Óstöðvandi Dustin Johnson fyrstur til að vinna öll heimsmótin Tómas Þór Þórðarson skrifar 27. mars 2017 15:30 Dustin Johnson með sigurlaunin í nótt. vísir/getty Dustin Johnson, efsti maður heimslistans í golfi, sýndi og sannaði enn eina ferðina í nótt að hann er besti kylfingur heims um þessar mundir. Johnson fagnaði sigri á heimsmótinu í holukeppni með því að leggja Spánverjann Jon Rahn í úrslitum en sigurinn vannst á síðustu holunni. Sá bandaríski var með fimm vinninga forskot eftir átta holur en Rahm, 22 ára gamall Spánverji, átti fína endurkomu. Þetta er þriðji sigur Johnson á PGA-mótaröðinni í röð en hann varð jafnframt í nótt fyrsti maðurinn í sögunni til að vinna öll fjögur heimsmótin. Hann er búinn að vera sjóðheitur síðustu mánuði. „Það hvetur mig áfram að vera efstur á heimslistanum. Ég legg meira á mig til að verða betri. Ég get enn bætt mig þannig ég held bara áfram,“ sagði Johnson eftir sigurinn. Dustin Johnson komst með sigrinum á stall með Tiger Woods en þeir eru einu mennirnir sem hafa unnið fjögur eða fleiri heimsmót. Tiger hefur reyndar unnið 18 slík og er langefstur á listanum. Golf Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Sport Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Handbolti Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Handbolti Albert spenntur fyrir komandi tímum undir stjórn Arnars Fótbolti „Skiptir engu máli hvort við áttum skilið að vinna“ Fótbolti Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Fótbolti Sjáðu mörkin og vítakeppnina hjá Liverpool og PSG Fótbolti Fleiri fréttir Tiger Woods sleit hásin Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Dustin Johnson, efsti maður heimslistans í golfi, sýndi og sannaði enn eina ferðina í nótt að hann er besti kylfingur heims um þessar mundir. Johnson fagnaði sigri á heimsmótinu í holukeppni með því að leggja Spánverjann Jon Rahn í úrslitum en sigurinn vannst á síðustu holunni. Sá bandaríski var með fimm vinninga forskot eftir átta holur en Rahm, 22 ára gamall Spánverji, átti fína endurkomu. Þetta er þriðji sigur Johnson á PGA-mótaröðinni í röð en hann varð jafnframt í nótt fyrsti maðurinn í sögunni til að vinna öll fjögur heimsmótin. Hann er búinn að vera sjóðheitur síðustu mánuði. „Það hvetur mig áfram að vera efstur á heimslistanum. Ég legg meira á mig til að verða betri. Ég get enn bætt mig þannig ég held bara áfram,“ sagði Johnson eftir sigurinn. Dustin Johnson komst með sigrinum á stall með Tiger Woods en þeir eru einu mennirnir sem hafa unnið fjögur eða fleiri heimsmót. Tiger hefur reyndar unnið 18 slík og er langefstur á listanum.
Golf Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Sport Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Handbolti Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Handbolti Albert spenntur fyrir komandi tímum undir stjórn Arnars Fótbolti „Skiptir engu máli hvort við áttum skilið að vinna“ Fótbolti Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Fótbolti Sjáðu mörkin og vítakeppnina hjá Liverpool og PSG Fótbolti Fleiri fréttir Tiger Woods sleit hásin Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira