Sunna Rannveig þurfti að klifra yfir eldri konu til að komast á klósettið Tómas Þór Þórðarson skrifar 24. mars 2017 10:30 Sunna Rannveig Davíðsdóttir stígur aftur inn í búrið annað kvöld. vísir/allan suarez Sunna Rannveig Davíðsdóttir stígur aftur inn í búrið í Invicta FC annað kvöld þegar hún mætir Mallory Martin en báðar unnu sinn fyrsta atvinnumannabardaga. Bardagi þeirra verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD og hefst bardagakvöldið á miðnætti. Sunna lagði af stað til Kansas þar sem bardagakvöldið fer fram aðfaranótt sunnudags en var ekki komin þangað fyrr en síðdegis á mánudag. Þessi frábæra bardagakona lenti í ýmsu á leiðinni en komst þó á leiðarenda. „Síðustu vikuna fyrir bardaga þá er ég annarsvegar að drekka afar mikið af vatni með tilheyrandi klósettferðum og hinsvegar er ég á þaulskipulögðu og kolvetnissnauðu mataræði,“ segir Sunna Rannveig sem þarf að vera með matarskammtana klára og klósett nálægt sér á hverri stundu.mynd/mjölnir/sóllilja baltasarsdóttirOft að pissa Eftir að fyrsta flug tafðist um sex klukkustundir komst Sunna af stað en þá hófst eitthvað sem gæti verið góð sena í gamanmynd. Íslenska bardagakonan lenti í miðjusæti á milli tveggja eldri kvenna en sú sem sat við ganginn sofnaði snemma í fluginu. Sunna þurfti samt að komast reglulega á klósettið. „Þar sem ég þurfti að komast á klósettið á kortersfresti þá var smá bras að klifra yfir hana og passa að hún vaknaði ekki. Þetta slapp nú til án teljandi vandræða en þaðan fór ferðin að súrna,“ segir Sunna Rannveig. Þegar Sunna og teymi hennar lenti í New York voru þau búin að missa af tengifluginu og þurftu að fara á annan flugvöll. Þegar allt var yfirstaðið var hún búin með matarskammtana og orðin verulega svöng. Enginn matsölustaður fannst sem bauð upp á nógu hollan mat fyrir Sunnu þannig hún þurfti að láta ofan í sig allskonar óhollustu.mynd/mjölnir/sóllilja baltasarsdóttirVigtun í dag „Eitt og annað misskemmtilegt gekk á í kjölfarið en það sem máli skiptir er að við erum núna komin til Kansas. Þetta var 39 klukkustunda ferðalag sem núna er komið í baksýnisspegilinn og hinn almenni lokaundirbúningur fyrir bardagann er því loksins hafinn. Það sem drepur mann ekki styrkir mann og ég er er ekki búin að ferðast alla þessa vegalengd með öllum þessum flækjum til neins annars en að klára ætlunarverk mitt,” segir hún. Sunna Rannveig stígur á vigtina í dag en hún keppir í strávigt og þarf því að vera undir 52,6 kg þegar vigtunin fer fram. „Ég er á undan áætlun með þyngdina og mun ekki þurfa að hafa mikið fyrir því að ná réttri vigt héðan. Ég byrjaði fyrir fimm vikum að hreinsa til í mataræðinu og vinna mig markvisst niður að vigtinni sem ég þarf að ná. Þetta er því búið að vera mjög milt og viðráðanlegt,“ segir Sunna Rannveig Davíðsdóttir. MMA Tengdar fréttir Sunna Rannveig: Stressuð fyrir bardagann en allt lagaðist í búrinu Sunna Rannveig Davíðsdóttir berst öðru sinni í Invicta FC á laugardaginn en bardaginn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 HD. 23. mars 2017 10:00 Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Fleiri fréttir Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Albert sagður á óskalista Everton og Inter Lena Margrét til Svíþjóðar Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sjá meira
Sunna Rannveig Davíðsdóttir stígur aftur inn í búrið í Invicta FC annað kvöld þegar hún mætir Mallory Martin en báðar unnu sinn fyrsta atvinnumannabardaga. Bardagi þeirra verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD og hefst bardagakvöldið á miðnætti. Sunna lagði af stað til Kansas þar sem bardagakvöldið fer fram aðfaranótt sunnudags en var ekki komin þangað fyrr en síðdegis á mánudag. Þessi frábæra bardagakona lenti í ýmsu á leiðinni en komst þó á leiðarenda. „Síðustu vikuna fyrir bardaga þá er ég annarsvegar að drekka afar mikið af vatni með tilheyrandi klósettferðum og hinsvegar er ég á þaulskipulögðu og kolvetnissnauðu mataræði,“ segir Sunna Rannveig sem þarf að vera með matarskammtana klára og klósett nálægt sér á hverri stundu.mynd/mjölnir/sóllilja baltasarsdóttirOft að pissa Eftir að fyrsta flug tafðist um sex klukkustundir komst Sunna af stað en þá hófst eitthvað sem gæti verið góð sena í gamanmynd. Íslenska bardagakonan lenti í miðjusæti á milli tveggja eldri kvenna en sú sem sat við ganginn sofnaði snemma í fluginu. Sunna þurfti samt að komast reglulega á klósettið. „Þar sem ég þurfti að komast á klósettið á kortersfresti þá var smá bras að klifra yfir hana og passa að hún vaknaði ekki. Þetta slapp nú til án teljandi vandræða en þaðan fór ferðin að súrna,“ segir Sunna Rannveig. Þegar Sunna og teymi hennar lenti í New York voru þau búin að missa af tengifluginu og þurftu að fara á annan flugvöll. Þegar allt var yfirstaðið var hún búin með matarskammtana og orðin verulega svöng. Enginn matsölustaður fannst sem bauð upp á nógu hollan mat fyrir Sunnu þannig hún þurfti að láta ofan í sig allskonar óhollustu.mynd/mjölnir/sóllilja baltasarsdóttirVigtun í dag „Eitt og annað misskemmtilegt gekk á í kjölfarið en það sem máli skiptir er að við erum núna komin til Kansas. Þetta var 39 klukkustunda ferðalag sem núna er komið í baksýnisspegilinn og hinn almenni lokaundirbúningur fyrir bardagann er því loksins hafinn. Það sem drepur mann ekki styrkir mann og ég er er ekki búin að ferðast alla þessa vegalengd með öllum þessum flækjum til neins annars en að klára ætlunarverk mitt,” segir hún. Sunna Rannveig stígur á vigtina í dag en hún keppir í strávigt og þarf því að vera undir 52,6 kg þegar vigtunin fer fram. „Ég er á undan áætlun með þyngdina og mun ekki þurfa að hafa mikið fyrir því að ná réttri vigt héðan. Ég byrjaði fyrir fimm vikum að hreinsa til í mataræðinu og vinna mig markvisst niður að vigtinni sem ég þarf að ná. Þetta er því búið að vera mjög milt og viðráðanlegt,“ segir Sunna Rannveig Davíðsdóttir.
MMA Tengdar fréttir Sunna Rannveig: Stressuð fyrir bardagann en allt lagaðist í búrinu Sunna Rannveig Davíðsdóttir berst öðru sinni í Invicta FC á laugardaginn en bardaginn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 HD. 23. mars 2017 10:00 Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Fleiri fréttir Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Albert sagður á óskalista Everton og Inter Lena Margrét til Svíþjóðar Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sjá meira
Sunna Rannveig: Stressuð fyrir bardagann en allt lagaðist í búrinu Sunna Rannveig Davíðsdóttir berst öðru sinni í Invicta FC á laugardaginn en bardaginn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 HD. 23. mars 2017 10:00