Flaggskipið Insignia byrjar að rúlla af böndunum Finnur Thorlacius skrifar 27. mars 2017 12:45 Opel Insignia verður bæði í boði sem langbakur og hefðbundinn bíll með skotti. Ný kynslóð af stærsta fólksbíl Opel er nú komin í fjöldaframleiðslu og fyrsti bíllinn rúllaði af böndunum í síðustu viku. Mikið hefur verið lagt í þróun hans og fjárfesti Opel 500 milljón Evrur við sköpun hans. Fyrri kynslóð Opel Insignia seldist vel og náði samtals 940.000 bíla sölu, enda fór þar afar vel heppnaður bíll og fagur að auki. Ný kynslóð Insignia er 180 kílóum léttari en forverinn og er það til marks um hve mikið hefur breyst í bílnum og hve langt Opel hefur gengið í að þróa bílinn fyrir framtíðina. Kaupendur geta valið um fjölbreytt vélarval og langbaks- og sedanútfærslu hans en í fyrsta eintakinu af Insignia sem rúllaði af böndunum var 2,0 lítra og 170 hestafla I-4 dísilvél Insignia er nú enn rúmbetri, en fyrri kynslóð hans var reyndar einkar rúmgóður bíll. Bíllinn er nú lægri á vegi og allur sportlegri og mun nú bjóðast auk þess í fjórhjóladrifsútgáfu. Þar sem General Motors seldi Opel og Vauxhall til PSA Peugeot Citroen fyrir skömmu, liggur ekki fyrir hve lengi þessi sami bíll verður boðinn í Bandaríkjunum undir nafninu Buick Regal, en svo verður þó í fyrstu. Opel Insignia af nýrri kynslóð var sýndur á bílasýningunni í Genf sem nú er nýafstaðin, en Opel hóf að taka niður pantanir í bílinn þann 16. febrúar og vonast til þess að hann verði enn vinsælli en fyrri gerð bílsins. Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent
Ný kynslóð af stærsta fólksbíl Opel er nú komin í fjöldaframleiðslu og fyrsti bíllinn rúllaði af böndunum í síðustu viku. Mikið hefur verið lagt í þróun hans og fjárfesti Opel 500 milljón Evrur við sköpun hans. Fyrri kynslóð Opel Insignia seldist vel og náði samtals 940.000 bíla sölu, enda fór þar afar vel heppnaður bíll og fagur að auki. Ný kynslóð Insignia er 180 kílóum léttari en forverinn og er það til marks um hve mikið hefur breyst í bílnum og hve langt Opel hefur gengið í að þróa bílinn fyrir framtíðina. Kaupendur geta valið um fjölbreytt vélarval og langbaks- og sedanútfærslu hans en í fyrsta eintakinu af Insignia sem rúllaði af böndunum var 2,0 lítra og 170 hestafla I-4 dísilvél Insignia er nú enn rúmbetri, en fyrri kynslóð hans var reyndar einkar rúmgóður bíll. Bíllinn er nú lægri á vegi og allur sportlegri og mun nú bjóðast auk þess í fjórhjóladrifsútgáfu. Þar sem General Motors seldi Opel og Vauxhall til PSA Peugeot Citroen fyrir skömmu, liggur ekki fyrir hve lengi þessi sami bíll verður boðinn í Bandaríkjunum undir nafninu Buick Regal, en svo verður þó í fyrstu. Opel Insignia af nýrri kynslóð var sýndur á bílasýningunni í Genf sem nú er nýafstaðin, en Opel hóf að taka niður pantanir í bílinn þann 16. febrúar og vonast til þess að hann verði enn vinsælli en fyrri gerð bílsins.
Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent