Vonlaust að halda partí án rappara Guðný Hrönn skrifar 25. mars 2017 09:00 Rapparinn Herra Hnetusmjör mun halda uppi stuðinu á Þjóðhátíð í Eyjum. Vísir/Anton Brink Rapparinn Herra Hnetusmjör er einn þeirra sem munu halda uppi stuðinu á Þjóðhátíð í Eyjum í sumar. Hann lofar einstökum tónleikum þar sem hann muni flytja slatta af nýju efni. „Þetta verður bara gengið sko. Þetta er ég, Joe Frazier og DJ Spegill. Og við verðum með fullt af nýjum lögum og betrumbætt „show“. Þetta verður miklu stærra en allt sem við höfum gert,“ segir Herra Hnetusmjör spurður út í hvað hann mun bjóða upp á á Þjóðhátíð.Rapparinn Birnir mun líka spila á Þjóðhátíð í Eyjum.Vísir/Anton BrinkSpurður út í hvort stemningin á Þjóðhátíð sé mögulega að breytast því undanfarin ár hefur verið fremur lítið um hip hop tónlist á hátíðinni segir Herra Hnetusmjör: „Ég veit það ekki, Þjóðhátíð er náttúrulega bara stærsta partí á Íslandi og það sem er heitt hverju sinni, það er bókað til að ná til sem flestra. Og eins og staðan er núna þá er hip hop stærsta tónlistarsenan á Íslandi. Þannig að það meikar bara sens að bóka rappara,“ segir hann en þess má geta að rappararnir Alexander Jarl og Birnir munu einnig spila á húkkaraballinu. „Hip hop er orðið svo stórt að það er eiginlega ekki hægt að halda partí á Íslandi án þess að bóka rappara. Það myndi bara vera skrýtið að hafa ekkert rapp á hátíðinni núna, því það er svo stórt. Emmsjé Gauti og öll verðlaunin sem hann tók á Íslensku tónlistarverðlaununum endurspegla stöðuna í tónlistarheiminum í dag,“ segir Herra Hnetusmjör um þá staðreynd að rapparinn Gauti Þeyr hlaut fimm verðlaun á Íslensku tónlistarverðlaununum í byrjun mánaðar. „Við erum bara partímenn. Allt djamm og við erum mættir sko,“ segir Herra Hnetusmjör aðspurður hvort hann og hópurinn sem spilar með honum á Þjóðhátíð séu miklir Þjóðhátíðarmenn.“ Eins og áður sagði verður Herra Hnetusmjör bæði á stóra sviðinu á föstudagskvöldinu og á húkkaraballinu. Hann segir að um tvenna nokkuð ólíka tónleika sé að ræða. „Stóra sviðið verður náttúrulega bara miklu, miklu stærra og þéttara prógramm. Húkkaraballið verður geðveikt líka en stóra sviðið verður bara á allt öðru leveli,“ segir Herra Hnetusmjör sem mun senda frá sér nýtt efni fram að Þjóðhátíð.En hvað er svo á döfinni, fyrir utan Þjóðhátíð? „Ég er sem sagt búinn að vera að vinna að nýju efni núna í svona ár. Og er kominn með lager af lögum sem enginn hefur heyrt. Ég mun droppa þeim koll af kolli í sumar með myndböndum. Ég mun senda þessi lög frá mér sem singla, þannig að hvert og eitt lag njóti sín betur. Ég sé ekki fram á að gefa út plötu á næstunni, því mig langar að láta hvert lag lifa lengur,“ segir Herra Hnetusmjör að lokum og hvetur svo alla til að láta sjá sig á Þjóðhátið, sérstaklega þá sem kunna vel að meta hip hop tónlist. Næturlíf Mest lesið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Fleiri fréttir Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Sjá meira
Rapparinn Herra Hnetusmjör er einn þeirra sem munu halda uppi stuðinu á Þjóðhátíð í Eyjum í sumar. Hann lofar einstökum tónleikum þar sem hann muni flytja slatta af nýju efni. „Þetta verður bara gengið sko. Þetta er ég, Joe Frazier og DJ Spegill. Og við verðum með fullt af nýjum lögum og betrumbætt „show“. Þetta verður miklu stærra en allt sem við höfum gert,“ segir Herra Hnetusmjör spurður út í hvað hann mun bjóða upp á á Þjóðhátíð.Rapparinn Birnir mun líka spila á Þjóðhátíð í Eyjum.Vísir/Anton BrinkSpurður út í hvort stemningin á Þjóðhátíð sé mögulega að breytast því undanfarin ár hefur verið fremur lítið um hip hop tónlist á hátíðinni segir Herra Hnetusmjör: „Ég veit það ekki, Þjóðhátíð er náttúrulega bara stærsta partí á Íslandi og það sem er heitt hverju sinni, það er bókað til að ná til sem flestra. Og eins og staðan er núna þá er hip hop stærsta tónlistarsenan á Íslandi. Þannig að það meikar bara sens að bóka rappara,“ segir hann en þess má geta að rappararnir Alexander Jarl og Birnir munu einnig spila á húkkaraballinu. „Hip hop er orðið svo stórt að það er eiginlega ekki hægt að halda partí á Íslandi án þess að bóka rappara. Það myndi bara vera skrýtið að hafa ekkert rapp á hátíðinni núna, því það er svo stórt. Emmsjé Gauti og öll verðlaunin sem hann tók á Íslensku tónlistarverðlaununum endurspegla stöðuna í tónlistarheiminum í dag,“ segir Herra Hnetusmjör um þá staðreynd að rapparinn Gauti Þeyr hlaut fimm verðlaun á Íslensku tónlistarverðlaununum í byrjun mánaðar. „Við erum bara partímenn. Allt djamm og við erum mættir sko,“ segir Herra Hnetusmjör aðspurður hvort hann og hópurinn sem spilar með honum á Þjóðhátíð séu miklir Þjóðhátíðarmenn.“ Eins og áður sagði verður Herra Hnetusmjör bæði á stóra sviðinu á föstudagskvöldinu og á húkkaraballinu. Hann segir að um tvenna nokkuð ólíka tónleika sé að ræða. „Stóra sviðið verður náttúrulega bara miklu, miklu stærra og þéttara prógramm. Húkkaraballið verður geðveikt líka en stóra sviðið verður bara á allt öðru leveli,“ segir Herra Hnetusmjör sem mun senda frá sér nýtt efni fram að Þjóðhátíð.En hvað er svo á döfinni, fyrir utan Þjóðhátíð? „Ég er sem sagt búinn að vera að vinna að nýju efni núna í svona ár. Og er kominn með lager af lögum sem enginn hefur heyrt. Ég mun droppa þeim koll af kolli í sumar með myndböndum. Ég mun senda þessi lög frá mér sem singla, þannig að hvert og eitt lag njóti sín betur. Ég sé ekki fram á að gefa út plötu á næstunni, því mig langar að láta hvert lag lifa lengur,“ segir Herra Hnetusmjör að lokum og hvetur svo alla til að láta sjá sig á Þjóðhátið, sérstaklega þá sem kunna vel að meta hip hop tónlist.
Næturlíf Mest lesið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Fleiri fréttir Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Sjá meira