Óvenjulegt bílastæði Finnur Thorlacius skrifar 13. mars 2017 11:05 Líklegt má telja að meiningin hafi ekki verið að leggja þessum bíl þarna, en almennt teljast húsþök ekki góð bílastæði. Hinn óheppni ökumaður þessa Honda CR-V bíls í Taizhou í Kína hafði örugglega í huga að enda bílferð sína annarsstaðar en á þaki þessa húss. Það sem olli veru bílsins á þessum óvenjulega stað, eftir útskýringum ökumannsins, var aðkomandi bíll sem hann þurfti að sveigja fyrir. Með því missti hann stjórn á eigin bíl sem fyrir vikið endaði á þessum óvenjulega stað. Ökumanninum varð ekki meint af en það þurfti stiga til að koma honum ofan af þakinu. Það þurfti svo stóran krana til að koma bílnum ofan af þaki hússins, en allt sést þetta best með því að smella á myndskeiðið hér að ofan. Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent
Líklegt má telja að meiningin hafi ekki verið að leggja þessum bíl þarna, en almennt teljast húsþök ekki góð bílastæði. Hinn óheppni ökumaður þessa Honda CR-V bíls í Taizhou í Kína hafði örugglega í huga að enda bílferð sína annarsstaðar en á þaki þessa húss. Það sem olli veru bílsins á þessum óvenjulega stað, eftir útskýringum ökumannsins, var aðkomandi bíll sem hann þurfti að sveigja fyrir. Með því missti hann stjórn á eigin bíl sem fyrir vikið endaði á þessum óvenjulega stað. Ökumanninum varð ekki meint af en það þurfti stiga til að koma honum ofan af þakinu. Það þurfti svo stóran krana til að koma bílnum ofan af þaki hússins, en allt sést þetta best með því að smella á myndskeiðið hér að ofan.
Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent