Allt kapp lagt á leit að Arturi Hulda Hólmkelsdóttir og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 12. mars 2017 19:45 Formleg leit hófst í dag að Arturi Jarmoszko, 25 ára karlmanni frá Póllandi, og leituðu hátt í 70 björgunarsveitarmenn á stóru svæði í kring um vesturbæ Kópavogs. Ekkert hefur spurst til Arturs síðan um mánaðamót. Um hádegisbil í dag voru voru björgunarsveitir á höfuðborgarsvæðinu kallaðar út. Upphafsstaður leitarinnar er Kársnes í Kópavogi, en símagögn sem lögregla hefur aflað benda til þess að sími Arturs hafi verið þar nóttina sem hann hvarf. Leitað var í Kársnesi og meðfram strandlengjunni þar en leitarsvæðið nær allt frá Gróttu að Álftanesi. Leitað er í bátum, með drónum auk þess sem gengið er meðfram ströndinni. Þá var leit hafin í Öskjuhlíð seinnipartinn í dag. Fjölskylda og vinir Arturs tóku þátt í leitinni. Einnig tók þyrla landhelgisgæslunnar þátt í leitinni í dag. „Við erum emð símagögn sem sýna síma hans koma inn á farsímasendi í vesturbæ Kópavogs og við höfum miðað leitina 360 gráður út frá þeim sendi. Hóparnir eru búnir að fara yfir stóran hluta af þessum svæðum. Við bíðum nú eftir nánari símagögnum og þau koma vonandi fyrir kvöldið og segja okkur eitthvað annars tökum við stöðuna einhverntíman eftir kvöldmat,“ segir Ásgeir Þór Ásgeirsson. Þann 28. febrúar tók Artur strætó í miðbæ Reykjavíkur úr Breiðholti þar sem hann býr. Hann tók út alla þá fjárhæð sem hann átti á reikningum sínum en mun sú fjárhæð hafa verið óveruleg að sögn lögreglu. Hann sást síðast á eftirlitsmyndavél í Lækjargötu. Tæplega þremur tímum síðar tengist sími Arturs netinu í Kópavogi en eftir það slökknar á símanum. Artur hefur búið á Íslandi í um fimm ár. Tveir bræður Arturs búa einnig á Íslandi ásamt fleiri fjölskyldumeðlimum. Ástæða þess að lögreglan fékk ekki leitarbeiðni fyrr en síðastliðinn fimmtudag, eða rúmri viku eftir að hann hvarf, er sú að fjölskylda hans vissi ekki að hann væri horfinn fyrir þann tíma en þau hafa ekki átt í miklum samskiptum við hann upp á síðkastið. Ásgeir segir að það geri lögreglunni erfiðara fyrir hve seint hún fékk upplýsingar um hvarfið. „Við erum með svolítið kalda slóð en það er ekkert til að draga úr okkur og við leggjum allt kapp á þetta mál,“ segir Ásgeir. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær sögðust þau telja nánast útilokað að um sjálfsvíg væri að ræða. Þau óttist að honum hafi verið unnið mein. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu vinnur nú að rannsókn málsins og er enn verið að vinna úr gögnum úr síma og fartölvu Arturs. Guðmundur Páll Jónsson, sem stýrir rannsókn málsins, segir rannsókninni miða vel. „Við erum búin að staðsetja hann núna, hvar hann sást síðast, í vesturbæ Kópavogs og þar var leitað í dag og leitað fram eftir kvöldi," segir Guðmundur Páll. „Við erum að afla upplýsinga. Við erum að fá tölvupósta frá fólki úti í bæ og svo erum við að reyna að afla upptökum frá fyrirtækjum í vesturbæ Kópavogs. Ég vil endilega hvetja eigendur fyrirtækja sem eru með upptökur á sínum húsum að hafa samband við okkur svo við getum hugsanlega nýtt þær í rannsókn á þessu mannshvarfi.“ Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Brenndu rangt lík Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Fleiri fréttir Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Sjá meira
Formleg leit hófst í dag að Arturi Jarmoszko, 25 ára karlmanni frá Póllandi, og leituðu hátt í 70 björgunarsveitarmenn á stóru svæði í kring um vesturbæ Kópavogs. Ekkert hefur spurst til Arturs síðan um mánaðamót. Um hádegisbil í dag voru voru björgunarsveitir á höfuðborgarsvæðinu kallaðar út. Upphafsstaður leitarinnar er Kársnes í Kópavogi, en símagögn sem lögregla hefur aflað benda til þess að sími Arturs hafi verið þar nóttina sem hann hvarf. Leitað var í Kársnesi og meðfram strandlengjunni þar en leitarsvæðið nær allt frá Gróttu að Álftanesi. Leitað er í bátum, með drónum auk þess sem gengið er meðfram ströndinni. Þá var leit hafin í Öskjuhlíð seinnipartinn í dag. Fjölskylda og vinir Arturs tóku þátt í leitinni. Einnig tók þyrla landhelgisgæslunnar þátt í leitinni í dag. „Við erum emð símagögn sem sýna síma hans koma inn á farsímasendi í vesturbæ Kópavogs og við höfum miðað leitina 360 gráður út frá þeim sendi. Hóparnir eru búnir að fara yfir stóran hluta af þessum svæðum. Við bíðum nú eftir nánari símagögnum og þau koma vonandi fyrir kvöldið og segja okkur eitthvað annars tökum við stöðuna einhverntíman eftir kvöldmat,“ segir Ásgeir Þór Ásgeirsson. Þann 28. febrúar tók Artur strætó í miðbæ Reykjavíkur úr Breiðholti þar sem hann býr. Hann tók út alla þá fjárhæð sem hann átti á reikningum sínum en mun sú fjárhæð hafa verið óveruleg að sögn lögreglu. Hann sást síðast á eftirlitsmyndavél í Lækjargötu. Tæplega þremur tímum síðar tengist sími Arturs netinu í Kópavogi en eftir það slökknar á símanum. Artur hefur búið á Íslandi í um fimm ár. Tveir bræður Arturs búa einnig á Íslandi ásamt fleiri fjölskyldumeðlimum. Ástæða þess að lögreglan fékk ekki leitarbeiðni fyrr en síðastliðinn fimmtudag, eða rúmri viku eftir að hann hvarf, er sú að fjölskylda hans vissi ekki að hann væri horfinn fyrir þann tíma en þau hafa ekki átt í miklum samskiptum við hann upp á síðkastið. Ásgeir segir að það geri lögreglunni erfiðara fyrir hve seint hún fékk upplýsingar um hvarfið. „Við erum með svolítið kalda slóð en það er ekkert til að draga úr okkur og við leggjum allt kapp á þetta mál,“ segir Ásgeir. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær sögðust þau telja nánast útilokað að um sjálfsvíg væri að ræða. Þau óttist að honum hafi verið unnið mein. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu vinnur nú að rannsókn málsins og er enn verið að vinna úr gögnum úr síma og fartölvu Arturs. Guðmundur Páll Jónsson, sem stýrir rannsókn málsins, segir rannsókninni miða vel. „Við erum búin að staðsetja hann núna, hvar hann sást síðast, í vesturbæ Kópavogs og þar var leitað í dag og leitað fram eftir kvöldi," segir Guðmundur Páll. „Við erum að afla upplýsinga. Við erum að fá tölvupósta frá fólki úti í bæ og svo erum við að reyna að afla upptökum frá fyrirtækjum í vesturbæ Kópavogs. Ég vil endilega hvetja eigendur fyrirtækja sem eru með upptökur á sínum húsum að hafa samband við okkur svo við getum hugsanlega nýtt þær í rannsókn á þessu mannshvarfi.“
Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Brenndu rangt lík Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Fleiri fréttir Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Sjá meira