Hafa klifið Everest og K2 Jóhann K. Jóhannsson skrifar 12. mars 2017 17:45 Gerlinde Kaltenbrunner við klifur á K2. Skjáskot úr heimildarmynd Hann hefur komist upp á topp Everest og hún hefur ná tindi K2 fjallsins og eiga það sameiginlegt að hafa gert það fyrst manna og kvenna án viðbótarsúrefnis. Fjallgöngufólkið heldur fyrirlestur á Háfjallakvöldi Ferðafélags Íslands í kvöld þar sem þau segja frá reynslu sinni. Ferðafélag Íslands fagnar á þessu ári níutíu ára afmæli en þau eru sein stærstu félaga samtök landsins með hátt í tíu þúsund meðlimi. Í kvöld klukkan átta verður Háfjallakvöld haldið á vegum samtakanna í Eldborgarsal Hörpunnar og að því tilefni eru staddir hér á landi tveir fjallgöngumenn sem bæði hafa klifið ein mest krefjandi fjöll í heimi. Peter Habeler komst á topp Everest 8. maí 1978 á viðbótarsúrefnis fyrstur manna. „Það er langt síðan. Þetta var 1978. Minningarnar eru góðar því við lifðum þetta af og við notuðum ekki súrefni. Ég kleif þessa tinda með eins einfaldri aðferð og hægt var. Afrekið var geysimikið,“ sagði Peter í dag. Auk Everest heftur Peter klifið mörg af hæstu fjöllum jarðar og flesta af erfiðustu tindum og klettaveggi Alpafjalla og þrátt fyrir að vera kominn mitt á áttræðisaldur er hann enn á fullu í krefjandi fjallgöngum og fjallaskíðaferðum víða um heim. Hann hefur mikið dálæti á Íslenskum fjöllum. Gerlinde Kaltenbrunner er einn þekktasta fjallgöngukona heims en árið 2011 náði hún tindi K2-fjallsins í Kína, næst hæsta fjalli í heimi, eftir sjö tilraunir. „Frá upphafi átti ég mér þann draum að ef ég öðlaðist nægan styrk langaði mig til að klífa þetta fallega fjall. Fyrsta tilraunin var 2007 og þær urðu tvær þetta ár. Þetta tókst samt ekki því það var of illviðrasamt og snjóflóðahættan var mikil. Eftir sjöttu tilraunina varð mikið persónulegt og tilfinningalegt bakslag hjá mér. Ég var ekki viss um að ég myndi reyna aftur. En sem betur fór tókst mér að ná á tind K2 með teymi mínu,“ sagði Gerlinde í dag. Eftir að hafa náð þessu takmarki varð hún fyrsta konan í heiminum til að klífa alla 14 hæstu tindi veraldar án viðbótarsúrefnis. Peter og Gerlinda koma til með að halda fyrirlestur á Háfjallakvöldinu í Hörpu í kvöld þar sem þau segja frá reynslu sinni bæði eiga þau þó eftir að klífa fjöll á Íslandi „Því miður á ég það eftir. Mér þykir það leitt og ég skammast mín. Ég ætla að breyta því eins fljótt og auðið er, sagði Peter. Hægt er að nálgast miða á viðburðinn á harpa.is. Aðgangseyrir er 1000 krónur. Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Fleiri fréttir Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Sjá meira
Hann hefur komist upp á topp Everest og hún hefur ná tindi K2 fjallsins og eiga það sameiginlegt að hafa gert það fyrst manna og kvenna án viðbótarsúrefnis. Fjallgöngufólkið heldur fyrirlestur á Háfjallakvöldi Ferðafélags Íslands í kvöld þar sem þau segja frá reynslu sinni. Ferðafélag Íslands fagnar á þessu ári níutíu ára afmæli en þau eru sein stærstu félaga samtök landsins með hátt í tíu þúsund meðlimi. Í kvöld klukkan átta verður Háfjallakvöld haldið á vegum samtakanna í Eldborgarsal Hörpunnar og að því tilefni eru staddir hér á landi tveir fjallgöngumenn sem bæði hafa klifið ein mest krefjandi fjöll í heimi. Peter Habeler komst á topp Everest 8. maí 1978 á viðbótarsúrefnis fyrstur manna. „Það er langt síðan. Þetta var 1978. Minningarnar eru góðar því við lifðum þetta af og við notuðum ekki súrefni. Ég kleif þessa tinda með eins einfaldri aðferð og hægt var. Afrekið var geysimikið,“ sagði Peter í dag. Auk Everest heftur Peter klifið mörg af hæstu fjöllum jarðar og flesta af erfiðustu tindum og klettaveggi Alpafjalla og þrátt fyrir að vera kominn mitt á áttræðisaldur er hann enn á fullu í krefjandi fjallgöngum og fjallaskíðaferðum víða um heim. Hann hefur mikið dálæti á Íslenskum fjöllum. Gerlinde Kaltenbrunner er einn þekktasta fjallgöngukona heims en árið 2011 náði hún tindi K2-fjallsins í Kína, næst hæsta fjalli í heimi, eftir sjö tilraunir. „Frá upphafi átti ég mér þann draum að ef ég öðlaðist nægan styrk langaði mig til að klífa þetta fallega fjall. Fyrsta tilraunin var 2007 og þær urðu tvær þetta ár. Þetta tókst samt ekki því það var of illviðrasamt og snjóflóðahættan var mikil. Eftir sjöttu tilraunina varð mikið persónulegt og tilfinningalegt bakslag hjá mér. Ég var ekki viss um að ég myndi reyna aftur. En sem betur fór tókst mér að ná á tind K2 með teymi mínu,“ sagði Gerlinde í dag. Eftir að hafa náð þessu takmarki varð hún fyrsta konan í heiminum til að klífa alla 14 hæstu tindi veraldar án viðbótarsúrefnis. Peter og Gerlinda koma til með að halda fyrirlestur á Háfjallakvöldinu í Hörpu í kvöld þar sem þau segja frá reynslu sinni bæði eiga þau þó eftir að klífa fjöll á Íslandi „Því miður á ég það eftir. Mér þykir það leitt og ég skammast mín. Ég ætla að breyta því eins fljótt og auðið er, sagði Peter. Hægt er að nálgast miða á viðburðinn á harpa.is. Aðgangseyrir er 1000 krónur.
Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Fleiri fréttir Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Sjá meira