Skýrist á morgun hvort Silfra opni aftur á mánudag Jóhann K. Jóhannsson skrifar 11. mars 2017 18:30 Silfra á Þingvöllum í dag. Svæðinu hefur verið lokað tímabundið. Vísir/Jóhann K. Jóhannsson Fimm hafa látist í tíu alvarlegum slysum í Silfru á síðustu sjö árum. Gjánni var lokað tímabundið í morgun eftir banaslys í gær en umhverfisráðherra og þjóðgarðsvörður hafa fundað með ferðaþjónustuaðilum vegna málsins í dag. Aðdráttarafl Silfru er ótvírætt og afar vinsæll viðkomustaður ferðamanna. Á síðasta ári voru um fimmtíu þúsund manns sem fóru í Silfru. Tíu þúsund þeirra köfuðu og fjörutíuþúsund fóru í svokallaða yfirborðsköfun. Slysið í gær er fimmta banaslysið í Silfru frá árinu 2010 en jafnframt tíunda alvarlega slysið á síðustu sjö árum. Síðasta banaslys í gjánni var fyrir rétt rúmum mánuði. Eftir það slys boðaði þjóðgarðsvörður að reglur um köfun í Silfru yrðu hertar. Allt kom fyrir ekki og í kjölfar slyssins í gær tóku Umhverfisráðherra, Samgöngustofa og Þjóðgarðsvörður ákvörðun um að loka Silfru tímabundið fyrir köfun og tók lokunin gildi klukkan níu í morgun og stendur til klukkan átta á mánudagsmorgun. Á þeim tíma verður unnið að því að fara yfir regluverk og ákveða næstu skref en Björt Ólafsdóttir, umhverfisráðherra fundaði með þjóðgarðsverði í morgun. Eftir hádegi voru svo aðilar ferðaþjónustufyrirtækjanna, sem bjóða upp á köfunarþjónustu á staðnum, boðaðir til fundar. Níu fyrirtæki bjóða upp á köfun í Silfru. Það níunda hóf starfsemi í síðustu viku. Ferðaþjónustufyrirtækið Dive.is var með manninn sem lést í gær undir leiðsögn og segir framkvæmdastjóri fyrirtækisins starfsmenn sína í áfalli. „Við erum í rauninni búin að vera bíða lengi eftir því að reglurnar verði hertar og við erum búin að vera vinna eftir hertari reglum en hefur verið, þannig að við fögnum í raun og veru því að það gerist,“ sagði Tobias Klose, framkvæmdastjóri og eigandi Dive.is í dag. Ólafur Örn Haraldsson, þjóðgarðsvörður sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag að lengi hafi verið rætt að loka Silfru. „Við höfum verið uggandi, alltaf, um að slys yrði í Silfru og ástandið að mínu mati er mjög alvarlegt,“ sagði Ólafur Örn Haraldsson, þjóðgarðsvörður á Þingvöllum. Ákvörðun um að loka Silfru hafi verið gerð til þess að undirstrika hversu alvarleg málið er orðið. „Og gera það alveg skýrt að þjóðgarðurinn ætlar ekki að leggja land undir starfsemi sem hefur í för með sér þessa hættu öðruvísi en að það sé breyting á,“ sagði Ólafur. Meðal þeirra fyrirmæla sem þjóðgarðsvörður hefur sett ferðaþjónustufyrirtækjum eru; að fækka ferðamönnum sem fylgja hverjum leiðsögumanni og kafa eða yfirborðskafa, að herða kröfur um andlega og líkamlega burði, að opnunartíma verði breytt, og betri aðgreining verði á milli köfunar og yfirborðsköfunar. Samkvæmt, heimildum fréttastofu eru fyrirmælin íþyngjandi fyrir fyrirtækin og ekki hefur verið tekin ákvörðun um að Silfra opni aftur á mánudag. „Og ef fyrirtækin gangast inn á þetta þá munu þau getað opnað ef að það gerist ekki þá verður ekki opnað,“ segir Ólafur Tengdar fréttir Lokun Silfru: „Ætlum ekki að una lengur við þessar aðstæður að þjóðgarðurinn sé vettvangur hættulegra íþrótta“ Ekki hefur verið ákvörðun um áframhaldandi lokun Silfru eftir helgi, en svæðinu var lokað í morgun eftir enn eitt banaslysið í gær. 11. mars 2017 12:00 Silfru lokað eftir banaslys Verður Silfru lokað frá klukkan 09 laugardaginn 11. mars til klukkan 08 mánudaginn 13 mars. 10. mars 2017 22:58 Meðvitundarlaus maður við Silfru Klukkan 15:59 í dag barst lögreglunni á Suðurlandi tilkynning um meðvitundarlausan mann við Silfru á Þingvöllum. 10. mars 2017 16:27 Karlmaðurinn sem missti meðvitund í Silfru er látinn Hafði óskað eftir aðstoð leiðsögumanns. 10. mars 2017 21:35 Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Erlent Sprengdi sig í loft upp við dómshús Erlent Fleiri fréttir Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Sjá meira
Fimm hafa látist í tíu alvarlegum slysum í Silfru á síðustu sjö árum. Gjánni var lokað tímabundið í morgun eftir banaslys í gær en umhverfisráðherra og þjóðgarðsvörður hafa fundað með ferðaþjónustuaðilum vegna málsins í dag. Aðdráttarafl Silfru er ótvírætt og afar vinsæll viðkomustaður ferðamanna. Á síðasta ári voru um fimmtíu þúsund manns sem fóru í Silfru. Tíu þúsund þeirra köfuðu og fjörutíuþúsund fóru í svokallaða yfirborðsköfun. Slysið í gær er fimmta banaslysið í Silfru frá árinu 2010 en jafnframt tíunda alvarlega slysið á síðustu sjö árum. Síðasta banaslys í gjánni var fyrir rétt rúmum mánuði. Eftir það slys boðaði þjóðgarðsvörður að reglur um köfun í Silfru yrðu hertar. Allt kom fyrir ekki og í kjölfar slyssins í gær tóku Umhverfisráðherra, Samgöngustofa og Þjóðgarðsvörður ákvörðun um að loka Silfru tímabundið fyrir köfun og tók lokunin gildi klukkan níu í morgun og stendur til klukkan átta á mánudagsmorgun. Á þeim tíma verður unnið að því að fara yfir regluverk og ákveða næstu skref en Björt Ólafsdóttir, umhverfisráðherra fundaði með þjóðgarðsverði í morgun. Eftir hádegi voru svo aðilar ferðaþjónustufyrirtækjanna, sem bjóða upp á köfunarþjónustu á staðnum, boðaðir til fundar. Níu fyrirtæki bjóða upp á köfun í Silfru. Það níunda hóf starfsemi í síðustu viku. Ferðaþjónustufyrirtækið Dive.is var með manninn sem lést í gær undir leiðsögn og segir framkvæmdastjóri fyrirtækisins starfsmenn sína í áfalli. „Við erum í rauninni búin að vera bíða lengi eftir því að reglurnar verði hertar og við erum búin að vera vinna eftir hertari reglum en hefur verið, þannig að við fögnum í raun og veru því að það gerist,“ sagði Tobias Klose, framkvæmdastjóri og eigandi Dive.is í dag. Ólafur Örn Haraldsson, þjóðgarðsvörður sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag að lengi hafi verið rætt að loka Silfru. „Við höfum verið uggandi, alltaf, um að slys yrði í Silfru og ástandið að mínu mati er mjög alvarlegt,“ sagði Ólafur Örn Haraldsson, þjóðgarðsvörður á Þingvöllum. Ákvörðun um að loka Silfru hafi verið gerð til þess að undirstrika hversu alvarleg málið er orðið. „Og gera það alveg skýrt að þjóðgarðurinn ætlar ekki að leggja land undir starfsemi sem hefur í för með sér þessa hættu öðruvísi en að það sé breyting á,“ sagði Ólafur. Meðal þeirra fyrirmæla sem þjóðgarðsvörður hefur sett ferðaþjónustufyrirtækjum eru; að fækka ferðamönnum sem fylgja hverjum leiðsögumanni og kafa eða yfirborðskafa, að herða kröfur um andlega og líkamlega burði, að opnunartíma verði breytt, og betri aðgreining verði á milli köfunar og yfirborðsköfunar. Samkvæmt, heimildum fréttastofu eru fyrirmælin íþyngjandi fyrir fyrirtækin og ekki hefur verið tekin ákvörðun um að Silfra opni aftur á mánudag. „Og ef fyrirtækin gangast inn á þetta þá munu þau getað opnað ef að það gerist ekki þá verður ekki opnað,“ segir Ólafur
Tengdar fréttir Lokun Silfru: „Ætlum ekki að una lengur við þessar aðstæður að þjóðgarðurinn sé vettvangur hættulegra íþrótta“ Ekki hefur verið ákvörðun um áframhaldandi lokun Silfru eftir helgi, en svæðinu var lokað í morgun eftir enn eitt banaslysið í gær. 11. mars 2017 12:00 Silfru lokað eftir banaslys Verður Silfru lokað frá klukkan 09 laugardaginn 11. mars til klukkan 08 mánudaginn 13 mars. 10. mars 2017 22:58 Meðvitundarlaus maður við Silfru Klukkan 15:59 í dag barst lögreglunni á Suðurlandi tilkynning um meðvitundarlausan mann við Silfru á Þingvöllum. 10. mars 2017 16:27 Karlmaðurinn sem missti meðvitund í Silfru er látinn Hafði óskað eftir aðstoð leiðsögumanns. 10. mars 2017 21:35 Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Erlent Sprengdi sig í loft upp við dómshús Erlent Fleiri fréttir Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Sjá meira
Lokun Silfru: „Ætlum ekki að una lengur við þessar aðstæður að þjóðgarðurinn sé vettvangur hættulegra íþrótta“ Ekki hefur verið ákvörðun um áframhaldandi lokun Silfru eftir helgi, en svæðinu var lokað í morgun eftir enn eitt banaslysið í gær. 11. mars 2017 12:00
Silfru lokað eftir banaslys Verður Silfru lokað frá klukkan 09 laugardaginn 11. mars til klukkan 08 mánudaginn 13 mars. 10. mars 2017 22:58
Meðvitundarlaus maður við Silfru Klukkan 15:59 í dag barst lögreglunni á Suðurlandi tilkynning um meðvitundarlausan mann við Silfru á Þingvöllum. 10. mars 2017 16:27
Karlmaðurinn sem missti meðvitund í Silfru er látinn Hafði óskað eftir aðstoð leiðsögumanns. 10. mars 2017 21:35