Leggur til lækkun veiðigjalda til að auka starfsöryggi Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 28. mars 2017 14:17 Teitur Björn segir hætt við að mál HB Granda sé ekki einangrað tilvik. Teitur Björn Einarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, segir hætt við að mál HB Granda sé ekki einangrað tilvik. Rétt sé að íhuga lækkun veiðigjalda til að auka starfsöryggi fólks. Mikil hækkun launa, styrking krónunnar og að háir vextir setji fjölmargar fiskvinnslur í verulegan vanda. „Það er ekki hægt að horfa fram hjá því að gjöld á atvinnuveginn umfram aðrar útflutningsgreinar eru íþyngjandi, gjöld sem leggjast sérstaklega þungt á lítil og meðalstór fiskvinnslufyrirtæki á landsbyggðinni. Ef það er raunverulegur vilji til þess að treysta atvinnuskilyrði, auka starfsöryggi starfsfólks og auka byggðafestu hlýtur lækkun þeirra að vera einn valkostur sem er í stöðunni,“ sagði Teitur Björn á Alþingi í dag. Teitur sagði tíðindi gærdagsins, þess efnis að HB Grandi hyggist láta af botnfiskvinnslu á Akranesi, mikið reiðarslag. Hins vegar ríki einhugur á meðal Skagamanna um að halda áfram viðræðum við HB Granda um uppbyggingu á framtíðaraðstöðu fyrirtækisins á Akranesi. Af þeim sökum séu komin haldbær rök fyrir fyrirtækið að hinkra með ákvörðun sína þar til búið sé að fara yfir alla möguleika.Stjórnvöld vakni úr rotinu Guðjón S. Brjánsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segir að um sé að ræða kerfismartröð sem íhaldsöflin reyni að verja með kjafti og klóm. Nú blasi við hamfaraástand á Akranesi. „Þetta er samfélagslegt ábyrgðarleysi. Hér ráða ferðinni einhver önnur öfl, og ekki öfl skynsemi, sanngirni eða réttlætis. Þetta áfall sem nú ríður yfir á að ýta við þegnum landsins. Það er verið að véla með sameiginlega auðlind. Hvenær ætla stjórnvöld að vakna úr rotinu og átta sig á eyðileggingarmætti og ofbeldi þessa kerfis?,“ sagði Guðjón. Hann kallaði eftir viðbrögðum frá ríkisstjórninni. „Ég brýni ríkisstjórnina til að fara strax í endurskoðun kvótakerfisins sem þeir hafa lofað, svo hindra megi frekari eyðileggingu atvinnulífs og mannlífs vítt og breitt um landið.“ Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Fleiri fréttir Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sjá meira
Teitur Björn Einarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, segir hætt við að mál HB Granda sé ekki einangrað tilvik. Rétt sé að íhuga lækkun veiðigjalda til að auka starfsöryggi fólks. Mikil hækkun launa, styrking krónunnar og að háir vextir setji fjölmargar fiskvinnslur í verulegan vanda. „Það er ekki hægt að horfa fram hjá því að gjöld á atvinnuveginn umfram aðrar útflutningsgreinar eru íþyngjandi, gjöld sem leggjast sérstaklega þungt á lítil og meðalstór fiskvinnslufyrirtæki á landsbyggðinni. Ef það er raunverulegur vilji til þess að treysta atvinnuskilyrði, auka starfsöryggi starfsfólks og auka byggðafestu hlýtur lækkun þeirra að vera einn valkostur sem er í stöðunni,“ sagði Teitur Björn á Alþingi í dag. Teitur sagði tíðindi gærdagsins, þess efnis að HB Grandi hyggist láta af botnfiskvinnslu á Akranesi, mikið reiðarslag. Hins vegar ríki einhugur á meðal Skagamanna um að halda áfram viðræðum við HB Granda um uppbyggingu á framtíðaraðstöðu fyrirtækisins á Akranesi. Af þeim sökum séu komin haldbær rök fyrir fyrirtækið að hinkra með ákvörðun sína þar til búið sé að fara yfir alla möguleika.Stjórnvöld vakni úr rotinu Guðjón S. Brjánsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segir að um sé að ræða kerfismartröð sem íhaldsöflin reyni að verja með kjafti og klóm. Nú blasi við hamfaraástand á Akranesi. „Þetta er samfélagslegt ábyrgðarleysi. Hér ráða ferðinni einhver önnur öfl, og ekki öfl skynsemi, sanngirni eða réttlætis. Þetta áfall sem nú ríður yfir á að ýta við þegnum landsins. Það er verið að véla með sameiginlega auðlind. Hvenær ætla stjórnvöld að vakna úr rotinu og átta sig á eyðileggingarmætti og ofbeldi þessa kerfis?,“ sagði Guðjón. Hann kallaði eftir viðbrögðum frá ríkisstjórninni. „Ég brýni ríkisstjórnina til að fara strax í endurskoðun kvótakerfisins sem þeir hafa lofað, svo hindra megi frekari eyðileggingu atvinnulífs og mannlífs vítt og breitt um landið.“
Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Fleiri fréttir Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sjá meira