Fjórflokkurinn varð að fimmflokki Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 11. mars 2017 09:30 "Ég áræddi ekki að sýna þekktum flytjendum lögin mín fyrr en fyrir svona tíu árum en hef aldrei fengið nei,“ segir Þorvaldur. Fréttablaðið/Stefán Karlsson Síðustu tíu til fimmtán ár hef ég verið að skrifa nótur og hef notið þess að mjög góðir flytjendur hafa fengist til að flytja lögin mín,“ segir Þorvaldur Gylfason hagfræðiprófessor. „Nú eru það verðlaunasöngvararnir Hallveig Rúnarsdóttir og Elmar Gilbertsson, og píanóleikarinn Snorri Sigfús Birgisson, öll í fremstu röð. Kvæðin eru eftir Snorra Hjartarson sem er eitt af mínum eftirlætisskáldum eins og margra annarra.“ Hér er Þorvaldur að lýsa tónleikum í Hannesarholti við Grundarstíg í dag, laugardag, sem hefjast klukkan 16. Hann segir þá verða svolítið öðruvísi en tíðkast. „Tónsetjarinn tekur þá áhættusömu stefnu að reyna að skýra lögin aðeins áður en þau heyrast og ætlar líka að lesa kvæðin,“ segir hann kankvís. Ljóðin eru Haustið er komið, Ísabrot, Vor og Sumarkvöld og þau nefnir Þorvaldur Fjórar árstíðir. Með kvæðinu Í Úlfdölum verða árstíðirnar fimm. Hann segir Kristján Hreinsson, skáld og vin sinn, hafa átt upptökin að því að spyrða ljóð Snorra um árstíðirnar saman og búa til úr þeim ljóðaflokk. „Kristján hugsar svo stórt að hann sendir mér sjaldnast eitt og eitt kvæði til að tónsetja, heldur heilu kippurnar og eins og hlýðinn nemandi geri ég það. Svo barst aðdáunin á Snorra Hjartarsyni í tal og Kristján sagði: „Þú hlýtur að skaffa honum kippu líka.“ Þannig varð til hugmyndin um Fjórar árstíðir, sem ég kalla stundum fjórflokkinn. Svo hreifst ég af lengsta kvæði Snorra sem heitir Í Úlfdölum, fyrsta kvæðinu í fyrstu bókinni hans. Þannig varð fjórflokkurinn að fimmflokki en önnur eins ósköp hafa nú gerst, til dæmis við Austurvöll!“ Þorvaldur segir tónsmíðarnar saklaust tómstundagaman. „Ég hóf þær þó ekki fyrr en eftir fimmtugt. Þetta eru orðin 90 lög og þeim fer fjölgandi. Í sumar eða haust ætla Hallveig og Elmar, ásamt Snorra Sigfúsi, að flytja nýjan sextán laga flokk við kvæði Kristjáns Hreinssonar, þannig að það er ýmislegt í deiglunni. Lögin streyma fram stjórnlaust.“ Þetta tómstundastarf kveðst Þorvaldur nálgast eins og ævistarfið, þar sé ekkert gert nema því sé ætlað talsvert geymsluþol. Því láti hann kvikmynda konsertana. „Lýður Árnason og Íris Sveinsdóttir sjá um upptökur, auk þess að vera læknar eru þau reyndir kvikmyndagerðarmenn,“ segir hann. „Ég fæ ekkert út úr svona viðburðum nema þeir verði aðgengilegir fram í tímann.“ Eftir föður Þorvaldar, Gylfa Þ. Gíslason menntamálaráðherra, liggja falleg lög svo Þorvaldur á ekki langt að sækja hæfileikana. Þó þeir hæfileikar hafi lengi legið í leyni viðurkennir hann að hafa örlítið reynt að semja á yngri árum. „Það var bara fikt sem fór aldrei út fyrir veggi heimilisins. Ég áræddi ekki að sýna lög mín þekktum flytjendum fyrr en fyrir svona tíu árum og hef aldrei fengið nei, ekki enn. Það eru mikil forréttindi fyrir leikmann í þessum bransa að eiga kost á samstarfi og vinfengi við fremstu tónlistarstjörnur landsins. Ég nýt þess eins og barn nýtur jólanna.“ Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 11. mars 2017 Menning Mest lesið Aron selur húsið ári eftir kaupin Lífið Versti óttinn að raungerast Lífið Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Lífið Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Lífið Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Lífið „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Lífið Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Lífið Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Lífið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Tónlist Fleiri fréttir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Síðustu tíu til fimmtán ár hef ég verið að skrifa nótur og hef notið þess að mjög góðir flytjendur hafa fengist til að flytja lögin mín,“ segir Þorvaldur Gylfason hagfræðiprófessor. „Nú eru það verðlaunasöngvararnir Hallveig Rúnarsdóttir og Elmar Gilbertsson, og píanóleikarinn Snorri Sigfús Birgisson, öll í fremstu röð. Kvæðin eru eftir Snorra Hjartarson sem er eitt af mínum eftirlætisskáldum eins og margra annarra.“ Hér er Þorvaldur að lýsa tónleikum í Hannesarholti við Grundarstíg í dag, laugardag, sem hefjast klukkan 16. Hann segir þá verða svolítið öðruvísi en tíðkast. „Tónsetjarinn tekur þá áhættusömu stefnu að reyna að skýra lögin aðeins áður en þau heyrast og ætlar líka að lesa kvæðin,“ segir hann kankvís. Ljóðin eru Haustið er komið, Ísabrot, Vor og Sumarkvöld og þau nefnir Þorvaldur Fjórar árstíðir. Með kvæðinu Í Úlfdölum verða árstíðirnar fimm. Hann segir Kristján Hreinsson, skáld og vin sinn, hafa átt upptökin að því að spyrða ljóð Snorra um árstíðirnar saman og búa til úr þeim ljóðaflokk. „Kristján hugsar svo stórt að hann sendir mér sjaldnast eitt og eitt kvæði til að tónsetja, heldur heilu kippurnar og eins og hlýðinn nemandi geri ég það. Svo barst aðdáunin á Snorra Hjartarsyni í tal og Kristján sagði: „Þú hlýtur að skaffa honum kippu líka.“ Þannig varð til hugmyndin um Fjórar árstíðir, sem ég kalla stundum fjórflokkinn. Svo hreifst ég af lengsta kvæði Snorra sem heitir Í Úlfdölum, fyrsta kvæðinu í fyrstu bókinni hans. Þannig varð fjórflokkurinn að fimmflokki en önnur eins ósköp hafa nú gerst, til dæmis við Austurvöll!“ Þorvaldur segir tónsmíðarnar saklaust tómstundagaman. „Ég hóf þær þó ekki fyrr en eftir fimmtugt. Þetta eru orðin 90 lög og þeim fer fjölgandi. Í sumar eða haust ætla Hallveig og Elmar, ásamt Snorra Sigfúsi, að flytja nýjan sextán laga flokk við kvæði Kristjáns Hreinssonar, þannig að það er ýmislegt í deiglunni. Lögin streyma fram stjórnlaust.“ Þetta tómstundastarf kveðst Þorvaldur nálgast eins og ævistarfið, þar sé ekkert gert nema því sé ætlað talsvert geymsluþol. Því láti hann kvikmynda konsertana. „Lýður Árnason og Íris Sveinsdóttir sjá um upptökur, auk þess að vera læknar eru þau reyndir kvikmyndagerðarmenn,“ segir hann. „Ég fæ ekkert út úr svona viðburðum nema þeir verði aðgengilegir fram í tímann.“ Eftir föður Þorvaldar, Gylfa Þ. Gíslason menntamálaráðherra, liggja falleg lög svo Þorvaldur á ekki langt að sækja hæfileikana. Þó þeir hæfileikar hafi lengi legið í leyni viðurkennir hann að hafa örlítið reynt að semja á yngri árum. „Það var bara fikt sem fór aldrei út fyrir veggi heimilisins. Ég áræddi ekki að sýna lög mín þekktum flytjendum fyrr en fyrir svona tíu árum og hef aldrei fengið nei, ekki enn. Það eru mikil forréttindi fyrir leikmann í þessum bransa að eiga kost á samstarfi og vinfengi við fremstu tónlistarstjörnur landsins. Ég nýt þess eins og barn nýtur jólanna.“ Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 11. mars 2017
Menning Mest lesið Aron selur húsið ári eftir kaupin Lífið Versti óttinn að raungerast Lífið Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Lífið Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Lífið Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Lífið „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Lífið Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Lífið Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Lífið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Tónlist Fleiri fréttir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira