Sara fékk salinn til að skellihlæja: Gengið svo vel eftir að ég hætti með þjálfara Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. mars 2017 10:00 Katrín Tanja Davíðsdóttir og Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir í viðtalinu. Mynd/Samsett/Fésbókarsíða CrossFit Games Það var mögnuð stemmning í salnum í Wisconsin í Bandaríkjunum í nótt þegar Katrín Tanja Davíðsdóttir og Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir háðu einvígi í fimmta hluta The Open sem er fyrsta stigið í átt að því að komast inn á heimsleikana í sumar. Það er ekki nóg með að íslensku stelpurnar þurftu að gefa allt sitt í mjög erfiðar æfingar fyrir framan mjög æsta áhugamenn um crossfit þá voru þær báðar teknar í viðtal eftir keppni. Viðtalið var sent út í hátalarakerfi hússins og sátu þær í miðjum salnum og svöruðu spurningum. Katrín Tanja Davíðsdóttir var spurð út það hvernig hún hitar upp fyrir svona einvígi. Hún og Sara fengu ekki að vita um hvernig æfingin væri fyrr en rétt fyrir keppnina. „Við erum þarna bakatil að undirbúa okkur fyrir allt mögulegt. Þetta snýst bara um að hita upp skrokkinn og þjálfarinn minn lét mig gera allskonar hluti til að kveikja almennilega á taugkerfinu og koma hjartslættinum í gang. Þegar ég kem út á gólf þá er ég tilbúinn í hvað sem er,“ sagði Katrín Tanja Davíðsdóttir. Sara fékk allan salinn nokkrum sinnum til að skellihlæja meðal annars þegar hún sagði frá sínum viðbrögðum sínum við æfingunum en hún lét eins og hún hafi ekki heyrt hvað hún átti að fara gera. „Upphitunin snýst bara um að koma skrokknum í samband og vera tilbúin í hvað sem er. Adrenalínið hjálpar líka mikið,“ sagði Sara síðan. Katrín Tanja Davíðsdóttir hefur unnið heimsleikana undanfarin tvö ár og er nú aftur í þeirri stöðu að vera að verja titilinn aftur. Hvernig er það fyrir hana að vera sú sem allir ætla að vinna? „Keppnin í fyrra er löngu búin og hún hjálpar mér ekkert á þessu tímabili. Ég fær engin aukastig fyrir að hafa unnið í fyrra. Fyrir mig snýst þetta því um að halda mér í núinu og æfa eins vel og ég get,“ sagði Katrín Tanja. Katrín Tanja er með þjálfara en ekki Sara. „Ég ákvað að hafa ekki þjálfara í ár. Ég er því alveg sjálfstæð í ár. Ég vildi bara láta reyna á þetta. Ég hætti að vinna með gamla þjálfaranum mínum í nóvember og allt hefur gengið svo vel síðan þá að ég ákvað að halda því bara áfram,“ sagði Sara og hún fékk þá allan salinn til að skellihlæja aftur enda gamli þjálfari Söru ekki beint að líta vel út. En var því gott að losna við gamla þjálfarann? „Nei, ég meinti þetta ekki þannig,“ sagði Sara hlæjandi . Það er hægt að allt viðtalið við þær Katrínu Tönju og Söru í myndbandinu hér fyrir neðan en á undan er sjálf keppnin þær sem þær tóku vel á því. CrossFit Tengdar fréttir Katrín Tanja hafði betur gegn Söru eftir æsispennandi endasprett Spennandi keppni hjá íslensku kempunum í Wisconsin í kvöld. 24. mars 2017 00:11 Íslensku crossfit drottningarnar settu markið hátt fyrir aðra keppendur á The Open Íslensku crossfit-drottningarnar Katrín Tanja Davíðsdóttir og Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir háðu mikið einvígi í nótt í tilefni af því að fimmta og síðasta æfingaröðin á The Open var tilkynnt. 24. mars 2017 09:00 Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Fótbolti Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Enski boltinn Fleiri fréttir Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Segist græða jafn mikið á einum Steraleikum og þrettán heimsmeistaramótum Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, Íslendingaslagur, enski og margt fleira Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Sjá meira
Það var mögnuð stemmning í salnum í Wisconsin í Bandaríkjunum í nótt þegar Katrín Tanja Davíðsdóttir og Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir háðu einvígi í fimmta hluta The Open sem er fyrsta stigið í átt að því að komast inn á heimsleikana í sumar. Það er ekki nóg með að íslensku stelpurnar þurftu að gefa allt sitt í mjög erfiðar æfingar fyrir framan mjög æsta áhugamenn um crossfit þá voru þær báðar teknar í viðtal eftir keppni. Viðtalið var sent út í hátalarakerfi hússins og sátu þær í miðjum salnum og svöruðu spurningum. Katrín Tanja Davíðsdóttir var spurð út það hvernig hún hitar upp fyrir svona einvígi. Hún og Sara fengu ekki að vita um hvernig æfingin væri fyrr en rétt fyrir keppnina. „Við erum þarna bakatil að undirbúa okkur fyrir allt mögulegt. Þetta snýst bara um að hita upp skrokkinn og þjálfarinn minn lét mig gera allskonar hluti til að kveikja almennilega á taugkerfinu og koma hjartslættinum í gang. Þegar ég kem út á gólf þá er ég tilbúinn í hvað sem er,“ sagði Katrín Tanja Davíðsdóttir. Sara fékk allan salinn nokkrum sinnum til að skellihlæja meðal annars þegar hún sagði frá sínum viðbrögðum sínum við æfingunum en hún lét eins og hún hafi ekki heyrt hvað hún átti að fara gera. „Upphitunin snýst bara um að koma skrokknum í samband og vera tilbúin í hvað sem er. Adrenalínið hjálpar líka mikið,“ sagði Sara síðan. Katrín Tanja Davíðsdóttir hefur unnið heimsleikana undanfarin tvö ár og er nú aftur í þeirri stöðu að vera að verja titilinn aftur. Hvernig er það fyrir hana að vera sú sem allir ætla að vinna? „Keppnin í fyrra er löngu búin og hún hjálpar mér ekkert á þessu tímabili. Ég fær engin aukastig fyrir að hafa unnið í fyrra. Fyrir mig snýst þetta því um að halda mér í núinu og æfa eins vel og ég get,“ sagði Katrín Tanja. Katrín Tanja er með þjálfara en ekki Sara. „Ég ákvað að hafa ekki þjálfara í ár. Ég er því alveg sjálfstæð í ár. Ég vildi bara láta reyna á þetta. Ég hætti að vinna með gamla þjálfaranum mínum í nóvember og allt hefur gengið svo vel síðan þá að ég ákvað að halda því bara áfram,“ sagði Sara og hún fékk þá allan salinn til að skellihlæja aftur enda gamli þjálfari Söru ekki beint að líta vel út. En var því gott að losna við gamla þjálfarann? „Nei, ég meinti þetta ekki þannig,“ sagði Sara hlæjandi . Það er hægt að allt viðtalið við þær Katrínu Tönju og Söru í myndbandinu hér fyrir neðan en á undan er sjálf keppnin þær sem þær tóku vel á því.
CrossFit Tengdar fréttir Katrín Tanja hafði betur gegn Söru eftir æsispennandi endasprett Spennandi keppni hjá íslensku kempunum í Wisconsin í kvöld. 24. mars 2017 00:11 Íslensku crossfit drottningarnar settu markið hátt fyrir aðra keppendur á The Open Íslensku crossfit-drottningarnar Katrín Tanja Davíðsdóttir og Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir háðu mikið einvígi í nótt í tilefni af því að fimmta og síðasta æfingaröðin á The Open var tilkynnt. 24. mars 2017 09:00 Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Fótbolti Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Enski boltinn Fleiri fréttir Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Segist græða jafn mikið á einum Steraleikum og þrettán heimsmeistaramótum Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, Íslendingaslagur, enski og margt fleira Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Sjá meira
Katrín Tanja hafði betur gegn Söru eftir æsispennandi endasprett Spennandi keppni hjá íslensku kempunum í Wisconsin í kvöld. 24. mars 2017 00:11
Íslensku crossfit drottningarnar settu markið hátt fyrir aðra keppendur á The Open Íslensku crossfit-drottningarnar Katrín Tanja Davíðsdóttir og Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir háðu mikið einvígi í nótt í tilefni af því að fimmta og síðasta æfingaröðin á The Open var tilkynnt. 24. mars 2017 09:00