Fiski og frönskum undir Jökli fylgir teppi að láni Kristján Már Unnarsson skrifar 25. mars 2017 21:45 Söluvagn sem býður fisk og franskar er nýjasti útiveitingastaðurinn á Arnarstapa á Snæfellsnesi. Hjón frá Akranesi, sem eiga sumarhús á staðnum, ákváðu að hafa opið í vetur þegar þau sáu svanga ferðamennina streyma á svæðið. Frétt Stöðvar 2 má sjá í spilaranum hér að ofan. Já, „fish and chips" útiveitingastaður á Arnarstapa og það um vetur, þetta er eitt afsprengi ferðaþjónustunnar. Hjónin Herdís Þórðardóttir og Jóhannes Ólafsson byrjuðu með vagninn í júlí í fyrra og hugmyndin var að hafa opið rétt yfir sumarið en þau eiga bústað á Stapa. Þegar þau sáu ferðamannafjöldann í vetur segjast þau hafa ákveðið að opna þar sem hvergi hafi verið hægt að komast á veitingastað á svæðinu nema á Hellnum. Við sáum ekki betur en að það væri nóg að gera. „Það er reitingur,” segir Herdís. „Það er allt í lagi fyrir svona tvo gamlingja,” segir Jóhannes.Jóhannes Ólafsson og Herdís Þórðardóttir í Fish & Chips-vagninum á ArnarstapaStöð 2/Sigurjón Ólason.Við söluvagninn eru nokkrir útibekkir og borð. „Fólkið lætur sig hafa það að sitja hér úti þó að það sé kalt og þó að það sé snjór. En við leyfum þeim að fá teppi. Þeim finnst þetta bara spennandi og gaman að fá að borða úti,” segir Herdís. Og þorskurinn í þennan þjóðarrétt Breta gerist ekki ferskari, enda stutt niður á bryggjuna á Arnarstapa, og þau segja að Bretarnir sex sem voru nýfarnir hafi verið ánægðir. „Þeir sögðu bara: „Delicious". Svo við erum bara mjög ánægð með þetta og gaman að þessu,” segir Herdís. „Við höfum fengið rosalega góð viðbrögð, - mjög góð,” segir Jóhannes. Tengdar fréttir Veitingaskáli og hótel í smíðum á Arnarstapa Þessi 400 milljóna króna uppbygging er sú mesta í sögu þessa litla þorps, með 36 herbergja hóteli og þjónustumiðstöð. 1. desember 2016 20:30 Mest lesið Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Viðskipti innlent Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Viðskipti erlent Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Viðskipti innlent Vesturbæingar sólgnir í ís en Hafnfirðingar fara oftast í bíó Neytendur Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Neytendur Trendin 2026: Gervigreindin mikilvæg og laun mögulega auglýst Atvinnulíf Fleiri fréttir Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Sjá meira
Söluvagn sem býður fisk og franskar er nýjasti útiveitingastaðurinn á Arnarstapa á Snæfellsnesi. Hjón frá Akranesi, sem eiga sumarhús á staðnum, ákváðu að hafa opið í vetur þegar þau sáu svanga ferðamennina streyma á svæðið. Frétt Stöðvar 2 má sjá í spilaranum hér að ofan. Já, „fish and chips" útiveitingastaður á Arnarstapa og það um vetur, þetta er eitt afsprengi ferðaþjónustunnar. Hjónin Herdís Þórðardóttir og Jóhannes Ólafsson byrjuðu með vagninn í júlí í fyrra og hugmyndin var að hafa opið rétt yfir sumarið en þau eiga bústað á Stapa. Þegar þau sáu ferðamannafjöldann í vetur segjast þau hafa ákveðið að opna þar sem hvergi hafi verið hægt að komast á veitingastað á svæðinu nema á Hellnum. Við sáum ekki betur en að það væri nóg að gera. „Það er reitingur,” segir Herdís. „Það er allt í lagi fyrir svona tvo gamlingja,” segir Jóhannes.Jóhannes Ólafsson og Herdís Þórðardóttir í Fish & Chips-vagninum á ArnarstapaStöð 2/Sigurjón Ólason.Við söluvagninn eru nokkrir útibekkir og borð. „Fólkið lætur sig hafa það að sitja hér úti þó að það sé kalt og þó að það sé snjór. En við leyfum þeim að fá teppi. Þeim finnst þetta bara spennandi og gaman að fá að borða úti,” segir Herdís. Og þorskurinn í þennan þjóðarrétt Breta gerist ekki ferskari, enda stutt niður á bryggjuna á Arnarstapa, og þau segja að Bretarnir sex sem voru nýfarnir hafi verið ánægðir. „Þeir sögðu bara: „Delicious". Svo við erum bara mjög ánægð með þetta og gaman að þessu,” segir Herdís. „Við höfum fengið rosalega góð viðbrögð, - mjög góð,” segir Jóhannes.
Tengdar fréttir Veitingaskáli og hótel í smíðum á Arnarstapa Þessi 400 milljóna króna uppbygging er sú mesta í sögu þessa litla þorps, með 36 herbergja hóteli og þjónustumiðstöð. 1. desember 2016 20:30 Mest lesið Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Viðskipti innlent Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Viðskipti erlent Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Viðskipti innlent Vesturbæingar sólgnir í ís en Hafnfirðingar fara oftast í bíó Neytendur Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Neytendur Trendin 2026: Gervigreindin mikilvæg og laun mögulega auglýst Atvinnulíf Fleiri fréttir Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Sjá meira
Veitingaskáli og hótel í smíðum á Arnarstapa Þessi 400 milljóna króna uppbygging er sú mesta í sögu þessa litla þorps, með 36 herbergja hóteli og þjónustumiðstöð. 1. desember 2016 20:30
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent