Kalifornía hunsar Trump í mengunarmálum Finnur Thorlacius skrifar 27. mars 2017 12:39 Volkswagen Golf bíll með dísilvél í mengunarprófunum í Kaliforníu. Kaliforníuríki ætlar að halda sig við þau mengunarviðmið sem Obama stjórnin samþykkti á sínum tíma en Donald Trump hefur nú tekið úr gildi. Með því fara yfirvöld í Kaliforníu gegn samþykktum Trump varðandi leyfilega mengun frá bílum. Kaliforníuríki hefur gegnum tíðina gengið ríkja lengst í umhverfisvernd í Bandaríkjunum og vill að strangar reglur gildi um leyfilega mengun frá bílum og vill halda sig við þau markmið sett voru af Obama. Sett höfðu verið ákveðin markmið um hámarksútblástur frá bílum fyrir árin 2022 til 2025 af Obama stjórninni og við þau verður miðað, sama hvaða viðmið Trump stjórnin mun setja. Þessi afstaða setur fleyg á milli Bandaríkjastjórnar og ráðamanna í Kaliforníu og er til marks um það að ekki ríki samstaða um ákvarðanir Trump og sumra ráðamanna í ákveðnum ríkjum landsins. Ekki er víst að afstaða Kaliforníuríkis gleðji bandarísku bílaframleiðendurna Ford, GM og Fiat Chrysler sem einmitt hafa þrýst á um tilslakanir á fyrri markmiðum. Á þær hefur Trump hlustað og afnumið fyrri markmið, að minnsta kosti tímabundið. Kalifornía hefur ennfremur sett það markmið að árið 2025 verði að minnsta kosti 15% bílaflotans þar rafmagnsbílar eða tengitvinnbílar, en þeir eru um 3% þar í dag. Við þetta verður áfram miðað hver svo sem markmið Bandaríkjastjórnar verður í þeim efnum. Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Innlent Spá mikilli ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Veður Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent
Kaliforníuríki ætlar að halda sig við þau mengunarviðmið sem Obama stjórnin samþykkti á sínum tíma en Donald Trump hefur nú tekið úr gildi. Með því fara yfirvöld í Kaliforníu gegn samþykktum Trump varðandi leyfilega mengun frá bílum. Kaliforníuríki hefur gegnum tíðina gengið ríkja lengst í umhverfisvernd í Bandaríkjunum og vill að strangar reglur gildi um leyfilega mengun frá bílum og vill halda sig við þau markmið sett voru af Obama. Sett höfðu verið ákveðin markmið um hámarksútblástur frá bílum fyrir árin 2022 til 2025 af Obama stjórninni og við þau verður miðað, sama hvaða viðmið Trump stjórnin mun setja. Þessi afstaða setur fleyg á milli Bandaríkjastjórnar og ráðamanna í Kaliforníu og er til marks um það að ekki ríki samstaða um ákvarðanir Trump og sumra ráðamanna í ákveðnum ríkjum landsins. Ekki er víst að afstaða Kaliforníuríkis gleðji bandarísku bílaframleiðendurna Ford, GM og Fiat Chrysler sem einmitt hafa þrýst á um tilslakanir á fyrri markmiðum. Á þær hefur Trump hlustað og afnumið fyrri markmið, að minnsta kosti tímabundið. Kalifornía hefur ennfremur sett það markmið að árið 2025 verði að minnsta kosti 15% bílaflotans þar rafmagnsbílar eða tengitvinnbílar, en þeir eru um 3% þar í dag. Við þetta verður áfram miðað hver svo sem markmið Bandaríkjastjórnar verður í þeim efnum.
Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Innlent Spá mikilli ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Veður Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent