Kínverjar kaupa 5% í Tesla Finnur Thorlacius skrifar 28. mars 2017 14:51 Tesla Model S. Tencent Holdings sem er kínverskur tæknirisi hefur keypt 5% hlut í bandaríska rafmagnsbílaframleiðandanum Tesla fyrir 1,78 milljarða dollara, eða fyrir 196 milljarða króna. Með þessum kaupum er Tencent Holdings orðinn einn stærsti eigandinn í Tesla, en sá stærsti er forstjórinn sjálfur, Elon Musk með 21% eignarhlut. Elon Musk hefur einmitt verið að reyna að sækja meira fjármagn fyrir smíðina á Tesla Model 3 bílnum og þróun næstu bíla Tesla. Gengi hlutabréf Tesla hækkaði í gær um 2% og standa bréfin nú í 275,6 dollurum. Kínversk fyrirtæki hafa að undanförnu verið að fjárfesta mikið í rafmagnsbílaframleiðendum þar sem þau óttast sífellt strangari mengunarstaðla í heimalandinu sökum þeirrar miklu loftmengunar sem í landinu er. Sem dæmi um það eru rafmagnsbílaframleiðendurnir LeSee, NextEV, Future Mobility og Qiantu Motor sem fengið hafa fjármagn að undanförnu frá kínverskum tæknifyrirtækjum gegn hlutum í þessum fyrirtækjum. Kínverjar hafa greinilega mikla trú á framtíð rafmagnsbíla. Mest lesið Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Segir Ísraelsher hafa myrt leiðtoga Hamas Erlent Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Innlent Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Erlent Átta nemendur með ágætiseinkunn Innlent Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Innlent
Tencent Holdings sem er kínverskur tæknirisi hefur keypt 5% hlut í bandaríska rafmagnsbílaframleiðandanum Tesla fyrir 1,78 milljarða dollara, eða fyrir 196 milljarða króna. Með þessum kaupum er Tencent Holdings orðinn einn stærsti eigandinn í Tesla, en sá stærsti er forstjórinn sjálfur, Elon Musk með 21% eignarhlut. Elon Musk hefur einmitt verið að reyna að sækja meira fjármagn fyrir smíðina á Tesla Model 3 bílnum og þróun næstu bíla Tesla. Gengi hlutabréf Tesla hækkaði í gær um 2% og standa bréfin nú í 275,6 dollurum. Kínversk fyrirtæki hafa að undanförnu verið að fjárfesta mikið í rafmagnsbílaframleiðendum þar sem þau óttast sífellt strangari mengunarstaðla í heimalandinu sökum þeirrar miklu loftmengunar sem í landinu er. Sem dæmi um það eru rafmagnsbílaframleiðendurnir LeSee, NextEV, Future Mobility og Qiantu Motor sem fengið hafa fjármagn að undanförnu frá kínverskum tæknifyrirtækjum gegn hlutum í þessum fyrirtækjum. Kínverjar hafa greinilega mikla trú á framtíð rafmagnsbíla.
Mest lesið Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Segir Ísraelsher hafa myrt leiðtoga Hamas Erlent Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Innlent Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Erlent Átta nemendur með ágætiseinkunn Innlent Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Innlent