonurinn Árni Guðmundsson lærði flug en nú er þetta orðið samfélag flugáhugamanna, - manna eins og Einars Dagbjartssonar flugstjóra, sem sýndi okkur hvernig hann getur ekið flugvélinni eftir lendingu beint að bústaðnum og lagt henni fyrir utan eldhúsgluggann. Um tuttugu bústaðir eru risnir á svæðinu við flugvöllinn en búið að skipuleggja áttatíu frístundalóðir fyrir flugáhugamenn. Og Einar vill fá aðra braut neðar á Markarfljótsaurum, - segir vanta stutta þverbraut þar sem norðanáttin geti verið erfið á svæðinu.Tvíþekja frá stríðsárunum, af gerðinni Boeing Stearman, er sú flugvél í Múlakoti sem jafnan vekur mesta athygli en hún er elsta flughæfa vél á landinu, í eigu Erlings Jóhannessonar flugvirkja og flugstjóra, sem varði 20 árum í að gera hana upp. Eiginkona Erlings er Alfhild Nielsen en þau eiga einnig þrjá syni í fluginu og sonarson. Hún var spurð hvort flugið væri ekki peningasuga, - og hvort hver sem er gæti stundað þetta áhugamál: „Jú, jú. Þetta er alveg fyrir hvern sem er, þannig lagað. Það fer bara eftir því í hvað þú notar peningana þína,” svarar Alfhild. Hér má sjá kynningarstiklu þáttarins.
Rangárþing eystra Um land allt Tengdar fréttir Múlakot best varðveitta hótelið frá gamalli tíð Hafin er endurreisn gamla bæjarins í Múlakoti í Fljótshlíð en hann er talinn eitt best varðveitta hótel sem til er í landinu frá gamalli tíð. 6. mars 2017 21:30 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Erlent Fleiri fréttir Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Sjá meira
Múlakot best varðveitta hótelið frá gamalli tíð Hafin er endurreisn gamla bæjarins í Múlakoti í Fljótshlíð en hann er talinn eitt best varðveitta hótel sem til er í landinu frá gamalli tíð. 6. mars 2017 21:30