Brothætt staða Hörður Ægisson skrifar 10. mars 2017 07:00 Landsframleiðsla jókst um 7,2 prósent á árinu 2016. Nei, þetta eru ekki hagvaxtartölur fyrir Kína. Nýjar tölur sem Hagstofan birti í gær, sem sýna að hagvöxtur á Íslandi hefur ekki aukist meira á einu ári frá því 2007, eru einstakar í vestrænum samanburði. Alþjóðabankinn áætlar þannig að hagvöxtur í þróaðri ríkjum hafi verið um 1,6 prósent að meðtali í fyrra – og útlit er fyrir að Indland verði eina ríkið í heiminum með meiri hagvöxt en Ísland. Vöxturinn hérlendis reyndist umfram væntingar sem skýrist einkum af meiri íbúðafjárfestingu og auknum útflutningi. Slíkur hagvöxtur er góðs viti og til marks um að hann er – enn sem komið er – sjálfbær og heilbrigður. Þótt einkaneysla hafi aukist um tæplega sjö prósent, sem er mesti árlegi vöxtur frá 2005, þá minnkaði hún sem hlutfall af landsframleiðslu og hefur sjaldan verið minni. Með öðrum orðum sjást þess engin merki að heimili séu að skuldsetja sig til að standa undir aukinni einkaneyslu. Þvert á móti heldur þjóðhagslegur sparnaður áfram að aukast. Staðan er því á flesta mælikvarða með eindæmum góð. Verðbólga hefur haldist undir 2,5 prósent markmiði Seðlabankans samfellt í meira en þrjú ár. Ólíkt árunum í aðdraganda fjármálahrunsins 2008, þar sem vöxturinn í efnahagslífinu var drifinn áfram af erlendri skuldsetningu sem engin innistæða var fyrir, þá stafar hagvöxturinn í þetta sinn einkum af stöðugum vexti í útflutningstekjum og stórbættri skuldastöðu heimila og fyrirtækja. Útlit er fyrir áframhaldandi mikinn viðskiptaafgang og erlend staða þjóðarbúsins hefur ekki verið betri í lýðveldissögunni. Hættumerkin eru hins vegar, eins og ávallt, vitaskuld einnig fyrir hendi. Hin hliðin á þessum öra vexti, sem er síður æskileg til lengri tíma litið, er hin mikla og hraða gengishækkun krónunnar. Hún styrktist um liðlega tíu prósent gagnvart evru í febrúar þrátt fyrir að Seðlabankinn hafi keypt gjaldeyri á sama tíma fyrir um 35 milljarða. Slík gengisstyrking – á aðeins fjórum vikum – er nánast fordæmalaus. Óþarfi er að fjölyrða um þau neikvæðu áhrif sem þessi þróun hefur fyrir rekstrarskilyrði útflutningsgreina landsins. Með sama framhaldi munum við enda með þessar atvinnugreinar laskaðar og harkaleg gengisleiðrétting verður að lokum óumflýjanleg. Hvað er til ráða? Augljósasta skrefið er að afnema sem fyrst að fullu fjármagnshöft á heimili, fyrirtæki og lífeyrissjóði. Höft á fjármagnsútflæði Íslendinga við núverandi aðstæður eru skaðleg hagkerfinu. Fram kom í máli fjármálaráðherra á Alþingi í gær að slíkra aðgerða væri að vænta, hugsanlega á allra næstu vikum. Það eru góð tíðindi. Meira þarf samt að koma til. Aðstæður eru til staðar fyrir Seðlabankann að lækka vexti og draga þannig úr alltof miklum vaxtamun Íslands við útlönd. Það yrði til þess fallið að ýta undir erlenda fjárfestingu innlendra aðila og þannig vinna gegn sífelldri styrkingu krónunnar. Þá þarf að nýta sterka gjaldeyrisstöðu þjóðarbúsins til að stofna stöðugleikasjóð, sambærilegan norska olíusjóðnum, sem myndi fjárfesta í erlendum eignum sem gæfu betri ávöxtun til lengri tíma. Með því að koma slíkum sjóði á fót væri hægt að draga úr miklum kostnaði Seðlabankans við að halda úti stórum gjaldeyrisforða og eins jafna sveiflur í gengi krónunnar. Fyrsta skrefið er hins vegar vaxtalækkun, að minnsta kosti um hálft prósentustig, sem Seðlabankinn hlýtur að tilkynna um á vaxtaákvörðunarfundi sínum í næstu viku.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hörður Ægisson Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Landsframleiðsla jókst um 7,2 prósent á árinu 2016. Nei, þetta eru ekki hagvaxtartölur fyrir Kína. Nýjar tölur sem Hagstofan birti í gær, sem sýna að hagvöxtur á Íslandi hefur ekki aukist meira á einu ári frá því 2007, eru einstakar í vestrænum samanburði. Alþjóðabankinn áætlar þannig að hagvöxtur í þróaðri ríkjum hafi verið um 1,6 prósent að meðtali í fyrra – og útlit er fyrir að Indland verði eina ríkið í heiminum með meiri hagvöxt en Ísland. Vöxturinn hérlendis reyndist umfram væntingar sem skýrist einkum af meiri íbúðafjárfestingu og auknum útflutningi. Slíkur hagvöxtur er góðs viti og til marks um að hann er – enn sem komið er – sjálfbær og heilbrigður. Þótt einkaneysla hafi aukist um tæplega sjö prósent, sem er mesti árlegi vöxtur frá 2005, þá minnkaði hún sem hlutfall af landsframleiðslu og hefur sjaldan verið minni. Með öðrum orðum sjást þess engin merki að heimili séu að skuldsetja sig til að standa undir aukinni einkaneyslu. Þvert á móti heldur þjóðhagslegur sparnaður áfram að aukast. Staðan er því á flesta mælikvarða með eindæmum góð. Verðbólga hefur haldist undir 2,5 prósent markmiði Seðlabankans samfellt í meira en þrjú ár. Ólíkt árunum í aðdraganda fjármálahrunsins 2008, þar sem vöxturinn í efnahagslífinu var drifinn áfram af erlendri skuldsetningu sem engin innistæða var fyrir, þá stafar hagvöxturinn í þetta sinn einkum af stöðugum vexti í útflutningstekjum og stórbættri skuldastöðu heimila og fyrirtækja. Útlit er fyrir áframhaldandi mikinn viðskiptaafgang og erlend staða þjóðarbúsins hefur ekki verið betri í lýðveldissögunni. Hættumerkin eru hins vegar, eins og ávallt, vitaskuld einnig fyrir hendi. Hin hliðin á þessum öra vexti, sem er síður æskileg til lengri tíma litið, er hin mikla og hraða gengishækkun krónunnar. Hún styrktist um liðlega tíu prósent gagnvart evru í febrúar þrátt fyrir að Seðlabankinn hafi keypt gjaldeyri á sama tíma fyrir um 35 milljarða. Slík gengisstyrking – á aðeins fjórum vikum – er nánast fordæmalaus. Óþarfi er að fjölyrða um þau neikvæðu áhrif sem þessi þróun hefur fyrir rekstrarskilyrði útflutningsgreina landsins. Með sama framhaldi munum við enda með þessar atvinnugreinar laskaðar og harkaleg gengisleiðrétting verður að lokum óumflýjanleg. Hvað er til ráða? Augljósasta skrefið er að afnema sem fyrst að fullu fjármagnshöft á heimili, fyrirtæki og lífeyrissjóði. Höft á fjármagnsútflæði Íslendinga við núverandi aðstæður eru skaðleg hagkerfinu. Fram kom í máli fjármálaráðherra á Alþingi í gær að slíkra aðgerða væri að vænta, hugsanlega á allra næstu vikum. Það eru góð tíðindi. Meira þarf samt að koma til. Aðstæður eru til staðar fyrir Seðlabankann að lækka vexti og draga þannig úr alltof miklum vaxtamun Íslands við útlönd. Það yrði til þess fallið að ýta undir erlenda fjárfestingu innlendra aðila og þannig vinna gegn sífelldri styrkingu krónunnar. Þá þarf að nýta sterka gjaldeyrisstöðu þjóðarbúsins til að stofna stöðugleikasjóð, sambærilegan norska olíusjóðnum, sem myndi fjárfesta í erlendum eignum sem gæfu betri ávöxtun til lengri tíma. Með því að koma slíkum sjóði á fót væri hægt að draga úr miklum kostnaði Seðlabankans við að halda úti stórum gjaldeyrisforða og eins jafna sveiflur í gengi krónunnar. Fyrsta skrefið er hins vegar vaxtalækkun, að minnsta kosti um hálft prósentustig, sem Seðlabankinn hlýtur að tilkynna um á vaxtaákvörðunarfundi sínum í næstu viku.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun