Lokun Silfru: „Ætlum ekki að una lengur við þessar aðstæður að þjóðgarðurinn sé vettvangur hættulegra íþrótta“ Jóhann K. Jóhannsson og Tryggvi Páll Tryggvason skrifa 11. mars 2017 12:00 Ekki hefur verið ákvörðun um áframhaldandi lokun Silfru eftir helgi vísir/gva Ekki hefur verið ákvörðun um áframhaldandi lokun Silfru eftir helgi, en svæðinu var lokað í morgun eftir enn eitt banaslysið í gær. Þjóðgarðsvörður fundaði með Samgöngustofu vegna málsins í morgun. Lokun Silfru tók gildi klukkan níu í morgun og stendur til klukkan átta á mánudagsmorgun. Slysið í gær er tíunda alvarlega slysið í Silfru á síðustu sjö árum, en þar af eru fimm þeirra banaslys. Ólafur Örn Haraldsson, þjóðargarðsvörður á Þingvöllum segir að tíðni alvarlegra slysa í Silfru á Þingvöllum geri það að verkum að grípa verði til aðgerða.Ólafur Örn Haraldsson„Við viljum með þessu leggja áherslu á það, við rekstaraðilar þarna, að við ætlum ekki að una lengur við þessar aðstæður að þjóðgarðurinn sé vettvangur hættulegra íþrótta eða afþreyingar,“ segir Ólafur Örn í samtali við fréttastofu. Maðurinn sem lést í gær var ferðamaður í skipulagðri ferð með fjölskyldu sinni. Hann var á sjötugsaldri og var við yfirborðsköfun þegar slysið átti sér stað. Alls eru níu fyrirtæki sem selja skipulagðar ferðir í Silfru. Ólafur Örn segir að öll þessi fyrirtæki vandi starf sitt mjög vel en grípa verði til aðgerða. „Við gerum okkur engan leik að því að spilla þeim en nú er málið bara komið á það stig að það er ekki hægt að una við þetta lengur,“ segir Ólafur Örn sem mun kalla forsvarsmenn fyrirtækjanna til sín til þess að fara yfir stöðu mála. Í morgun fundaði þjóðgarðsvörður með Samgöngustofu og umhverfisráðuneytinu. Fara á yfir verklag rekstraraðika og þær reglur sem gilda um þá sem stunda köfun og yfirborðsköfun í gjánni. Ólafur Örn segir að óvíst sé hvort að lokunin vari lengur en fram á mánudag eða hvort Silfra opni með nýjum skilyrðum. Lögregla mun aðstoða þjóðgarðsverði við að framfylgja lokuninni. Tengdar fréttir Silfru lokað eftir banaslys Verður Silfru lokað frá klukkan 09 laugardaginn 11. mars til klukkan 08 mánudaginn 13 mars. 10. mars 2017 22:58 Grét í bílnum eftir að hafa orðið vitni að slysinu við Silfru Bandarískur ferðamaður lýsir slysinu sem varð við Silfru þar sem samlandi hans lést. 17. febrúar 2017 10:50 Karlmaðurinn sem missti meðvitund í Silfru er látinn Hafði óskað eftir aðstoð leiðsögumanns. 10. mars 2017 21:35 Rask á lífríki Silfru vegna fjölda kafara Rannsókn á lífríki Silfru sýndi rask í vistkerfinu þegar 20.000 manns köfuðu þar eða snorkluðu. Síðan hafa 30.000 manns bæst við. Enn ein ástæðan til að takmarka fjölda ferðamanna á staðnum, segir fræðslustjóri þjóðgarðsins. 17. febrúar 2017 07:00 Umhverfisráðherra vill stýra umferð í Silfru Umhverfisráðherra segir brýnt að skoða hvernig ferðaþjónustufyrirtæki nýta sér Þingvelli. Þjóðgarðsvörður vill að Samgöngustofa hafi öryggisverði við Silfru sem hafi eftirlit með starfseminni sem þar fer fram. 14. febrúar 2017 06:00 Lést eftir snorkl í Silfru Erlendur ferðamaður, sem sóttur var með þyrlu landhelgisgæslunnar, þar sem hann missti meðvitund við köfun í Silfru, er látinn. 12. febrúar 2017 19:12 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Lögreglan leitar manns Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Grunaður um að hafa farið inn á heimili og brotið á barni Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Sjá meira
Ekki hefur verið ákvörðun um áframhaldandi lokun Silfru eftir helgi, en svæðinu var lokað í morgun eftir enn eitt banaslysið í gær. Þjóðgarðsvörður fundaði með Samgöngustofu vegna málsins í morgun. Lokun Silfru tók gildi klukkan níu í morgun og stendur til klukkan átta á mánudagsmorgun. Slysið í gær er tíunda alvarlega slysið í Silfru á síðustu sjö árum, en þar af eru fimm þeirra banaslys. Ólafur Örn Haraldsson, þjóðargarðsvörður á Þingvöllum segir að tíðni alvarlegra slysa í Silfru á Þingvöllum geri það að verkum að grípa verði til aðgerða.Ólafur Örn Haraldsson„Við viljum með þessu leggja áherslu á það, við rekstaraðilar þarna, að við ætlum ekki að una lengur við þessar aðstæður að þjóðgarðurinn sé vettvangur hættulegra íþrótta eða afþreyingar,“ segir Ólafur Örn í samtali við fréttastofu. Maðurinn sem lést í gær var ferðamaður í skipulagðri ferð með fjölskyldu sinni. Hann var á sjötugsaldri og var við yfirborðsköfun þegar slysið átti sér stað. Alls eru níu fyrirtæki sem selja skipulagðar ferðir í Silfru. Ólafur Örn segir að öll þessi fyrirtæki vandi starf sitt mjög vel en grípa verði til aðgerða. „Við gerum okkur engan leik að því að spilla þeim en nú er málið bara komið á það stig að það er ekki hægt að una við þetta lengur,“ segir Ólafur Örn sem mun kalla forsvarsmenn fyrirtækjanna til sín til þess að fara yfir stöðu mála. Í morgun fundaði þjóðgarðsvörður með Samgöngustofu og umhverfisráðuneytinu. Fara á yfir verklag rekstraraðika og þær reglur sem gilda um þá sem stunda köfun og yfirborðsköfun í gjánni. Ólafur Örn segir að óvíst sé hvort að lokunin vari lengur en fram á mánudag eða hvort Silfra opni með nýjum skilyrðum. Lögregla mun aðstoða þjóðgarðsverði við að framfylgja lokuninni.
Tengdar fréttir Silfru lokað eftir banaslys Verður Silfru lokað frá klukkan 09 laugardaginn 11. mars til klukkan 08 mánudaginn 13 mars. 10. mars 2017 22:58 Grét í bílnum eftir að hafa orðið vitni að slysinu við Silfru Bandarískur ferðamaður lýsir slysinu sem varð við Silfru þar sem samlandi hans lést. 17. febrúar 2017 10:50 Karlmaðurinn sem missti meðvitund í Silfru er látinn Hafði óskað eftir aðstoð leiðsögumanns. 10. mars 2017 21:35 Rask á lífríki Silfru vegna fjölda kafara Rannsókn á lífríki Silfru sýndi rask í vistkerfinu þegar 20.000 manns köfuðu þar eða snorkluðu. Síðan hafa 30.000 manns bæst við. Enn ein ástæðan til að takmarka fjölda ferðamanna á staðnum, segir fræðslustjóri þjóðgarðsins. 17. febrúar 2017 07:00 Umhverfisráðherra vill stýra umferð í Silfru Umhverfisráðherra segir brýnt að skoða hvernig ferðaþjónustufyrirtæki nýta sér Þingvelli. Þjóðgarðsvörður vill að Samgöngustofa hafi öryggisverði við Silfru sem hafi eftirlit með starfseminni sem þar fer fram. 14. febrúar 2017 06:00 Lést eftir snorkl í Silfru Erlendur ferðamaður, sem sóttur var með þyrlu landhelgisgæslunnar, þar sem hann missti meðvitund við köfun í Silfru, er látinn. 12. febrúar 2017 19:12 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Lögreglan leitar manns Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Grunaður um að hafa farið inn á heimili og brotið á barni Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Sjá meira
Silfru lokað eftir banaslys Verður Silfru lokað frá klukkan 09 laugardaginn 11. mars til klukkan 08 mánudaginn 13 mars. 10. mars 2017 22:58
Grét í bílnum eftir að hafa orðið vitni að slysinu við Silfru Bandarískur ferðamaður lýsir slysinu sem varð við Silfru þar sem samlandi hans lést. 17. febrúar 2017 10:50
Karlmaðurinn sem missti meðvitund í Silfru er látinn Hafði óskað eftir aðstoð leiðsögumanns. 10. mars 2017 21:35
Rask á lífríki Silfru vegna fjölda kafara Rannsókn á lífríki Silfru sýndi rask í vistkerfinu þegar 20.000 manns köfuðu þar eða snorkluðu. Síðan hafa 30.000 manns bæst við. Enn ein ástæðan til að takmarka fjölda ferðamanna á staðnum, segir fræðslustjóri þjóðgarðsins. 17. febrúar 2017 07:00
Umhverfisráðherra vill stýra umferð í Silfru Umhverfisráðherra segir brýnt að skoða hvernig ferðaþjónustufyrirtæki nýta sér Þingvelli. Þjóðgarðsvörður vill að Samgöngustofa hafi öryggisverði við Silfru sem hafi eftirlit með starfseminni sem þar fer fram. 14. febrúar 2017 06:00
Lést eftir snorkl í Silfru Erlendur ferðamaður, sem sóttur var með þyrlu landhelgisgæslunnar, þar sem hann missti meðvitund við köfun í Silfru, er látinn. 12. febrúar 2017 19:12