Sport

Gunnar Nelson: Mér er sama hvenær ég berst við þá bestu ég ætla að klára þá alla

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Gunnar Nelson er með sjálfstraustið í botni þessa dagana.
Gunnar Nelson er með sjálfstraustið í botni þessa dagana. mynd/mjölnir/sóllilja baltasarsdóttir
Gunnar Nelson, fremsti bardagaíþróttamaður þjóðarinnar, vill ekki bara vinna alla bardaga sína heldur vill hann klára þá áður en kemur að dómaraúrskurði. Hann vill rota menn eða afgreiða þá með hengingartaki því þannig berjast alvöru meistarar, að hans sögn.

Gunnar sneri aftur í búrið eftir tíu mánaða fjarveru í Lundúnum á dögunum og pakkaði þar saman Alan Jouban með hengingu í annarri lotu. Hann hefur klárað alla bardaga sem hann hefur sigrað nema einn með áður en kom að dómaraúrskurði, langflesta með hengingartaki.

Sjá einnig:Gunnar mjög spenntur fyrir því að berjast við Undradrenginn

Að klára bardagana með stæl er eitthvað sem skiptir Gunnar miklu máli en hann hefur sterkar skoðanir á hvernig menn sigra í bardögum sínum.

Thompson í bardaganum gegn Woodley á dögunum.vísir/getty
Kavanagh gerði þetta sjálfur

„Sumir þessara stráka ganga í hornið þegar lotan er búin og heyra: „Þú vannst þessa lotu.“ Fyrir mér er þetta eins og menn einbeiti sér bara að því að vinna lotur,“ segir Gunnar en ESPN greinir frá.

„Mér finnst að ef bardagamaður getur klárað bardagann sinn þá á hann að klára hann. Ef maður vill verða sannur meistari verður maður að klára bardagana sína. Þannig lít ég á þetta.“

„Ef maður er meistari en bardagarnir þínir fara alltaf alla leið hefurðu sýnt að þú getur haldið beltinu gegn öllum þeim bestu en ég vill verða sannur meistari,“ segir Gunnar.

John Kavanagh, þjálfari Gunnars, vill að hann mæti Undradrengnum Stephen Thompson næst en hann er í efsta sæti styrkleikalistans á eftir meistaranum Tyrone Woodley. Hann kallaði eftir bardaganum á Twitter-síðu sinni.

„Þetta var eitthvað sem Kavanagh tók upp með sjálfum sér. Ég myndi elska að berjast við Thompson en hann vill annað hvort berjast við Robbie Lawler eða Carlos Condit. Það er allt í lagi mín vegna. Ég mæti honum bara síðar. Mér er alveg sama svo lengi sem ég berst við einn af þessum bestu. Mér er alveg sama hvenær ég berst við þá. Ég ætla að klára þá alla, eða flesta allavega,“ segir Gunnar Nelsson.

MMA

Tengdar fréttir

Undradrengurinn lyfjaður á Instagram

Maðurinn sem þjálfari Gunnars Nelson vill að hann berjist við næst, Stephen Thompson, setti inn myndband af sjálfum sér á Instagram í gær þar sem hann er ekki alveg með sjálfum sér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×