Innlent

Ekki ólíklegt að einhverjir greinist með mislinga á næstunni

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Enginn hefur greinst með mislinga í kjölfar veikinda barnsins. Barnið hefur dvalist heima og hefur ekki fengið alvarleg einkenni.
Enginn hefur greinst með mislinga í kjölfar veikinda barnsins. Barnið hefur dvalist heima og hefur ekki fengið alvarleg einkenni.
Allt að 200 manns höfðu verið í misnánum samskiptum við níu mánaða barn sem greindist með mislinga fyrr í mánuðinum á meðan veikindum barnsins stóð. Ekki þykir ólíklegt að einhverjir muni greinast með mislinga á næstunni, en ekki er búist við útbreiddum faraldri.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá sóttvarnalækni. Hann segir að heilbrigðisstarfsmenn víða af landinu hafi sett sig í samband við alla þá einstaklinga sem höfðu komist í tæri við barnið. Óbólusettum var boðin bólusetning og þáðu hana allflestir, en stærstur hluti fólksins er bólusettur.

Enginn hefur greinst með mislinga í kjölfar veikinda barnsins, en barnið veiktist fyrr í þessum mánuði eftir ferðalag til Taílands. Barnið var óbólusett vegna ungs aldurs. Það hefur dvalist heima og ekki fengið alvarleg einkenni, segir sóttvarnalæknir.

Þá segir hann ekki ástæðu til þess að flýta 18 mánaða bólusetningu gegn mislingum vegna þessa eina tilfellis, og að jafnframt sé ekki ráðlagt að bólusetja börn yngri en 9 mánaða því litlar líkur séu á að bóluefnið virki hjá svo ungum börnum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×