Flugvélinni ekið að eldhúsglugganum Kristján Már Unnarsson skrifar 13. mars 2017 22:52 Hámark flugdellunnar á Íslandi gæti verið í Múlakoti í Fljótshlíð en þar byggja menn sumarbústaði við flugbraut og leggja svo akstursbraut fyrir flugvélina beint að eldhúsglugganum. Þetta mátti sjá í fréttum Stöðvar 2 og í þættinum „Um land allt". Flugsagan í Múlakoti hófst raunar fyrir sextíu árum þegar bóndasonurinn Árni Guðmundsson lærði flug en nú er þetta orðið samfélag flugáhugamanna, - manna eins og Einars Dagbjartssonar flugstjóra, sem sýndi okkur hvernig hann getur ekið flugvélinni eftir lendingu beint að bústaðnum og lagt henni fyrir utan eldhúsgluggann. Um tuttugu bústaðir eru risnir á svæðinu við flugvöllinn en búið að skipuleggja áttatíu frístundalóðir fyrir flugáhugamenn. Og Einar vill fá aðra braut neðar á Markarfljótsaurum, - segir vanta stutta þverbraut þar sem norðanáttin geti verið erfið á svæðinu.Tvíþekja frá stríðsárunum, af gerðinni Boeing Stearman, er sú flugvél í Múlakoti sem jafnan vekur mesta athygli en hún er elsta flughæfa vél á landinu, í eigu Erlings Jóhannessonar flugvirkja og flugstjóra, sem varði 20 árum í að gera hana upp. Eiginkona Erlings er Alfhild Nielsen en þau eiga einnig þrjá syni í fluginu og sonarson. Hún var spurð hvort flugið væri ekki peningasuga, - og hvort hver sem er gæti stundað þetta áhugamál: „Jú, jú. Þetta er alveg fyrir hvern sem er, þannig lagað. Það fer bara eftir því í hvað þú notar peningana þína,” svarar Alfhild. Hér má sjá kynningarstiklu þáttarins. Rangárþing eystra Um land allt Tengdar fréttir Múlakot best varðveitta hótelið frá gamalli tíð Hafin er endurreisn gamla bæjarins í Múlakoti í Fljótshlíð en hann er talinn eitt best varðveitta hótel sem til er í landinu frá gamalli tíð. 6. mars 2017 21:30 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Innlent Fleiri fréttir Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Sjá meira
Hámark flugdellunnar á Íslandi gæti verið í Múlakoti í Fljótshlíð en þar byggja menn sumarbústaði við flugbraut og leggja svo akstursbraut fyrir flugvélina beint að eldhúsglugganum. Þetta mátti sjá í fréttum Stöðvar 2 og í þættinum „Um land allt". Flugsagan í Múlakoti hófst raunar fyrir sextíu árum þegar bóndasonurinn Árni Guðmundsson lærði flug en nú er þetta orðið samfélag flugáhugamanna, - manna eins og Einars Dagbjartssonar flugstjóra, sem sýndi okkur hvernig hann getur ekið flugvélinni eftir lendingu beint að bústaðnum og lagt henni fyrir utan eldhúsgluggann. Um tuttugu bústaðir eru risnir á svæðinu við flugvöllinn en búið að skipuleggja áttatíu frístundalóðir fyrir flugáhugamenn. Og Einar vill fá aðra braut neðar á Markarfljótsaurum, - segir vanta stutta þverbraut þar sem norðanáttin geti verið erfið á svæðinu.Tvíþekja frá stríðsárunum, af gerðinni Boeing Stearman, er sú flugvél í Múlakoti sem jafnan vekur mesta athygli en hún er elsta flughæfa vél á landinu, í eigu Erlings Jóhannessonar flugvirkja og flugstjóra, sem varði 20 árum í að gera hana upp. Eiginkona Erlings er Alfhild Nielsen en þau eiga einnig þrjá syni í fluginu og sonarson. Hún var spurð hvort flugið væri ekki peningasuga, - og hvort hver sem er gæti stundað þetta áhugamál: „Jú, jú. Þetta er alveg fyrir hvern sem er, þannig lagað. Það fer bara eftir því í hvað þú notar peningana þína,” svarar Alfhild. Hér má sjá kynningarstiklu þáttarins.
Rangárþing eystra Um land allt Tengdar fréttir Múlakot best varðveitta hótelið frá gamalli tíð Hafin er endurreisn gamla bæjarins í Múlakoti í Fljótshlíð en hann er talinn eitt best varðveitta hótel sem til er í landinu frá gamalli tíð. 6. mars 2017 21:30 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Innlent Fleiri fréttir Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Sjá meira
Múlakot best varðveitta hótelið frá gamalli tíð Hafin er endurreisn gamla bæjarins í Múlakoti í Fljótshlíð en hann er talinn eitt best varðveitta hótel sem til er í landinu frá gamalli tíð. 6. mars 2017 21:30