Sara ekki bara „besta dóttirin“ heldur vann hún allar á The Open Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. mars 2017 17:11 Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir. Mynd/Fésbókarsíða Crossfit Íslenska Crossfitkonan Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir vann fyrsta stigið á Crossfit heimsleikunum en þetta varð ljóst eftir að allar höfðu skilað inn fimmtu og síðustu æfingaröðinni sinni. Ragnheiður Sara var því best af þeim 150 þúsund keppendum út um allan heim sem reyndu sig við sömu fimm þrautir en hver þraut var gefin út á fimmtudegi og stelpurnar höfðu fram yfir helgi til að skila inn æfingunum, annaðhvort með að taka þær upp á myndband eða fá þær vottaðar af fullgildum fulltrúa frá Crossfit samtökunum. Sara var efst á heimsvísu eftir einvígið við Katrínu Tönju Davíðsdóttur eins og Vísir sagði frá í síðustu viku en þá átti stærsti hluti keppendanna eftir að skila inn sínum æfingum. Ragnheiður Sara gerði smá mistök í einvíginu og skilaði því aftur inn æfingunum og var þá mun fljótari. Hún kláraði fimmtu og síðustu æfingaröðina á 6:32 mínútum en hafði klárað á 6:56 mínútum í einvíginu. 6:32 mínútur skiluðu Ragnheiði Söru sjötta besta tímann af öllum og það dugði til þess að tryggja henni efsta sætið á The Open. Næsta stig er síðan álfukeppnin en þar keppir Ragnheiður Sara í Ameríkuriðlinum í fyrsta sinn en hún hefur hingað til keppt í Evrópuhlutanum. Ragnheiður Sara mun reyna í Ameríkuriðlinum að tryggja sér sæti á heimsleikunum sem fara fram í Madison í Bandaríkjunum í ágúst næstkomandi. Ragnheiður Sara varð í 9. sæti í fyrstu þrautinni, í 14. sæti í annarri þrautinni, í 3. sæti í þriðju þrautinni, í 2. sæti í fjórðu þrautinni og svo í 6. sæti í fimmtu og síðustu þrautinni. Hún fékk alls 34 stig en markmiðið er að vera með sem fæst stig. Í öðru sæti var Kari Peatce með 38 stig. Katrín Tanja Davíðsdóttir kláraði á 6:53 mínútum þegar hún vann einvígið sem varð á endanum 24. besti tíminn. Katrín Tanja endaði í tíunda sæti á heimsvísu en þrátt fyrir að vera inn á topp tíu þá endaði hún aðeins í fjórða sætinu af íslensku stelpunum. Annie Mist Þórisdóttir varð í sjöunda sæti og Þuríður Erla Helgadóttir varð í áttunda sæti. Íslensku dæturnar eru því áfram áberandi meðal bestu crossfit kvenna heimsins. Það má sjá öll úrslitin hér.Mat Fraser & Sara Sigmundsdottir Win 2017 CrossFit Open#intheopen #crossfitopen #crossfitgames https://t.co/7xRMdR6Bpi— The Barbell Spin (@TheBarbellSpin) March 28, 2017 CrossFit Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Enski boltinn Fleiri fréttir Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Leik lokið: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ Newcastle - Tottenham | Sex stiga leikur í norðrinu Algjör Pina fyrir þær þýsku í seinni og Spánn Þjóðadeildarmeistari „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis Barcelona - Atlético Madrid | Stórslagur á Spáni „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Trump mætir á HM-dráttinn þar sem fyrstu friðarverðlaunin verða afhent Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Versta spark NFL-sögunnar: „Ég hef aldrei séð svona“ Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Kláruðu leikinn tveimur sólarhringum eftir að hann hófst Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Framlagið skerðist ekki vegna Launasjóðs Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Snæfríður sló sextán ára met Ragnheiðar og annað met um leið Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Heiða frá meisturunum til nýliða í Svíþjóð Sjá meira
Íslenska Crossfitkonan Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir vann fyrsta stigið á Crossfit heimsleikunum en þetta varð ljóst eftir að allar höfðu skilað inn fimmtu og síðustu æfingaröðinni sinni. Ragnheiður Sara var því best af þeim 150 þúsund keppendum út um allan heim sem reyndu sig við sömu fimm þrautir en hver þraut var gefin út á fimmtudegi og stelpurnar höfðu fram yfir helgi til að skila inn æfingunum, annaðhvort með að taka þær upp á myndband eða fá þær vottaðar af fullgildum fulltrúa frá Crossfit samtökunum. Sara var efst á heimsvísu eftir einvígið við Katrínu Tönju Davíðsdóttur eins og Vísir sagði frá í síðustu viku en þá átti stærsti hluti keppendanna eftir að skila inn sínum æfingum. Ragnheiður Sara gerði smá mistök í einvíginu og skilaði því aftur inn æfingunum og var þá mun fljótari. Hún kláraði fimmtu og síðustu æfingaröðina á 6:32 mínútum en hafði klárað á 6:56 mínútum í einvíginu. 6:32 mínútur skiluðu Ragnheiði Söru sjötta besta tímann af öllum og það dugði til þess að tryggja henni efsta sætið á The Open. Næsta stig er síðan álfukeppnin en þar keppir Ragnheiður Sara í Ameríkuriðlinum í fyrsta sinn en hún hefur hingað til keppt í Evrópuhlutanum. Ragnheiður Sara mun reyna í Ameríkuriðlinum að tryggja sér sæti á heimsleikunum sem fara fram í Madison í Bandaríkjunum í ágúst næstkomandi. Ragnheiður Sara varð í 9. sæti í fyrstu þrautinni, í 14. sæti í annarri þrautinni, í 3. sæti í þriðju þrautinni, í 2. sæti í fjórðu þrautinni og svo í 6. sæti í fimmtu og síðustu þrautinni. Hún fékk alls 34 stig en markmiðið er að vera með sem fæst stig. Í öðru sæti var Kari Peatce með 38 stig. Katrín Tanja Davíðsdóttir kláraði á 6:53 mínútum þegar hún vann einvígið sem varð á endanum 24. besti tíminn. Katrín Tanja endaði í tíunda sæti á heimsvísu en þrátt fyrir að vera inn á topp tíu þá endaði hún aðeins í fjórða sætinu af íslensku stelpunum. Annie Mist Þórisdóttir varð í sjöunda sæti og Þuríður Erla Helgadóttir varð í áttunda sæti. Íslensku dæturnar eru því áfram áberandi meðal bestu crossfit kvenna heimsins. Það má sjá öll úrslitin hér.Mat Fraser & Sara Sigmundsdottir Win 2017 CrossFit Open#intheopen #crossfitopen #crossfitgames https://t.co/7xRMdR6Bpi— The Barbell Spin (@TheBarbellSpin) March 28, 2017
CrossFit Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Enski boltinn Fleiri fréttir Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Leik lokið: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ Newcastle - Tottenham | Sex stiga leikur í norðrinu Algjör Pina fyrir þær þýsku í seinni og Spánn Þjóðadeildarmeistari „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis Barcelona - Atlético Madrid | Stórslagur á Spáni „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Trump mætir á HM-dráttinn þar sem fyrstu friðarverðlaunin verða afhent Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Versta spark NFL-sögunnar: „Ég hef aldrei séð svona“ Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Kláruðu leikinn tveimur sólarhringum eftir að hann hófst Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Framlagið skerðist ekki vegna Launasjóðs Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Snæfríður sló sextán ára met Ragnheiðar og annað met um leið Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Heiða frá meisturunum til nýliða í Svíþjóð Sjá meira