Tekist á um mislæg gatnamót: „Það hefur verið einbeittur vilji Reykjavíkurborgar að þurrka þetta út af kortinu“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 11. mars 2017 14:51 Jón Gunnarsson og Hjálmar Sveinsson Vísir Jón Gunnarsson, samgönguráðherra og Hjálmar Sveinsson, formaður skipulagsráðs Reykjavíkurborgar, tókust á um mislæg gatnamót á gatnamótum Reykjanesbrautar og Bústaðavegar í Víglínunni á Stöð 2 í dag. Samgönguráðherra hefur sagt að erfiðaasti flöskuhálsinn í umferðinni á höfuðborgarsvæðinu séu umrædd gatnamót og vill hann að reist verði mislæg gatnamót, líkt og hugmyndir hafa áður gert ráð fyrir, til þess að liðka til fyrir umferð. Hjálmar Sveinsson rifjaði hins vegar upp að slík gatnamót hafi verið á dagskrá en tekin út af dagskrá vegna vilja íbúa hverfisins í grennd við gatnamótin. „Það er kannski lærdómurinn sem við drögum af því að það sem einu sinni þótti sjálfsagt, að setja mislæg gatnamót niður í borginin, er það ekki lengur. Fólk í næsta nágrenni óttast mjög mikla og mjög hraða bílaumferð. Þetta er reynsla sem er úr öllum borgum allstaðar,“ sagði Hjálmar. Sagði hann að áhersla sveitarstjórna á höfuðborgarsvæðinu væri á að létta á umferð með því að auka veg almenningsamgangna og gangandi og hjólandi vegfarenda.Umferðin getur verið þung í borginnivísir/pjeturSagði gatnamótin mikinn farartálma í núverandi mynd Jón Gunnarssonar var sammála því að auka ætti veg almenningsamgangna og að ríkið styddi sveitarfélögin í höfuðborgarsvæðinu í því verkefni. Öllum væri þó ljóst að eitthvað þyrfti að gera á gatnamótunum svo greiða mætti fyrir umferð. „Það þekkja það allir sem fara um þessi gatnamót hversu mikill farartálmi þau eru, hversu mikil umferð þarna stoppast. Við erum ekkert að fara að vinna á því með bættum almenningsamgöngum eða fólk ætli að fara að labba og hjóla,“ sagði Jón. Sagði hann Vegagerðina vera sammála sér um þörfin á gatnamótunum og taka þyrfti tillit til þeirrar miklu umferðaraukningar sem verið hefur á höfuðborgarsvæðinu undanfarin ár. Hjálmar kannaðist þó ekki við að Vegagerðin, né ríkisvaldið, hefðu sýnt gatnamótunum mikinn áhuga og benti á að þau mættu ekki finna á síðustu samgönguáætlunum, nema þá í mýflugumynd. Þá væri borgin, ásamt Vegagerðinni, að vinna umfangsmikla greiningarvinnuá á 36 gatnamótum til þess að skoða hvað mætti gera til að greiða fyrir umferð. „Mér finnst hvorki að ríkisvaldið né vegagerðin hafa fylgt þessu áhugamáli sínu eftir,“ sagði Hjálmar. Þessu var Jón ósammála og sagði Hjálmar ekki geta skrifað það á ríkið eða Vegagerðina að gatnamótin væru ekki á áætlun. Það skrifaðist fyrst og fremst á borgina. „Það hefur verið einbeittur vilji Reykjavíkurborgar að þurrka þetta út. Það er ástæðan fyrir því.“ Skipulag Víglínan Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Fleiri fréttir Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Sjá meira
Jón Gunnarsson, samgönguráðherra og Hjálmar Sveinsson, formaður skipulagsráðs Reykjavíkurborgar, tókust á um mislæg gatnamót á gatnamótum Reykjanesbrautar og Bústaðavegar í Víglínunni á Stöð 2 í dag. Samgönguráðherra hefur sagt að erfiðaasti flöskuhálsinn í umferðinni á höfuðborgarsvæðinu séu umrædd gatnamót og vill hann að reist verði mislæg gatnamót, líkt og hugmyndir hafa áður gert ráð fyrir, til þess að liðka til fyrir umferð. Hjálmar Sveinsson rifjaði hins vegar upp að slík gatnamót hafi verið á dagskrá en tekin út af dagskrá vegna vilja íbúa hverfisins í grennd við gatnamótin. „Það er kannski lærdómurinn sem við drögum af því að það sem einu sinni þótti sjálfsagt, að setja mislæg gatnamót niður í borginin, er það ekki lengur. Fólk í næsta nágrenni óttast mjög mikla og mjög hraða bílaumferð. Þetta er reynsla sem er úr öllum borgum allstaðar,“ sagði Hjálmar. Sagði hann að áhersla sveitarstjórna á höfuðborgarsvæðinu væri á að létta á umferð með því að auka veg almenningsamgangna og gangandi og hjólandi vegfarenda.Umferðin getur verið þung í borginnivísir/pjeturSagði gatnamótin mikinn farartálma í núverandi mynd Jón Gunnarssonar var sammála því að auka ætti veg almenningsamgangna og að ríkið styddi sveitarfélögin í höfuðborgarsvæðinu í því verkefni. Öllum væri þó ljóst að eitthvað þyrfti að gera á gatnamótunum svo greiða mætti fyrir umferð. „Það þekkja það allir sem fara um þessi gatnamót hversu mikill farartálmi þau eru, hversu mikil umferð þarna stoppast. Við erum ekkert að fara að vinna á því með bættum almenningsamgöngum eða fólk ætli að fara að labba og hjóla,“ sagði Jón. Sagði hann Vegagerðina vera sammála sér um þörfin á gatnamótunum og taka þyrfti tillit til þeirrar miklu umferðaraukningar sem verið hefur á höfuðborgarsvæðinu undanfarin ár. Hjálmar kannaðist þó ekki við að Vegagerðin, né ríkisvaldið, hefðu sýnt gatnamótunum mikinn áhuga og benti á að þau mættu ekki finna á síðustu samgönguáætlunum, nema þá í mýflugumynd. Þá væri borgin, ásamt Vegagerðinni, að vinna umfangsmikla greiningarvinnuá á 36 gatnamótum til þess að skoða hvað mætti gera til að greiða fyrir umferð. „Mér finnst hvorki að ríkisvaldið né vegagerðin hafa fylgt þessu áhugamáli sínu eftir,“ sagði Hjálmar. Þessu var Jón ósammála og sagði Hjálmar ekki geta skrifað það á ríkið eða Vegagerðina að gatnamótin væru ekki á áætlun. Það skrifaðist fyrst og fremst á borgina. „Það hefur verið einbeittur vilji Reykjavíkurborgar að þurrka þetta út. Það er ástæðan fyrir því.“
Skipulag Víglínan Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Fleiri fréttir Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Sjá meira