Flestir telja að afnám hafta snerti þá ekki Jón Hákon Halldórsson skrifar 25. mars 2017 07:00 Viðhorf til afnáms hafta „Þetta kemur ekki á óvart og þetta er rétt skilið hjá meginþorra fólks myndi ég ætla. En þetta voru náttúrlega bara síðustu skrefin,“ segir Breki Karlsson, forstöðumaður Stofnunar um fjármálalæsi. Helmingur þeirra sem afstöðu taka í skoðanakönnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis telur að afnám fjármagnshafta hafi engin áhrif fyrir þá og fjármál þeirra. Rúmlega 30 prósent telja það hafa mjög lítil eða lítil áhrif. Einungis rúm 20 prósent telja afnám hafta hafa mikil eða mjög mikil áhrif. Hinn 12. mars síðastliðinn var tilkynnt að höft yrðu afnumin að fullu tveimur dögum seinna. Í tilkynningu vegna ákvörðunarinnar sagði að fjármagnsflæði að og frá landinu yrði nú gefið frjálst og einstaklingar, fyrirtæki og lífeyrissjóðir geti fjárfest erlendis án takmarkana.Breki Karlsson„Þetta er ekki síst mikilvægt fyrir lífeyrissjóði sem þurfa að dreifa áhættu af fjárfestingum sínum,“ sagði í tilkynningunni. Á þeim tíma var helst óttast að breytingarnar myndu hafa þau áhrif að gengi krónunnar myndi snarlækka með tilheyrandi verðhækkunum á innfluttum vörum. Það hefur ekki gengið eftir, en evran var þó fjórum krónum dýrari í gær en hún var 12. mars. „Þessi síðustu skref sem voru tekin um daginn hafa svo sem engin bein áhrif á hið almenna heimili,“ segir Breki Karlsson. Hins vegar séu óbeinu áhrifin þau að væntingar ættu að standa til þess að vaxtakjör ríkisins batni. Þá muni Seðlabanki Evrópu hugsanlega skrá krónuna aftur sem gjaldmiðil sem hann hafi ekki gert síðan í desember 2008. Við það muni tiltrú á krónuna aukast. „Óbeint hefur það því áhrif á heimilin,“ segir hann. Breki segir breytinguna sem varð um síðustu áramót hafa haft mun meiri áhrif á almenning „Þegar fólki var gefin heimild til að versla með gjaldmiðil,“ útskýrir Breki og bendir á að í raun hafi verið stigin nokkur skref við haftaafnámið og þau verið þannig að almenningur hafi varla tekið eftir þeim. „Það er frábært og þýðir að vel hefur tekist til og að þau hafa ekki haft óeðlileg áhrif á gengi krónu umfram venjulegar sveiflur,“ segir Breki. Hringt var í 1.242 manns þar til náðist í 791 samkvæmt lagskiptu úrtaki dagana 20. og 21. mars. Svarhlutfallið var 63,7 prósent. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni, og hlutfallslega eftir búsetu og aldri. Spurt var: Hvaða áhrif telurðu að afnám fjármagnshafta muni hafa fyrir þig og þín fjármál? Alls tóku 64 prósent þeirra sem náðist í afstöðu til spurningarinnar, 33 prósent sögðust óákveðin og 3 prósent svöruðu ekki spurningunni. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Viðskipti innlent Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Viðskipti erlent Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Viðskipti innlent Vesturbæingar sólgnir í ís en Hafnfirðingar fara oftast í bíó Neytendur Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Neytendur Trendin 2026: Gervigreindin mikilvæg og laun mögulega auglýst Atvinnulíf Fleiri fréttir Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Sjá meira
„Þetta kemur ekki á óvart og þetta er rétt skilið hjá meginþorra fólks myndi ég ætla. En þetta voru náttúrlega bara síðustu skrefin,“ segir Breki Karlsson, forstöðumaður Stofnunar um fjármálalæsi. Helmingur þeirra sem afstöðu taka í skoðanakönnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis telur að afnám fjármagnshafta hafi engin áhrif fyrir þá og fjármál þeirra. Rúmlega 30 prósent telja það hafa mjög lítil eða lítil áhrif. Einungis rúm 20 prósent telja afnám hafta hafa mikil eða mjög mikil áhrif. Hinn 12. mars síðastliðinn var tilkynnt að höft yrðu afnumin að fullu tveimur dögum seinna. Í tilkynningu vegna ákvörðunarinnar sagði að fjármagnsflæði að og frá landinu yrði nú gefið frjálst og einstaklingar, fyrirtæki og lífeyrissjóðir geti fjárfest erlendis án takmarkana.Breki Karlsson„Þetta er ekki síst mikilvægt fyrir lífeyrissjóði sem þurfa að dreifa áhættu af fjárfestingum sínum,“ sagði í tilkynningunni. Á þeim tíma var helst óttast að breytingarnar myndu hafa þau áhrif að gengi krónunnar myndi snarlækka með tilheyrandi verðhækkunum á innfluttum vörum. Það hefur ekki gengið eftir, en evran var þó fjórum krónum dýrari í gær en hún var 12. mars. „Þessi síðustu skref sem voru tekin um daginn hafa svo sem engin bein áhrif á hið almenna heimili,“ segir Breki Karlsson. Hins vegar séu óbeinu áhrifin þau að væntingar ættu að standa til þess að vaxtakjör ríkisins batni. Þá muni Seðlabanki Evrópu hugsanlega skrá krónuna aftur sem gjaldmiðil sem hann hafi ekki gert síðan í desember 2008. Við það muni tiltrú á krónuna aukast. „Óbeint hefur það því áhrif á heimilin,“ segir hann. Breki segir breytinguna sem varð um síðustu áramót hafa haft mun meiri áhrif á almenning „Þegar fólki var gefin heimild til að versla með gjaldmiðil,“ útskýrir Breki og bendir á að í raun hafi verið stigin nokkur skref við haftaafnámið og þau verið þannig að almenningur hafi varla tekið eftir þeim. „Það er frábært og þýðir að vel hefur tekist til og að þau hafa ekki haft óeðlileg áhrif á gengi krónu umfram venjulegar sveiflur,“ segir Breki. Hringt var í 1.242 manns þar til náðist í 791 samkvæmt lagskiptu úrtaki dagana 20. og 21. mars. Svarhlutfallið var 63,7 prósent. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni, og hlutfallslega eftir búsetu og aldri. Spurt var: Hvaða áhrif telurðu að afnám fjármagnshafta muni hafa fyrir þig og þín fjármál? Alls tóku 64 prósent þeirra sem náðist í afstöðu til spurningarinnar, 33 prósent sögðust óákveðin og 3 prósent svöruðu ekki spurningunni. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Viðskipti innlent Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Viðskipti erlent Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Viðskipti innlent Vesturbæingar sólgnir í ís en Hafnfirðingar fara oftast í bíó Neytendur Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Neytendur Trendin 2026: Gervigreindin mikilvæg og laun mögulega auglýst Atvinnulíf Fleiri fréttir Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Sjá meira
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent