Starcraft Remastered kemur út í sumar.
Þrátt fyrir ýmsar breytingar ætlar Blizzard að viðhalda spiluninni í sinni upprunalegu mynd. Óhætt er að segja að Starcraft hafi gjörbreytt hernaðarkænskuleikjum eins og þeir þekktust og lagt línurnar fyrir leikina eins og við þekkjum þá í dag.
Endurútgáfan mun innihalda upprunalega leikinn og viðaukana Brood War.