Ein og hálf milljón á mánuði til forseta alþýðunnar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. mars 2017 12:15 Gylfi Arnbjörnsson, lengst til vinstri, ásamt Eygló Harðardóttur, þingmanni og fráfarandi ráðherra, Ólafíu B. Rafnsdóttur, fráfarandi formanni VR, Sigurði Bessasyni hjá Eflingu og Degi B. Eggertssyni, borgarstjóra í Reykjavík. Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, er með 1460 þúsund krónur í laun á mánuði. Frá þessu er greint á heimasíðu ASÍ en tilefnið mun vera fyrirspurn Stundarinnar um launakjör forsetans. „Þó forseti fái ekki greitt sérstaklega fyrir yfirvinnu er vinnutíminn nokkuð langur, en nýleg tímaskráning á starfi forsetans sýnir að hann vinnur um 60 klukkustundir á viku,“ segir í fréttinni á vef ASÍ. Töluverð umræða hefur verið um launaþróun í íslensku samfélagi og þá sérstaklega ákvörðun kjararáðs að hækka laun þingmanna, ráðherra og forseta Íslands verulega í nóvember síðastliðnum.Ragnar Þór Ingólfsson, nýr formaður VR, er með um 1400 þúsund krónur á mánuði en segist vilja lækka laun sín.Vísir/StefánHærri laun en þingfararkaup Bæði VR og ASÍ skoruðu á kjararáð að endurskoða ákvörðun sína en engin endurskoðun var gerð á ákvörðuninni. Forseti Íslands ákvað þó sjálfur að hækkun sinna launa myndi renna til góðgerðamála. Í framhaldinu var nokkuð fast skotið á formann VR og forseta ASÍ sem einnig hafa hækkað umtalsvert í launum undanfarin ár, langt umfram almenna launaþróun. Raunar eru laun beggja verkalýðsforingja hærri en sem nemur þingfararkaupi. Laun Ólafíu B. Rafnsdóttur, fráfarandi formanns VR, hækkuðu um 43 prósent á tveimur árum og eru nú um 1430 þúsund krónur. Nýr formaður VR, Ragnar Þór Ingólfsson, hefur sagt það forgangsmál að lækka sjálfan sig í launum um 300 þúsund krónur.Frá baráttufundi í miðbæ Reykjavíkur.vísir/daníelBera saman við meðaltal heildarlaunaÍ frétt ASÍ er bent á að meðaltal heildarlauna á almennum vinnumarkaði, samkvæmt könnun Hagstofu Íslands, hafi verið 708 þúsund krónur árið 2016. Laun Gylfa séu því ríflega tvöfalt þau meðalllaun sem séu á almennum vinnumarkaði. „Ef tekið er tillit til vinnutíma og vinnustundum deilt í heildarlaun þá er forseti ASÍ með 1,4 sinnum meðallaun á almennum vinnumarkaði,“ segir í fréttinni. Er vísað til þeirra 60 klukkustunda sem Gylfi skrái að jafnaði á sig í vinnu í viku hverri. Kjaramál Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Fimmti úrskurðaður í varðhald Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Erlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Fleiri fréttir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Sjá meira
Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, er með 1460 þúsund krónur í laun á mánuði. Frá þessu er greint á heimasíðu ASÍ en tilefnið mun vera fyrirspurn Stundarinnar um launakjör forsetans. „Þó forseti fái ekki greitt sérstaklega fyrir yfirvinnu er vinnutíminn nokkuð langur, en nýleg tímaskráning á starfi forsetans sýnir að hann vinnur um 60 klukkustundir á viku,“ segir í fréttinni á vef ASÍ. Töluverð umræða hefur verið um launaþróun í íslensku samfélagi og þá sérstaklega ákvörðun kjararáðs að hækka laun þingmanna, ráðherra og forseta Íslands verulega í nóvember síðastliðnum.Ragnar Þór Ingólfsson, nýr formaður VR, er með um 1400 þúsund krónur á mánuði en segist vilja lækka laun sín.Vísir/StefánHærri laun en þingfararkaup Bæði VR og ASÍ skoruðu á kjararáð að endurskoða ákvörðun sína en engin endurskoðun var gerð á ákvörðuninni. Forseti Íslands ákvað þó sjálfur að hækkun sinna launa myndi renna til góðgerðamála. Í framhaldinu var nokkuð fast skotið á formann VR og forseta ASÍ sem einnig hafa hækkað umtalsvert í launum undanfarin ár, langt umfram almenna launaþróun. Raunar eru laun beggja verkalýðsforingja hærri en sem nemur þingfararkaupi. Laun Ólafíu B. Rafnsdóttur, fráfarandi formanns VR, hækkuðu um 43 prósent á tveimur árum og eru nú um 1430 þúsund krónur. Nýr formaður VR, Ragnar Þór Ingólfsson, hefur sagt það forgangsmál að lækka sjálfan sig í launum um 300 þúsund krónur.Frá baráttufundi í miðbæ Reykjavíkur.vísir/daníelBera saman við meðaltal heildarlaunaÍ frétt ASÍ er bent á að meðaltal heildarlauna á almennum vinnumarkaði, samkvæmt könnun Hagstofu Íslands, hafi verið 708 þúsund krónur árið 2016. Laun Gylfa séu því ríflega tvöfalt þau meðalllaun sem séu á almennum vinnumarkaði. „Ef tekið er tillit til vinnutíma og vinnustundum deilt í heildarlaun þá er forseti ASÍ með 1,4 sinnum meðallaun á almennum vinnumarkaði,“ segir í fréttinni. Er vísað til þeirra 60 klukkustunda sem Gylfi skrái að jafnaði á sig í vinnu í viku hverri.
Kjaramál Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Fimmti úrskurðaður í varðhald Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Erlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Fleiri fréttir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Sjá meira