Menning

Nokkur orð um tilvistarvanda sagnfræðings sem varð forseti

Magnús Guðmundsson skrifar
Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, flytur hátíðarfyrirlestur Hugvísindaþings í dag.
Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, flytur hátíðarfyrirlestur Hugvísindaþings í dag. Vísir/Anton Brink
Hugvísindaþing er árviss ráðstefna Hugvísindastofnunar þar sem fram er borið það helsta í fræðunum í málstofum ætluðum fræðasamfélaginu jafnt sem almenningi. Þingið var fyrst haldið árið 1996 og verður því 21 árs árið 2017. Aðgangur að þinginu er ókeypis og öllum opinn.

Guðmundur Hálfdanarson, forseti Hugvísindasviðs, setur þingið í dag kl. 12 í Hátíðarsal Háskóla Íslands. Í framhaldinu heldur forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, hátíðarfyrirlestur undir yfirskriftinni: Þjóðin og fræðin. Nokkur orð um tilvistarvanda sagnfræðings sem varð forseti.

Þarna er greinilega á ferðinni fróðlegur og skemmtilegur fyrirlestur en þingið er reyndar allt hlaðið áhugaverðum fyrirlestrum.

Á meðal forvitnilegra yfirskrifta á fyrirlestrum dagsins má nefna:

Sitt af hverju tagi – með hugrænni slagsíðu,

Konur og kynhlutverk í dægurmenningu fyrri alda,

Trú, trúarþel og fötlun – Hið sammannlega,

Ofbeldi og tjáning í list og veruleika,

Almenningur og lýðræðisleg umræða,

Maður að okkar skapi,

Máltileinkun, tölvur og tvítyngi.

Þetta er aðeins brot af fyrirlestrum dagsins í dag og á morgun er ekki síður spennandi dagskrá sem hefst kl. 10 og stendur til 17.30.

Þeim sem vilja kynna sér dagskrá Hugvísindaþings nánar er bent á að heimasíðuna hugvisindathing.hi.is en þar má finna allar nánari upplýsingar.

 

Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 10. mars 2017






Fleiri fréttir

Sjá meira


×