Sport

Myndasyrpa: Undirbúningur Sunnu gengur vel

Sunna var klár í slaginn við myndatökur.
Sunna var klár í slaginn við myndatökur. Mynd/Sóllilja Baltasars
Sunna Rannveig Davíðsdóttir stígur aftur inn í búrið í Invicta FC í kvöld þegar hún mætir Mallory Martin en báðar unnu sinn fyrsta atvinnumannabardaga.

Martin sem kemur frá Colorado-fylki í Bandaríkjunum vann fyrsta atvinnumannabardaga sinn gegn Heqin Lin en hún hefur aðeins tapað einum bardaga á ferlinum.

Vigtunin fór fram í gær og stóðust þær báðar prófið og er því ekkert til fyrirstöðu að bardaginn fari fram í nótt. Sunna vigtaðist 115,8 pund (52,5 kíló) en andstæðingurinn 114,8 (52 kíló).

Sóllilja Baltasarsdóttir er ásamt fleirum frá Mjölni mætt til Kansas í Bandaríkjunum til að fylgjast með bardaganum en hún sendi Vísi myndasyrpuna sem sjá má hér fyrir ofan.

Bardagi þeirra verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD og hefst bardagakvöldið á miðnætti.

mynd/sóllilja baltasarsdóttir
MMA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×