Bæjarstjórinn ætlar að beita sér fyrir því að HB Grandi verði áfram á Skaganum Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 27. mars 2017 16:45 Sævar Freyr er nýtekinn við starfi bæjarstjóra á Akranesi. Akranes.is Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri Akraness, mun funda með þingmönnum síns kjördæmis vegna fyrirhugaðra breytinga á starfsemi HB Granda á Akranesi. Hann segir bæjaryfirvöld og bæjarbúa ekki sætta sig við annað en að starfsemin verði áfram á Skaganum. „Við ætlum að funda með þingmönnum strax í kvöld og ná mönnum á tærnar. Þetta er eitthvað sem má ekki gerast. Það er ágætt að rifja það upp að helmingur alls kvóta HB Granda kom hingað á sínum tíma og ef þessi starfsemi þarf að sameinast á einum stað þá viljum við tryggja að það verði hé rá Akranesi. Ekkert annað kemur til greina,“ segir Sævar Freyr. Bæjaryfirvöld muni reyna að koma til móts við þarfir HB Granda. „Við munum vinna að því að sannfæra HB Granda um að hér sé þeirra framtíðarstarfsemi. Hér er ekki verið að þrengja neitt að eins og í Reykjavík og hér verður allt til alls fyrir HB Granda.“ Nú vissuð þið fyrir nokkrum dögum hvað væri í vændum. Hafið þið gert eitthvað nú þegar til þess að reyna að sannfæra félagið um að vera áfram á sínum stað? „Eins og hefur komið fram þá segjast þeir ekki vera búnir að taka ákvörðun og að þeir séu tilbúnir til að ræða málin áfram. Það sem við höfum kynnt fyrir þeim eru nýjar hugmyndir um hvernig framtíðarhögun geti verið á starfseminni hér á Akranesi og vonum að það sé að opna málið upp á gátt og geri þeim kleift að halda áfram hér.“ Verði áform félagsins um að láta af botnfiskvinnslu á Akranesi að veruleika gætu allt að 93 starfsmenn misst viðurværi sitt. Sævar segir að það yrði algjört reiðarslag fyrir Skagamenn. „Þetta eru gríðarlega alvarleg tíðindi hér framundan fyrir okkur. Sjávarútvegurinn hér er sálin í bænum okkar og partur af því sem þetta bæjarfélag snýst um. Og að fara að loka vinnslu eru mjög alvarleg tíðindi og hefur mjög mikil áhrif á samfélagið allt.“ Aðspurður segir hann hljóðið í bæjarbúum þessa dagana afar þungt, en bindur vonir við að hægt verði að leysa málin á sem skemmstum tíma. Tengdar fréttir Reiðarslag fyrir Skagamenn: „Það búast allir við hinu versta á miðvikudaginn“ "Fólk var bara mjög slegið og mikil þögn. Það var ekki klappað fyrir forstjóranum í þetta skiptið,“ segir Jónína Björg Magnúsdóttir, fiskverkakona hjá HB Granda á Akranesi. 27. mars 2017 16:26 HB Grandi ætlar að láta af botnsfiskvinnslu á Akranesi Á Akranesi starfa nú um 270 starfsmenn innan samstæðu HB Granda, þar af starfa 93 við botnfiskvinnsluna. 27. mars 2017 14:57 Mest lesið Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Innlent Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Innlent Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Innlent Skallaði lögreglumann sem hugðist hafa af honum afskipti Innlent Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Fleiri fréttir „Það var reitt hátt til höggs“ Skallaði lögreglumann sem hugðist hafa af honum afskipti Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Segist vita hver vó Geirfinn Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Vita ekki hvað fór úrskeiðis Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands „Klassískt dæmi“ um sérhagsmunagæslu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks Sérhagsmunagæsla, lykildagar og bókaormar í beinni Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Bein útsending: Kosningafundur Flugmálafélags Íslands Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Sjá meira
Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri Akraness, mun funda með þingmönnum síns kjördæmis vegna fyrirhugaðra breytinga á starfsemi HB Granda á Akranesi. Hann segir bæjaryfirvöld og bæjarbúa ekki sætta sig við annað en að starfsemin verði áfram á Skaganum. „Við ætlum að funda með þingmönnum strax í kvöld og ná mönnum á tærnar. Þetta er eitthvað sem má ekki gerast. Það er ágætt að rifja það upp að helmingur alls kvóta HB Granda kom hingað á sínum tíma og ef þessi starfsemi þarf að sameinast á einum stað þá viljum við tryggja að það verði hé rá Akranesi. Ekkert annað kemur til greina,“ segir Sævar Freyr. Bæjaryfirvöld muni reyna að koma til móts við þarfir HB Granda. „Við munum vinna að því að sannfæra HB Granda um að hér sé þeirra framtíðarstarfsemi. Hér er ekki verið að þrengja neitt að eins og í Reykjavík og hér verður allt til alls fyrir HB Granda.“ Nú vissuð þið fyrir nokkrum dögum hvað væri í vændum. Hafið þið gert eitthvað nú þegar til þess að reyna að sannfæra félagið um að vera áfram á sínum stað? „Eins og hefur komið fram þá segjast þeir ekki vera búnir að taka ákvörðun og að þeir séu tilbúnir til að ræða málin áfram. Það sem við höfum kynnt fyrir þeim eru nýjar hugmyndir um hvernig framtíðarhögun geti verið á starfseminni hér á Akranesi og vonum að það sé að opna málið upp á gátt og geri þeim kleift að halda áfram hér.“ Verði áform félagsins um að láta af botnfiskvinnslu á Akranesi að veruleika gætu allt að 93 starfsmenn misst viðurværi sitt. Sævar segir að það yrði algjört reiðarslag fyrir Skagamenn. „Þetta eru gríðarlega alvarleg tíðindi hér framundan fyrir okkur. Sjávarútvegurinn hér er sálin í bænum okkar og partur af því sem þetta bæjarfélag snýst um. Og að fara að loka vinnslu eru mjög alvarleg tíðindi og hefur mjög mikil áhrif á samfélagið allt.“ Aðspurður segir hann hljóðið í bæjarbúum þessa dagana afar þungt, en bindur vonir við að hægt verði að leysa málin á sem skemmstum tíma.
Tengdar fréttir Reiðarslag fyrir Skagamenn: „Það búast allir við hinu versta á miðvikudaginn“ "Fólk var bara mjög slegið og mikil þögn. Það var ekki klappað fyrir forstjóranum í þetta skiptið,“ segir Jónína Björg Magnúsdóttir, fiskverkakona hjá HB Granda á Akranesi. 27. mars 2017 16:26 HB Grandi ætlar að láta af botnsfiskvinnslu á Akranesi Á Akranesi starfa nú um 270 starfsmenn innan samstæðu HB Granda, þar af starfa 93 við botnfiskvinnsluna. 27. mars 2017 14:57 Mest lesið Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Innlent Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Innlent Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Innlent Skallaði lögreglumann sem hugðist hafa af honum afskipti Innlent Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Fleiri fréttir „Það var reitt hátt til höggs“ Skallaði lögreglumann sem hugðist hafa af honum afskipti Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Segist vita hver vó Geirfinn Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Vita ekki hvað fór úrskeiðis Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands „Klassískt dæmi“ um sérhagsmunagæslu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks Sérhagsmunagæsla, lykildagar og bókaormar í beinni Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Bein útsending: Kosningafundur Flugmálafélags Íslands Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Sjá meira
Reiðarslag fyrir Skagamenn: „Það búast allir við hinu versta á miðvikudaginn“ "Fólk var bara mjög slegið og mikil þögn. Það var ekki klappað fyrir forstjóranum í þetta skiptið,“ segir Jónína Björg Magnúsdóttir, fiskverkakona hjá HB Granda á Akranesi. 27. mars 2017 16:26
HB Grandi ætlar að láta af botnsfiskvinnslu á Akranesi Á Akranesi starfa nú um 270 starfsmenn innan samstæðu HB Granda, þar af starfa 93 við botnfiskvinnsluna. 27. mars 2017 14:57