Svala hafði mikla yfirburði í einvíginu Birgir Olgeirsson skrifar 13. mars 2017 10:16 Svala Björgvinsdóttir fékk 63 prósent atkvæða í einvígi Söngvakeppni Sjónvarpsins síðastliðið laugardagskvöld. Það var lag Svölu, Paper, og lagið hans Daða Freys Péturssonar, Is This Love?, sem háðu einvígi um að verða framlag Íslendinga í söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision, í Kænugarði í maí næstkomandi. Samkvæmt upplýsingum frá RÚV fékk Svala 63 prósent atkvæða í einvíginu en Daði 37 prósent atkvæða.Efst alls staðar Í fyrri símakosningunni fékk Svala 45.258 atkvæði en Daði 25.195 atkvæði. Svala fékk því 39 prósent atkvæða í fyrri umferðinni en Daði 21 prósent atkvæða. Svala var líka efst ef atkvæði dómnefndar eru talin með og því sigur hennar öruggur.Svala Björgvinsdóttir verður fulltrúi Íslendinga í Eurovision í Kænugarði í maí næstkomandi.Vísir/Andri MarinóÁrið 2015 voru 85.935 atkvæði greidd í fyrri umferðinni en 83.353 atkvæði í einvíginu. Árið 2016 voru 56.161 þúsund atkvæði greidd í fyrri umferðinni en 64.918 atkvæði í þeirri seinni.Svala með tæp 82 þúsund atkvæði í einvíginu Nú árið 2017 voru 115 þúsund atkvæði greidd í fyrri símakosningunni. Skarphéðinn Guðmundsson, dagskrárstjóri Sjónvarpsins, sagði í kvöldfréttum Sjónvarpsins í gær að samanlagt hefðu verið greidd 245 þúsund atkvæði í heildina, það er samanlögð símaatkvæði úr fyrri símakosningunni og í einvíginu, og um Íslandsmet að ræða. Það þýðir að um 130 þúsund atkvæði bárust í einvíginu. Samkvæmt því fékk Svala 81.900 atkvæði í einvíginu en Daði 48.100 atkvæði.32 milljónir króna í atkvæði í úrslitunum Hvert greitt atkvæði í símakosningu kostaði 129 krónur. Samtals voru greidd 245 þúsund atkvæði sem þýðir að áhorfendur eyddu um 31,6 milljónum króna í atkvæði síðastliðið laugardagskvöld. Árið 2015 mættust Friðrik Dór, með lagið Once Again, og María Ólafsdóttir, með lagið Unbroken, í einvíginu. Friðrik Dór fékk 21.834 atkvæði í fyrri símakosningunni en María 21.437 atkvæði. Friðrik var í fyrsta sæti hjá dómnefndinni en María 4. sæti hjá dómnefndinni. Það kom Maríu í einvígið við Friðrik Dór þar sem hún hlaut 49.337 atkvæði í símakosningunni en Friðrik Dór 34.016 atkvæði.Árið 2016 var Alda Dís efst eftir fyrri umferð en hún flutti lagið Now. Hún fékk 11.847 atkvæði úr símakosningunni og 11.050 atkvæði frá dómnefndinni. Greta Salóme, með lagið Hear them calling, var í 3. sæti hjá dómnefndinni með 9.100 stig og 2. sæti í símakosningunni með 11.769 atkvæði. Í einvíginu fékk Greta hins vegar 39.807 atkvæði en Alda Dís 25.111 atkvæði.Svala verður fjórtánda á svið Líkt og fyrr segir verður Eurovision haldin í Kænugarði í Úkraínu dagana 9. - 13. maí næstkomandi. Svala verður á fyrra undankvöldi keppninnar þriðjudagskvöldið 9. maí þar sem hún verður fjórtánda í röðinni á svið. Hún verður með fulltrúum Albaníu, Ástralíu, Aserbaídsjan, Belgíu, Finnlands, Georgíu, Svartfjallalands, Portúgal, Svíþjóðar, Armeníu, Kýpur, Tékklands, Grikklands, Lettlands, Moldavíu, Póllands og Slóveníu í riðli. Alls eru því átján lönd í riðlinum en aðeins tíu þeirra komast í úrslit. 19 lönd keppa í seinni undanriðlinum fimmtudagskvöldið 11. maí. Tíu komast þaðan í úrslit en Frakkland, Þýskaland, Ítalía, Spánn og Bretland eiga vís sæti í úrslitunum sem og gestgjafarnir í Úkraínu. Eurovision Tengdar fréttir Svala vann Söngvakeppnina: „Við tökum þetta alla leið í Kiev“ Svala keppir fyrir Íslands hönd í Kænugarði í maí 11. mars 2017 22:56 Lektor í fatahönnun segir að um hönnunarstuld sé að ræða Samfestingurinn sem Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir klæddist á laugardaginn í Söngvakeppni sjónvarpsins hefur valdið uppþoti þar sem hann þykir ansi líkur samfestingi úr vorlínu tískuhúss Balmain. 13. mars 2017 09:30 Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Fleiri fréttir Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Sjá meira
Svala Björgvinsdóttir fékk 63 prósent atkvæða í einvígi Söngvakeppni Sjónvarpsins síðastliðið laugardagskvöld. Það var lag Svölu, Paper, og lagið hans Daða Freys Péturssonar, Is This Love?, sem háðu einvígi um að verða framlag Íslendinga í söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision, í Kænugarði í maí næstkomandi. Samkvæmt upplýsingum frá RÚV fékk Svala 63 prósent atkvæða í einvíginu en Daði 37 prósent atkvæða.Efst alls staðar Í fyrri símakosningunni fékk Svala 45.258 atkvæði en Daði 25.195 atkvæði. Svala fékk því 39 prósent atkvæða í fyrri umferðinni en Daði 21 prósent atkvæða. Svala var líka efst ef atkvæði dómnefndar eru talin með og því sigur hennar öruggur.Svala Björgvinsdóttir verður fulltrúi Íslendinga í Eurovision í Kænugarði í maí næstkomandi.Vísir/Andri MarinóÁrið 2015 voru 85.935 atkvæði greidd í fyrri umferðinni en 83.353 atkvæði í einvíginu. Árið 2016 voru 56.161 þúsund atkvæði greidd í fyrri umferðinni en 64.918 atkvæði í þeirri seinni.Svala með tæp 82 þúsund atkvæði í einvíginu Nú árið 2017 voru 115 þúsund atkvæði greidd í fyrri símakosningunni. Skarphéðinn Guðmundsson, dagskrárstjóri Sjónvarpsins, sagði í kvöldfréttum Sjónvarpsins í gær að samanlagt hefðu verið greidd 245 þúsund atkvæði í heildina, það er samanlögð símaatkvæði úr fyrri símakosningunni og í einvíginu, og um Íslandsmet að ræða. Það þýðir að um 130 þúsund atkvæði bárust í einvíginu. Samkvæmt því fékk Svala 81.900 atkvæði í einvíginu en Daði 48.100 atkvæði.32 milljónir króna í atkvæði í úrslitunum Hvert greitt atkvæði í símakosningu kostaði 129 krónur. Samtals voru greidd 245 þúsund atkvæði sem þýðir að áhorfendur eyddu um 31,6 milljónum króna í atkvæði síðastliðið laugardagskvöld. Árið 2015 mættust Friðrik Dór, með lagið Once Again, og María Ólafsdóttir, með lagið Unbroken, í einvíginu. Friðrik Dór fékk 21.834 atkvæði í fyrri símakosningunni en María 21.437 atkvæði. Friðrik var í fyrsta sæti hjá dómnefndinni en María 4. sæti hjá dómnefndinni. Það kom Maríu í einvígið við Friðrik Dór þar sem hún hlaut 49.337 atkvæði í símakosningunni en Friðrik Dór 34.016 atkvæði.Árið 2016 var Alda Dís efst eftir fyrri umferð en hún flutti lagið Now. Hún fékk 11.847 atkvæði úr símakosningunni og 11.050 atkvæði frá dómnefndinni. Greta Salóme, með lagið Hear them calling, var í 3. sæti hjá dómnefndinni með 9.100 stig og 2. sæti í símakosningunni með 11.769 atkvæði. Í einvíginu fékk Greta hins vegar 39.807 atkvæði en Alda Dís 25.111 atkvæði.Svala verður fjórtánda á svið Líkt og fyrr segir verður Eurovision haldin í Kænugarði í Úkraínu dagana 9. - 13. maí næstkomandi. Svala verður á fyrra undankvöldi keppninnar þriðjudagskvöldið 9. maí þar sem hún verður fjórtánda í röðinni á svið. Hún verður með fulltrúum Albaníu, Ástralíu, Aserbaídsjan, Belgíu, Finnlands, Georgíu, Svartfjallalands, Portúgal, Svíþjóðar, Armeníu, Kýpur, Tékklands, Grikklands, Lettlands, Moldavíu, Póllands og Slóveníu í riðli. Alls eru því átján lönd í riðlinum en aðeins tíu þeirra komast í úrslit. 19 lönd keppa í seinni undanriðlinum fimmtudagskvöldið 11. maí. Tíu komast þaðan í úrslit en Frakkland, Þýskaland, Ítalía, Spánn og Bretland eiga vís sæti í úrslitunum sem og gestgjafarnir í Úkraínu.
Eurovision Tengdar fréttir Svala vann Söngvakeppnina: „Við tökum þetta alla leið í Kiev“ Svala keppir fyrir Íslands hönd í Kænugarði í maí 11. mars 2017 22:56 Lektor í fatahönnun segir að um hönnunarstuld sé að ræða Samfestingurinn sem Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir klæddist á laugardaginn í Söngvakeppni sjónvarpsins hefur valdið uppþoti þar sem hann þykir ansi líkur samfestingi úr vorlínu tískuhúss Balmain. 13. mars 2017 09:30 Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Fleiri fréttir Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Sjá meira
Svala vann Söngvakeppnina: „Við tökum þetta alla leið í Kiev“ Svala keppir fyrir Íslands hönd í Kænugarði í maí 11. mars 2017 22:56
Lektor í fatahönnun segir að um hönnunarstuld sé að ræða Samfestingurinn sem Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir klæddist á laugardaginn í Söngvakeppni sjónvarpsins hefur valdið uppþoti þar sem hann þykir ansi líkur samfestingi úr vorlínu tískuhúss Balmain. 13. mars 2017 09:30