Nauðgaði 17 ára samstarfskonu sinni á árshátíð vinnunnar Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 24. mars 2017 16:01 Maðurinn neitaði sök. Vísir/VAlli Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í gær 26 ára karlmann í þriggja ára fangelsi fyrir að hafa nauðgað samstarfskonu sinni á árshátíð í janúar 2015. Nauðgunin átti sér stað inni í bíl mannsins eftir árshátíð vinnustaðarins. Maðurinn var 24 ára þegar brotið var framið og stúlkan 17 ára. Stúlkan greindi lögreglu frá því að þau hefðu bæði verið ölvuð á árshátíðinni og að undir lok kvölds hefðu þau gengið saman að bíl mannsins þar sem hann ætlaði að sækja húslykla sína.„Vildi hana“ síðustu fjóra mánuði Þegar að bílnum var komið sagðist maðurinn „hafa viljað hana“ síðastliðna fjóra mánuði. Afturhurð bílsins var opin og sagðist stúlkan hafa dottið í aftursætið. Maðurinn hafi þá lagst ofan á hana og nauðgað henni. Stúlkan sagðist ekki hafa áttað sig á hvað væri að gerast vegna ölvunar. Hún hafi þó oft sagt nei og meðal annars logið því að hún ætti kærasta. Stúlkan hafði samband við móður sína sem sótti hana og fór með hana á neyðarmóttöku. Maðurinn var handtekinn degi síðar. Hann neitaði sök og sagði samfarirnar hafa verið með samþykki þeirra beggja. Þá sagðist hann ekki kannast við að hafa sagt henni að hann væri hrifinn af henni, og að stúlkan hafi ekkert gert eða sagt sem hefði bent til þess að hún væri þessu mótfallin. Hún hefði auðveldlega getað öskrað og sagði 50 til 100 metra að rútu sem átti að aka þeim í bæinn og um 100 metrar að hurðinni á staðnum. Sagðist maðurinn hafa farið úr bílnum til þess að pissa, en að þegar hann kom til baka hafi stúlkan verið horfin. Þá hafi hann ákveðið að keyra heim því hann hafi átt kærustu og liðið illa yfir framhjáhaldinu.Varð hrædd, skapstygg og stutt í grátinn Frásögn stúlkunnar á neyðarmóttöku Landspítalans var með sama hætti og hjá lögreglu, en í skýrslu móttökunnar segir að nælonsokkabuxur hennar hafi verið rifnar á hægra hné, hún hafi verið hrufluð á hné og með bláleitt mar. Móðir stúlkunnar, sem fór með hana á neyðarmóttökuna, sagði dóttur sína hafa verið grátandi og niðurbrotna þetta kvöld. Eftir nauðgunina hafi hún orðið hrædd, skapstygg og stutt í grátinn, auk þess sem stúlkan hafi farið að skaða sjálfa sig. Þá hafi stúlkan jafnframt átt erfitt í skóla því maðurinn var samnemandi hennar. Sömuleiðis sagði sálfræðingur hennar að stúlkan hefði einangrað sig félagslega og misst löngunina til að lifa. Manninum og stúlkunni bar saman um málsatvik og taldi dómarinn framburð þeirra beggja stöðugan. Framburður stúlkunnar um að hún hafi ekki verið samþykk samræðinu fái hins vegar stuðning í framburði vitna sem sáu hana strax eftir atburðinn. Þá styðji lýsingar vitna á líðan hennar eftir atburðinn frásögn hennar, og var það því niðurstaða dómsins að leggja beri trúverðuga frásögn stúlkunnar til grundvallar niðurstöðu í málinu. Maðurinn var því dæmdur í þriggja ára fangelsi og gert að greiða stúlkunni tvær milljónir króna í miskabætur. Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Fleiri fréttir Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ eða ekki Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í gær 26 ára karlmann í þriggja ára fangelsi fyrir að hafa nauðgað samstarfskonu sinni á árshátíð í janúar 2015. Nauðgunin átti sér stað inni í bíl mannsins eftir árshátíð vinnustaðarins. Maðurinn var 24 ára þegar brotið var framið og stúlkan 17 ára. Stúlkan greindi lögreglu frá því að þau hefðu bæði verið ölvuð á árshátíðinni og að undir lok kvölds hefðu þau gengið saman að bíl mannsins þar sem hann ætlaði að sækja húslykla sína.„Vildi hana“ síðustu fjóra mánuði Þegar að bílnum var komið sagðist maðurinn „hafa viljað hana“ síðastliðna fjóra mánuði. Afturhurð bílsins var opin og sagðist stúlkan hafa dottið í aftursætið. Maðurinn hafi þá lagst ofan á hana og nauðgað henni. Stúlkan sagðist ekki hafa áttað sig á hvað væri að gerast vegna ölvunar. Hún hafi þó oft sagt nei og meðal annars logið því að hún ætti kærasta. Stúlkan hafði samband við móður sína sem sótti hana og fór með hana á neyðarmóttöku. Maðurinn var handtekinn degi síðar. Hann neitaði sök og sagði samfarirnar hafa verið með samþykki þeirra beggja. Þá sagðist hann ekki kannast við að hafa sagt henni að hann væri hrifinn af henni, og að stúlkan hafi ekkert gert eða sagt sem hefði bent til þess að hún væri þessu mótfallin. Hún hefði auðveldlega getað öskrað og sagði 50 til 100 metra að rútu sem átti að aka þeim í bæinn og um 100 metrar að hurðinni á staðnum. Sagðist maðurinn hafa farið úr bílnum til þess að pissa, en að þegar hann kom til baka hafi stúlkan verið horfin. Þá hafi hann ákveðið að keyra heim því hann hafi átt kærustu og liðið illa yfir framhjáhaldinu.Varð hrædd, skapstygg og stutt í grátinn Frásögn stúlkunnar á neyðarmóttöku Landspítalans var með sama hætti og hjá lögreglu, en í skýrslu móttökunnar segir að nælonsokkabuxur hennar hafi verið rifnar á hægra hné, hún hafi verið hrufluð á hné og með bláleitt mar. Móðir stúlkunnar, sem fór með hana á neyðarmóttökuna, sagði dóttur sína hafa verið grátandi og niðurbrotna þetta kvöld. Eftir nauðgunina hafi hún orðið hrædd, skapstygg og stutt í grátinn, auk þess sem stúlkan hafi farið að skaða sjálfa sig. Þá hafi stúlkan jafnframt átt erfitt í skóla því maðurinn var samnemandi hennar. Sömuleiðis sagði sálfræðingur hennar að stúlkan hefði einangrað sig félagslega og misst löngunina til að lifa. Manninum og stúlkunni bar saman um málsatvik og taldi dómarinn framburð þeirra beggja stöðugan. Framburður stúlkunnar um að hún hafi ekki verið samþykk samræðinu fái hins vegar stuðning í framburði vitna sem sáu hana strax eftir atburðinn. Þá styðji lýsingar vitna á líðan hennar eftir atburðinn frásögn hennar, og var það því niðurstaða dómsins að leggja beri trúverðuga frásögn stúlkunnar til grundvallar niðurstöðu í málinu. Maðurinn var því dæmdur í þriggja ára fangelsi og gert að greiða stúlkunni tvær milljónir króna í miskabætur.
Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Fleiri fréttir Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ eða ekki Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Sjá meira