Íslensku crossfit drottningarnar settu markið hátt fyrir aðra keppendur á The Open Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. mars 2017 09:00 Katrín Tanja Davíðsdóttir og Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir í keppninni í nótt. Mynd/Twittersíða The CrossFit Games Íslensku crossfit-drottningarnar Katrín Tanja Davíðsdóttir og Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir háðu mikið einvígi í nótt í tilefni af því að fimmta og síðasta æfingaröðin á The Open var tilkynnt. Katrín Tanja hafði á endanum betur eftir hörkukeppni en það munaði aðeins þremur sekúndum á stelpunum. Katrín kláraði á 6:53 mínútum en Sara á 6:56 mínútum. Allir aðrir keppendur fá nú tíma fram á mánudaginn til þess að gera betur en þær Katrín Tanja og Sara og það verður allt annað en auðvelt fyrir þær sem reyna við það. The Open, eða opna mótið, er fyrsta skrefið fyrir keppendur sem ætla sér að komast inn á heimsleikana í Madison í sumar en með því að klára meðal þeirra bestu í sínum hluta heimsins þá tryggir viðkomandi sér þátttökurétt á næsta stigi sem er svæðakeppni. Undanfarnar fimm vikur hafa þátttakendur á The Open fengið að sjá æfingaröð aðfaranótt föstudags sem þeir þurfa að framkvæma og skila inn á mánudegi á heimasíðu Crossfit. Keppendur þurfa annaðhvort að taka upp æfingarnar eða fá þær staðfestar af löggiltum samstarfsaðil CrossFit samtakanna. Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir hefur staðið sig frábærlega í þessum æfingum og er eins og er með gott forskot á heimslistanum. Það mun síðan koma í ljós eftir að allir hafa skilið inn æfingum sínum hvort Sara vinnur The Open í ár en það verður erfitt að taka af henni toppsætið.. Íslensky stelpurnar Annie Mist Þórisdóttir, Katrín Tanja og Þuríður Erla Helgadóttir eru allar meðal efstu kvenna í keppninni en það má sjá stöðuna hér. CrossFit hefur einnig gert upp einvígi íslensku stelpnanna í nótt á Twitter-síðu sinni og þar sést hversu litlu munaði á þeim í þessum tíu umferðum sem þær þurftu að framkvæma. Katrín Tanja var að meðaltali 18 sekúndur að klára lyftingarnar og 22 sekúndur að klára sippið. Ragnheiður Sara var að meðaltali 18 sekúndur að klára lyftingarnar en 23 sekúndur að klára sippið. Það munaði því bara einni sekúndu á meðaltíma íslensku crossfit drottninganna. Hér fyrir neðan má sjá einnig upptöku frá einvígi Katrínu Tönju og Söru frá því í gær. “It's just me, the barbell and the double-unders.”—@katrintanja on how she kept her composure. pic.twitter.com/2RCZ9Uq9TM— The CrossFit Games (@CrossFitGames) March 24, 2017 .@katrintanja held an average split of 18 seconds on the thrusters and 22 seconds on double-unders throughout the 10 rounds of #17point5. pic.twitter.com/VnUy3pj9b1— The CrossFit Games (@CrossFitGames) March 24, 2017 .@SaraSigmundsdot held an average split of 18 seconds on the thrusters and 23 seconds on double-unders through the 10 rounds of #17point5 pic.twitter.com/pz6VP3hnlQ— The CrossFit Games (@CrossFitGames) March 24, 2017 "I just go until they tell me to stop." —@SaraSigmundsdot pic.twitter.com/fyR7m6SI27— The CrossFit Games (@CrossFitGames) March 24, 2017 CrossFit Tengdar fréttir Katrín Tanja hafði betur gegn Söru eftir æsispennandi endasprett Spennandi keppni hjá íslensku kempunum í Wisconsin í kvöld. 24. mars 2017 00:11 Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? Enski boltinn Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sport „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ Fótbolti Steinar: Virðingarleysi sem smitast Körfubolti Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Fótbolti Fleiri fréttir Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Rifust á vellinum en ætla að búa saman „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ Dagskráin í dag: Körfuboltakvöld og enski bikarinn „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Hilmar Smári kvaddur í Litáen Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Birta eltir ástina og semur við Genoa Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Júlíus Mar seldur til Kristiansund Sjá meira
Íslensku crossfit-drottningarnar Katrín Tanja Davíðsdóttir og Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir háðu mikið einvígi í nótt í tilefni af því að fimmta og síðasta æfingaröðin á The Open var tilkynnt. Katrín Tanja hafði á endanum betur eftir hörkukeppni en það munaði aðeins þremur sekúndum á stelpunum. Katrín kláraði á 6:53 mínútum en Sara á 6:56 mínútum. Allir aðrir keppendur fá nú tíma fram á mánudaginn til þess að gera betur en þær Katrín Tanja og Sara og það verður allt annað en auðvelt fyrir þær sem reyna við það. The Open, eða opna mótið, er fyrsta skrefið fyrir keppendur sem ætla sér að komast inn á heimsleikana í Madison í sumar en með því að klára meðal þeirra bestu í sínum hluta heimsins þá tryggir viðkomandi sér þátttökurétt á næsta stigi sem er svæðakeppni. Undanfarnar fimm vikur hafa þátttakendur á The Open fengið að sjá æfingaröð aðfaranótt föstudags sem þeir þurfa að framkvæma og skila inn á mánudegi á heimasíðu Crossfit. Keppendur þurfa annaðhvort að taka upp æfingarnar eða fá þær staðfestar af löggiltum samstarfsaðil CrossFit samtakanna. Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir hefur staðið sig frábærlega í þessum æfingum og er eins og er með gott forskot á heimslistanum. Það mun síðan koma í ljós eftir að allir hafa skilið inn æfingum sínum hvort Sara vinnur The Open í ár en það verður erfitt að taka af henni toppsætið.. Íslensky stelpurnar Annie Mist Þórisdóttir, Katrín Tanja og Þuríður Erla Helgadóttir eru allar meðal efstu kvenna í keppninni en það má sjá stöðuna hér. CrossFit hefur einnig gert upp einvígi íslensku stelpnanna í nótt á Twitter-síðu sinni og þar sést hversu litlu munaði á þeim í þessum tíu umferðum sem þær þurftu að framkvæma. Katrín Tanja var að meðaltali 18 sekúndur að klára lyftingarnar og 22 sekúndur að klára sippið. Ragnheiður Sara var að meðaltali 18 sekúndur að klára lyftingarnar en 23 sekúndur að klára sippið. Það munaði því bara einni sekúndu á meðaltíma íslensku crossfit drottninganna. Hér fyrir neðan má sjá einnig upptöku frá einvígi Katrínu Tönju og Söru frá því í gær. “It's just me, the barbell and the double-unders.”—@katrintanja on how she kept her composure. pic.twitter.com/2RCZ9Uq9TM— The CrossFit Games (@CrossFitGames) March 24, 2017 .@katrintanja held an average split of 18 seconds on the thrusters and 22 seconds on double-unders throughout the 10 rounds of #17point5. pic.twitter.com/VnUy3pj9b1— The CrossFit Games (@CrossFitGames) March 24, 2017 .@SaraSigmundsdot held an average split of 18 seconds on the thrusters and 23 seconds on double-unders through the 10 rounds of #17point5 pic.twitter.com/pz6VP3hnlQ— The CrossFit Games (@CrossFitGames) March 24, 2017 "I just go until they tell me to stop." —@SaraSigmundsdot pic.twitter.com/fyR7m6SI27— The CrossFit Games (@CrossFitGames) March 24, 2017
CrossFit Tengdar fréttir Katrín Tanja hafði betur gegn Söru eftir æsispennandi endasprett Spennandi keppni hjá íslensku kempunum í Wisconsin í kvöld. 24. mars 2017 00:11 Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? Enski boltinn Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sport „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ Fótbolti Steinar: Virðingarleysi sem smitast Körfubolti Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Fótbolti Fleiri fréttir Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Rifust á vellinum en ætla að búa saman „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ Dagskráin í dag: Körfuboltakvöld og enski bikarinn „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Hilmar Smári kvaddur í Litáen Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Birta eltir ástina og semur við Genoa Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Júlíus Mar seldur til Kristiansund Sjá meira
Katrín Tanja hafði betur gegn Söru eftir æsispennandi endasprett Spennandi keppni hjá íslensku kempunum í Wisconsin í kvöld. 24. mars 2017 00:11