Hluthafar ræddu samstarf Kjarnans og Fréttatímans Haraldur Guðmundsson og Hörður Ægisson skrifa 29. mars 2017 08:30 Sigurður Gísli Pálmason er í eigendahópi Fréttatímans. Sigurður Gísli Pálmason, hluthafi í útgáfufélagi Fréttatímans, og Vilhjálmur Þorsteinsson, einn eigenda Kjarnans, funduðu samkvæmt heimildum Markaðarins um síðustu helgi og ræddu mögulegt samstarf fjölmiðlanna tveggja. Fjárfestarnir vildu ekki tjá sig um gang viðræðnanna þegar blaðamaður náði tali af þeim eða hvort stefnt sé að sameiningu miðlanna.Vilhjálmur Þorsteinsson, hluthafi í Kjarnanum.„Ég get nú ekkert gefið neitt komment á það. Auðvitað eru menn alltaf að velta fyrir sér fjölmiðlabransanum og stöðu hans og horfum. Það þarf ekkert endilega að vera meira en það en ég ætla svo sem ekki að gefa neinn ádrátt um eitthvað meira en það,“ sagði Vilhjálmur. Dexter fjárfestingar ehf., í eigu Sigurðar Gísla, á 29 prósenta hlut í Morgundegi, útgáfufélagi Fréttatímans. Vilhjálmur er annar stærsti hluthafi Kjarnans Miðla ehf. með 15,98 prósent í gegnum félag sitt Miðeind ehf. Eigendur Fréttatímans hafa síðan í janúar stefnt að stofnun Frjálsrar fjölmiðlunar, félags sem leitar til almennings um stuðning við frjálsa og óháða blaðamennsku. Hlutafé Kjarnans var aukið lítillega í apríl í fyrra þegar hjónin Guðmundur Hafsteinsson og Edda Hafsteinsdóttir bættust í eigendahópinn. Hluthafar Kjarnans eru ellefu talsins og er Hjálmar Gíslason, stofnandi Datamarket og stjórnarformaður Kjarnans, stærsti eigandi fjölmiðilsins með 16,55 prósent í gegnum félag sitt HG80 ehf. Auk Sigurðar Gísla á Gunnar Smári Egilsson, ritstjóri Fréttatímans, 46 prósenta hlut og Valdimar Birgisson, framkvæmdastjóri blaðsins, 25 prósent.Fréttin birtist í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Telja vegið að eignarrétti Sýnar Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Sjá meira
Sigurður Gísli Pálmason, hluthafi í útgáfufélagi Fréttatímans, og Vilhjálmur Þorsteinsson, einn eigenda Kjarnans, funduðu samkvæmt heimildum Markaðarins um síðustu helgi og ræddu mögulegt samstarf fjölmiðlanna tveggja. Fjárfestarnir vildu ekki tjá sig um gang viðræðnanna þegar blaðamaður náði tali af þeim eða hvort stefnt sé að sameiningu miðlanna.Vilhjálmur Þorsteinsson, hluthafi í Kjarnanum.„Ég get nú ekkert gefið neitt komment á það. Auðvitað eru menn alltaf að velta fyrir sér fjölmiðlabransanum og stöðu hans og horfum. Það þarf ekkert endilega að vera meira en það en ég ætla svo sem ekki að gefa neinn ádrátt um eitthvað meira en það,“ sagði Vilhjálmur. Dexter fjárfestingar ehf., í eigu Sigurðar Gísla, á 29 prósenta hlut í Morgundegi, útgáfufélagi Fréttatímans. Vilhjálmur er annar stærsti hluthafi Kjarnans Miðla ehf. með 15,98 prósent í gegnum félag sitt Miðeind ehf. Eigendur Fréttatímans hafa síðan í janúar stefnt að stofnun Frjálsrar fjölmiðlunar, félags sem leitar til almennings um stuðning við frjálsa og óháða blaðamennsku. Hlutafé Kjarnans var aukið lítillega í apríl í fyrra þegar hjónin Guðmundur Hafsteinsson og Edda Hafsteinsdóttir bættust í eigendahópinn. Hluthafar Kjarnans eru ellefu talsins og er Hjálmar Gíslason, stofnandi Datamarket og stjórnarformaður Kjarnans, stærsti eigandi fjölmiðilsins með 16,55 prósent í gegnum félag sitt HG80 ehf. Auk Sigurðar Gísla á Gunnar Smári Egilsson, ritstjóri Fréttatímans, 46 prósenta hlut og Valdimar Birgisson, framkvæmdastjóri blaðsins, 25 prósent.Fréttin birtist í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Telja vegið að eignarrétti Sýnar Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Sjá meira